„Berlínarmúrinn“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
Ekkert breytingarágrip
Í austurhlutanum þar sem Sovétmenn stjórnuðu var mönnum ljóst að eitthvað varð að gera til að sporna við fólksflóttanum. Enginn hafði búist við því sem gerðist. Sunnudaginn 13. ágúst 1961 slokknuðu ljósin við [[Brandenborgarhliðið]]. Hermenn og landamæraverðir hófu í skjóli skriðdreka og vopnaðra hermanna að fjarlægja malbik og reisa varnargirðingu úr vírneti. Víðsvegar á borgarmörkunum blasti hið sama við: Vopnaðir landamæraverðir, skriðdrekar, vírnet og steinsteypustólpar. Bygging Berlínarmúrsins var hafin. Að endingu var múrinn orðinn svo rammgerður að enginn komst í gegn eða yfir hann. Á milli sjálfs múrsins og vírnetsgirðingarinnar var svonefnt “dauðasvæði”. Stjórnarmenn í austurhlutanum nefndu múrinn varnargarð gegn fastistaöflunum. Við múrinn voru hundruð manna skotin sem reyndu að komast yfir hann og Alls létu meira en þúsund manns lífið á flóttanum frá Austur-Berlín til Vestur-Berlínar.
 
==Fall Berlínarmúrsins== hæ einar
Berlínarmúrinn var eins konar táknmynd kalda stríðsins. Múrinn féll [[9. nóvember]] [[1989]] og hafði þá staðið í 28 ár og var fall hanns upphafið að endalokum kalda stríðsins. Múrinn var frá annarri hliðinni séð nokkurs konar táknmynd andfasísks varnarveggs en það var litið á hann frá hinni hliðinni sem kommúnísk landamæri. Það eru margar ástæður fyrir falli múrsins sem þróuðust um langa hríð (Chronik des Mauerfalls, Die dramatischen Ereignisse um den 9. November 1989, Hans-Hermann Hertla, Ch. Links Verlag, Berlin 1999). Fall var hvorki skipulagt né beinlínis undirbúið en múrnum varð einfaldlega ofaukið (Berlin im Wandel, August 1989 bis Oktober 1991, Ralf Melzer, s. 23).
 
Óskráður notandi

Leiðsagnarval