„Friðarhús“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:


==Félagið==
==Félagið==
Friðarhús er rekið af samnefndu [[einkahlutafélag]]i, sem fjöldi hernaðarandstæðinga og annarra velunnara eru í (janúar 2018 eru hluthafar 299 og hlutir 870.) (208 í apríl 2007). Félagið var stofnað þann [[30. mars]] [[2004]], í þeim tilgangi að Samtök hernaðarandstæðinga gætu komið sér upp þaki yfir höfuðið, þar sem halda mætti fundi, geyma eignir félagsins og fleira. Stofnfélagar voru 15 talsins. Félagið skrifaði undir kaupsamning á húseign sinni þann [[19. ágúst]] [[2005]].
Friðarhús er rekið af samnefndu [[einkahlutafélag]]i, sem fjöldi hernaðarandstæðinga og annarra velunnara. Í janúar 2018 voru hluthafar 299 og hlutir 870. Félagið var stofnað þann [[30. mars]] [[2004]], í þeim tilgangi að Samtök hernaðarandstæðinga gætu komið sér upp þaki yfir höfuðið, þar sem halda mætti fundi, geyma eignir félagsins og fleira. Stofnfélagar voru 15 talsins. Félagið skrifaði undir kaupsamning á húseign sinni þann [[19. ágúst]] [[2005]].


==Húsnæðið==
==Húsnæðið==
Lína 8: Lína 8:


==Starfsemin==
==Starfsemin==
Í Friðarhúsi eru haldnir mánaðarlegir fjáröflunarkvöldverðir. Þess á milli eru málsverðir, kvikmyndasýningar, fyrirlestrar, fundir og aðrar samkomur. Fyrir sumum þeirra standa SHA, en einnig hafa aðrar grasrótarhreyfingar átt þar afdrep, svo sem [[Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna]], [[Félagið Ísland-Palestína]] og ýmsir aðrir hópar sem tengjast meðal annars [[umhverfisvernd]], friðarbaráttu, [[Mannréttindi|mannréttindum]], [[Sósíalismi|sósíalisma]], [[Stjórnleysisstefna|stjórnleysi]] og öðru.
Í Friðarhúsi eru haldnir mánaðarlegir fjáröflunarkvöldverðir. Þess á milli eru málsverðir, kvikmyndasýningar, fyrirlestrar, fundir og aðrar samkomur. Fyrir sumum þeirra standa SHA, en einnig hafa aðrar grasrótarhreyfingar átt þar afdrep, svo sem [[Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna]], [[Félagið Ísland-Palestína]] og ýmsir aðrir hópar sem tengjast meðal annars [[umhverfisvernd]], friðarbaráttu, [[Mannréttindi|mannréttindum]], [[Sósíalismi|sósíalisma]], [[Stjórnleysisstefna|stjórnleysi]] og öðru.


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==

Útgáfa síðunnar 21. febrúar 2018 kl. 16:05

Friðarhús er félagsmiðstöð Samtaka hernaðarandstæðinga á Njálsgötu númer 87, á horni Snorrabrautar. Það opnaði snemma vetrar 2005.

Félagið

Friðarhús er rekið af samnefndu einkahlutafélagi, sem fjöldi hernaðarandstæðinga og annarra velunnara. Í janúar 2018 voru hluthafar 299 og hlutir 870. Félagið var stofnað þann 30. mars 2004, í þeim tilgangi að Samtök hernaðarandstæðinga gætu komið sér upp þaki yfir höfuðið, þar sem halda mætti fundi, geyma eignir félagsins og fleira. Stofnfélagar voru 15 talsins. Félagið skrifaði undir kaupsamning á húseign sinni þann 19. ágúst 2005.

Húsnæðið

Félagsaðstaða Friðarhúss er með sérinngangi, að hluta (~1/3) á jarðhæð og að hluta í hálfniðurgröfnum kjallara. Þar komast fyrir fundir, kvikmyndasýningar eða aðrar samkomur fyrir 60-100 manns. Fyrir utan aðstöðu til fundahalda er bóka- og skjalasafn SHA, lítið eldhús sem er m.a. notað í tengslum við fjáröflunarkvöldverði, skrifstofukompa, geymsla fyrir skilti og aðrar eigur. Gólfflötur húsnæðisins er 125 fermetrar. Á staðnum er hjólastólalyfta af götuhæðinni niður í aðalrýmið og salernisaðstaða fyrir fatlaða.

Starfsemin

Í Friðarhúsi eru haldnir mánaðarlegir fjáröflunarkvöldverðir. Þess á milli eru málsverðir, kvikmyndasýningar, fyrirlestrar, fundir og aðrar samkomur. Fyrir sumum þeirra standa SHA, en einnig hafa aðrar grasrótarhreyfingar átt þar afdrep, svo sem Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Félagið Ísland-Palestína og ýmsir aðrir hópar sem tengjast meðal annars umhverfisvernd, friðarbaráttu, mannréttindum, sósíalisma, stjórnleysi og öðru.

Tengt efni

Tenglar