„Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1958“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 111: Lína 111:
Keppt var í fjórum riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Sú litla breyting var gerð við stigaútreikninga að ekki var horft til markamunar heldur hlutfalls skoraðra marka af mörkum fengnum á sig. Sú breyting hafði þó engin áhrif á töfluröð, auk þess sem gripið var til aukaleiks ef tvö lið voru jöfn að stigum.
Keppt var í fjórum riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Sú litla breyting var gerð við stigaútreikninga að ekki var horft til markamunar heldur hlutfalls skoraðra marka af mörkum fengnum á sig. Sú breyting hafði þó engin áhrif á töfluröð, auk þess sem gripið var til aukaleiks ef tvö lið voru jöfn að stigum.
==== Riðill 1 ====
==== Riðill 1 ====
Heimsmeistarar Vestur-Þjóðverja sigruðu í riðlinum, en gerðu þó jafntefli í tveimur leikja sinna. Norður-Írar tóku þátt í sinni fyrstu úrslitakeppni og komust í fjórðungsúrslitin með tveimur sigrum á sterku liði Tékkóslóvakíu. Argentínumenn mættu aftur til leiks eftir langt hlé og ollu stuðningsmönnum sínum gríðarlegum vonbrigðum. Um 10 þúsund manns söfnuðust saman á [[flugvöllur|flugvellinum]] í [[Buenos Aires]] til að baula á landsliðið við heimkomuna.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=30|Sæti
Lína 134: Lína 135:
|-
|-
|}
|}

8. júní - Malmö Stadion, Malmö
* [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland

8. júní - Örjans Vall, Halmstad
* [[Mynd:Flag of Northern Ireland.svg|20px]] Norður-Írland 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Czechoslovakia.svg|20px]] Tékkóslóvakía

11. júní - Olympiastadion, Helsingborg
* [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Czechoslovakia.svg|20px]] Tékkóslóvakía

11. júní - Örjans Vall, Halmstad
* [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 3 : 1 [[Mynd:Flag of Northern Ireland.svg|20px]] Norður-Írland

15. júní - Malmö Stadion, Malmö
* [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 2 : 2 [[Mynd:Flag of Northern Ireland.svg|20px]] Norður-Írland

15. júní - Olympiastadion, Helsingborg
* [[Mynd:Flag_of_Czechoslovakia.svg|20px]] Tékkóslóvakía 6 : 1 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína

Aukaleikur:
17. júní - Malmö Stadion, Malmö
* [[Mynd:Flag of Northern Ireland.svg|20px]] Norður-Írland Sviss 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Czechoslovakia.svg|20px]] Tékkóslóvakía


Riðill 2
Riðill 2

Útgáfa síðunnar 17. febrúar 2018 kl. 10:04

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1958 eða HM 1958 var haldið í Svíþjóð dagana 8. júní til 29. júní. Þetta var sjötta heimsmeistarakeppnin og urðu Brasilíumenn meistarar í fyrsta sinn eftir sigur á heimamönnum í úrslitum. Táningurinn Pelé varð stjarna keppninnar og Frakkinn Just Fontaine setti markamet sem enn stendur.

Val á gestgjöfum

Auk Svía sýndu Argentínumenn, Mexíkóar og Sílebúar áhuga á að halda heimsmeistaramótið. Á þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins árið 1950 urðu Svíar hins vegar fyrir valinu með öllum atkvæðum.

Undankeppni

Svíar og Vestur-Þjóðverjar fengu sæti sem gestgjafar og heimsmeistarar. Níu sætum var úthlutað til Evrópu, þremur til Suður-Ameríku, einu til Norður-Ameríku og eitt sæti skyldi koma sameiginlega í hlut Asíu og Afríku.

Í Suður-Ameríku mættu Argentínumenn til leiks í fyrsta sinn eftir langt hlé og komust áfram. Úrúgvæ sat hins vegar eftir. Mexíkó varð fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku. Afríku- og Asíuhluti keppninnar snerist upp í hálfgerðan farsa. Ísrael var í hópi þátttökuliða, en ríki múslima neituðu almennt að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Fyrir vikið gáfu allir fyrirhugaðir mótherjar liðsins leiki sína. Þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið hafði bundið það í lög að ekkert lið gæti tryggt sér sæti í úrslitum án keppni var ákveðið að skipuleggja einvígi milli Ísraela og eins Evrópuliðs sem hafnað hafði í öðru sæti í sínum forriðli. Wales varð fyrir valinu og komust Walesverjar áfram en þátttökuliðum frá þriðja heiminum fækkaði enn frekar.

Íslendingar tóku þátt í forkeppninni í fyrsta sinn en töpuðu öllum leikjum sínum gegn Frökkum og Belgum með miklum mun. Sovétmenn tóku þátt í keppninni, líkt og velflest kommúnistaríki Austur-Evrópu og komust í úrslitakeppnina í fyrstu tilraun. Óvæntustu úrslitin urðu í 8.riðli, þar sem Norður-Írar komust áfram á kostnað Ítala. Skotar slógu sömuleiðis Spánverja úr keppni og komust Bretland ríkin fjögur þar með öll í úrslitakeppnina í Svíþjóð.

Þátttökulið

Sextán þjóðir mættu til leiks frá þremur heimsálfum.

Leikvangar

Leikið var á 12 leikvöngum í jafnmörgum borgum. Ráðast þurfti í stækkun á ýmsum vallanna til að uppfylla kröfur FIFA um að lágmarki sex leikvanga sem sæti fyrir 20 þúsund að lágmarki. Til greina kom að láta hluta leikjanna fara fram í Osló eða Kaupmannahöfn. Þannig lá fyrir að ef Danir kæmust í úrslitakeppnina hefði þeirra riðill verið leikinn í Danmörku. Til þess kom þó ekki.

Flestar viðureignirnar fóru fram á Råsunda-vellinum í Stokkhólmi, 8 talsins, en 7 leikir voru á Ullevi-vellinum í Gautaborg.

Stokkhólmur Gautaborg Malmö Helsingborg
Råsunda Stadium Ullevi Stadium Malmö Stadion Olympia
Áhorfendur: 52,400 Áhorfendur: 53,500 Áhorfendur: 30,000 Áhorfendur: 27,000
Eskilstuna Norrköping Sandviken Uddevalla
Tunavallen Idrottsparken Jernvallen Rimnersvallen
Áhorfendur: 20,000 Áhorfendur: 20,000 Áhorfendur: 20,000 Áhorfendur: 17,778
Borås Halmstad Örebro Västerås
Ryavallen Örjans Vall Eyravallen Arosvallen
Áhorfendur: 15,000 Áhorfendur: 15,000 Áhorfendur: 13,000 Áhorfendur: 10,000

Keppnin

Riðlakeppnin

Keppt var í fjórum riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Sú litla breyting var gerð við stigaútreikninga að ekki var horft til markamunar heldur hlutfalls skoraðra marka af mörkum fengnum á sig. Sú breyting hafði þó engin áhrif á töfluröð, auk þess sem gripið var til aukaleiks ef tvö lið voru jöfn að stigum.

Riðill 1

Heimsmeistarar Vestur-Þjóðverja sigruðu í riðlinum, en gerðu þó jafntefli í tveimur leikja sinna. Norður-Írar tóku þátt í sinni fyrstu úrslitakeppni og komust í fjórðungsúrslitin með tveimur sigrum á sterku liði Tékkóslóvakíu. Argentínumenn mættu aftur til leiks eftir langt hlé og ollu stuðningsmönnum sínum gríðarlegum vonbrigðum. Um 10 þúsund manns söfnuðust saman á flugvellinum í Buenos Aires til að baula á landsliðið við heimkomuna.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.hlutf Stig
1 Vestur-Þýskaland 3 1 2 0 7 5 1,40 4
2 Norður-Írland 3 1 1 1 4 5 0,80 3
3 Tékkóslóvakía 3 1 1 1 8 4 2,00 3
4 Argentína 3 1 0 2 5 10 0,50 2

8. júní - Malmö Stadion, Malmö

  • Argentína 1 : 3 Vestur-Þýskaland

8. júní - Örjans Vall, Halmstad

  • Norður-Írland 1 : 0 Tékkóslóvakía

11. júní - Olympiastadion, Helsingborg

  • Vestur-Þýskaland 2 : 2 Tékkóslóvakía

11. júní - Örjans Vall, Halmstad

  • Argentína 3 : 1 Norður-Írland

15. júní - Malmö Stadion, Malmö

  • Vestur-Þýskaland 2 : 2 Norður-Írland

15. júní - Olympiastadion, Helsingborg

  • Tékkóslóvakía 6 : 1 Argentína

Aukaleikur: 17. júní - Malmö Stadion, Malmö

  • Norður-Írland Sviss 2 : 1 Tékkóslóvakía

Riðill 2

Lið Pld W D L GF GA GAv Pts
Frakkland 3 2 0 1 11 7 1.57 4
Júgóslavía 3 1 2 0 7 6 1.17 4
Paragvæ 3 1 1 1 9 12 0.75 3
Skotland 3 0 1 2 4 6 0.67 1

Riðill 3

Lið Pld W D L GF GA GAv Pts
Svíþjóð 3 2 1 0 5 1 5.00 5
Wales 3 0 3 0 2 2 1.00 3
Ungverjaland 3 1 1 1 6 3 2.00 3
Mexíkó 3 0 1 2 1 8 0.13 1

Riðill 4

Lið Pld W D L GF GA GAv Pts
Brasilía 3 2 1 0 5 0 -- 5
Sovétríkin 3 1 1 1 4 4 1.00 3
England 3 0 3 0 4 4 1.00 3
Austurríki 3 0 1 2 2 7 0.29 1
  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.