Munur á milli breytinga „Sameind“

Jump to navigation Jump to search
9 bætum bætt við ,  fyrir 3 árum
óverulegar orðalagsbreytingar
m (Removing Link FA template (handled by wikidata) - The interwiki article is not featured)
(óverulegar orðalagsbreytingar)
Í [[efnafræði]] er '''sameind''' (sjaldnar '''mólekúl''') skilgreind sem nægjanlega stöðugur [[rafhleðsla|rafhlutlaus]] hópur tveggja eða fleiri [[frumeind]]a með fasta rúmfræðilega skipan sem sterk [[efnatengi]] halda saman. Hana má einnig skilgreina sem einingu tveggja eða fleiri atóma sem [[deilitengi]] halda saman.<ref name="iupac">{{GoldBookRef|title=molecule|url=http://goldbook.iupac.org/M04002.html|year=1994}}</ref> Sameindir greinast frá [[fjölatóma jónir|fjölatóma jónum]] í þessum stranga skilningi. Í [[lífræn efnafræði|lífrænni efnafræði]] og [[lífefnafræði]] er merking hugtaksins ''sameind'' víðari og nær einnig til hlaðinna [[lífræn sameind|lífrænna sameinda]] og [[lífsameind]]a.
 
Þessi skilgreining hefur þróast með vaxandi þekkingu á byggingu sameinda. Fyrri skilgreiningar voru ónákvæmari og skilgreindu sameindir sem minnstu [[listi yfir eindir#Sameindir|eindir]] hreinna kemískra efna sem enn hefðu [[efnasamband|samsetningu]] og efnafræðilega eiginleika þeirra.<ref>[http://antoine.frostburg.edu/chem/senese/101/glossary/m.shtml#molecule Molecule Definition] (Frostburg State University)</ref> Þessi skilgreining reynist oft ótæk því mörg algeng efni, svo sem [[steind]]ir, [[salt (efnafræði)|sölt]] og [[málmur|málmar]] eru gerðir úr atómum eða [[jón (efnafræði)|jónum]] sem ekki mynda sameindir.
 
Í [[kvikfræði]] [[lofttegund]]a er hugtakið ''sameind'' oft notað um hvaða ögn á loftformi sem er, óháð samsetningu.<ref>E.g. see [http://web.archive.org/web/20020316083204/http://www.usd.edu/phys/courses/phys_111sf/ch_10/10_notes.htm]</ref> Samkvæmt því væruværi minnsta eind [[eðallofttegund|eðallofttegunda]]ir taldartalin ''sameindirsameind'' þóþótt hún gerðar séuaðeins úr einu ótengdu atómi.
 
Sameind getur verið gerð úr atómum sama [[frumefni]]s, eins og á við um [[súrefni]] (O<sub>2</sub>), eða ólíkum frumefnum, eins og á við um [[vatn]] (H<sub>2</sub>O). Atóm og flókar sem tengjast með ó-jafngildum tengjum svo sem [[vetnistengi|vetnistengjum]] eða [[jónatengi|jónatengjum]] eru venjulega ekki talin stakar sameindir.
 
Ekki er hægt að skilgreina dæmigerðar sameindir fyrir jónísk [[salt|sölt]] og deilitengis-kristalla sem eru samsettir úr endurteknu mynztrimynstri [[einingarsella]], annaðhvort í [[flötur|fleti]] (eins og í [[grafít]]i) eða þrívíttþrívíðu (eins og í [[demantur|demanti]] eða [[natrínklóríð]]i). Þetta á einnig við um flest þéttefni með [[málmtengi|málmtengjum]].
 
== Sameindafræði ==
 
Þau vísindi sem fjalla um sameindir nefnast ''sameindaefnafræði'' eða ''sameindaeðlisfræði'' eftir áherzlunniáherslunni. Sameindaefnafræði fjallar um lögmálin sem stýra víxlverkun milli sameinda sem leiða til þess að [[efnatengi]] komast á og rofna, en sameindaeðlisfræði fjallar um lögmálin sem stýra byggingu þeirra og eiginleikum. Í reynd er þessi aðgreining óljós. Í sameindavísindum jafngildir sameind stöðugu kerfi ([[bundið ástand|bundnu ástandi]]) úr tveimur eða fleiri [[atóm]]um. Stundum er gagnlegt að hugsa um [[fjölatómajón]]ir sem rafhlaðnar sameindir. Hugtakið ''óstöðug sameind'' er notað um mjög [[hvarfgirni|hvarfgjarnar]] sameindir, þ.e. skammlífar samstæður ([[hermueind]]ir) rafeinda og [[atómkjarni|kjarna]], svo sem [[sindurefni]], sameindajónir, [[Rydbergsameind]]ir, [[færsluástand|færsluástönd]], [[van der Waals tengi|van der Waals efnasambönd]] eða kerfi úr atómum sem rekast saman eins og í [[Bose-Einstein-dögg]]um.
 
== Saga ==
 
== Stærð sameinda ==
Flestar sameindir eru langtum minni en svo að séðar verði berum augum, en þó ekki allar. Minnsta sameindin er [[tvíatóma vetni]], H<sub>2</sub> en lengd hennar er hér um bil tvöföld [[tengilengd]]in sem er 74 [[píkómetri|pm]]. Sameindir sem notaðar eru sem byggingareiningar lífrænna efnasmíða hafa lengd frá nokkrum tugum pm til nokkurra hundraða pm. Greina má litlar sameindir og jafnvel útlínur einstakra atóma með [[rafeindasmásjá]]. Stærstu sameindir nefnast [[risasameind]]ir og [[ofursameind]]ir. [[Deoxýríbósakjarnsýra]], sem er [[risasameind]], getur orðið [[stórsær|stórsæ]], sem og sameindir margra [[fjölliða]].
 
''Virkur sameindarradíi'' endurspeglar þá stærð sem sameind virðist hafa í lausn.<ref> [www.wipo.int/pctdb/en/wo.jsp?IA=WO1999030745&DISPLAY=DESC -(WO/1999/030745) DOTA-BIOTIN DERIVATIVES
== Sameindarformúla ==
 
[[Efnaformúla]] efnasambands er '''einfaldasta''' [[heiltöluhlutfall]] [[frumefni|frumefnanna]] sem það er gert úr. Til dæmis er [[vatn]] ávallt sett saman úr [[vetni]] og [[súrefni]] í hlutföllunum 2:1. Etýlalkóhól eða [[etanól]] er ávallt sett saman úr [[kolefni]], [[vetni]] og [[súrefni]] í hlutföllunum 2:6:1. Þetta ákvarðar gerð sameindar en er þó ekki einlítteinhlítt. Til dæmis hefur [[dímetýleter]] sömu hlutföll og etanól. Sameindir með sömu [[atóm]] í mismunandi uppröðunum nefnast [[raðbrigði]].
 
[[Sameindarformúla]] sameindar lýsir nákvæmum fjölda þeirra atóma sem sameindin er sett saman úr og auðkennir þar með raðbrigðin.
 
Efnaformúlan er oft hin sama og sameindarformúlan en ekki alltaf. Til dæmis hefur sameindin [[asetýlen|etýn]] sameindarformúluna C<sub>2</sub>H<sub>2</sub> en einfaldasta heiltöluhlutfall frumefnanna er CH.
 
[[Mólmassi|Mólmassa]] efnis má reikna út frá efnaformúlunni og ersetja tjáðfram í hefðbundnum [[atómmassi|atómmassaeiningum]]. Í [[kristallur|kristöllum]] er hugtakið [[formúlueining]] notað í [[stókíómetrík|stókíómetrískum]] reikningum.
 
== Sameindarúmfræði ==
{{aðalgrein|Sameindarúmfræði}}
 
Sameindir hafa fasta [[jafnvægi]]s-rúmskipan — [[tengilengd]]ir og -[[tengihorn|horn]] — sem þær sveiflast stöðugt um með titrings- og snúningshreyfingu. Hreint efni er sett saman úr sameindum með sömu [[meðaltal]]s-rúmfræðilega byggingu. Efnaformúlan og bygging sameindarinnar eru hinir tveir mikilvægu þættir sem ákvarða eiginleika þess, einkum [[hvarfgirni]]na. Raðbrigði deila sömu efnaformúlu en hafa yfirleitt mjög ólíka eiginleika vegna ólíkrar byggingar. [[Formbrigði]], tiltekin tegund raðbrigða, geta haft mjög áþekka eðlis-efnafræðilega eiginleika en um leið mjög ólíka [[lífefnafræði]]lega virkni.
 
== Sameindalitrófsgreining ==
Óskráður notandi

Leiðsagnarval