„Arion banki“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Gunnlaugurb (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Gunnlaugurb (spjall | framlög)
m uppfærsla á tenglum
Lína 25: Lína 25:


== Tenglar ==
== Tenglar ==
* [http://www.arionbanki.is/ Vefur Arion]
* [http://www.arionbanki.is/ Vefsíða Arion banka]
* [http://ek.arionbanki.is/ Einkaklúbburinn]
* [http://visir.is/sjalfstaed-gagnvart-krofuhofum/article/2012701219979 Sjálfstæð gagnvart kröfuhöfum, vital við Monicu Caneman, fyrrv. stjórnarformann Arion banka]
* [http://www.arionbanki.is/einstaklingar/rafraen-vidskipti/appid/ Arion appið]


{{stubbur|fyrirtæki|Ísland}}
{{stubbur|fyrirtæki|Ísland}}

Útgáfa síðunnar 30. janúar 2018 kl. 17:05

Arion banki hf.
Rekstrarform hlutafélag
Stofnað 2008
Staðsetning Reykjavík, Ísland
Lykilpersónur Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri
Eva Cederbalk, stjórnarformaður
Starfsemi Bankastarfsemi
Vefsíða www.arionbanki.is

Arion banki er banki, starfræktur á Íslandi, sem veitir sem veitir alhliða bankaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta. Bankinn starfrækir bankaútibú um land allt auk fjölbreyttrar stafrænnar þjónustu á vef bankans, netbanka og appi. Bankinn var stofnaður undir nafninu Nýi Kaupþing banki árið 2008 en fékk nafnið Arion banki í nóvember 2009. Rætur Arion banka ná þó aftur til ársins 1929 þegar Búnaðarbanki Íslands var stofnaður.

Bankastjóri Arion banka er Höskuldur H. Ólafsson.

Stefna

Í stefnu Arion banka segir að áhersla bankans sé á viðskiptasamband til langs tíma með því að bjóða framúrskarandi þjónustu og sérsniðnar lausnir. Bankinn starfar á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu byggðakjörnum landsins. Helstu þættir starfseminnar fara fram á viðskiptabankasviði, fyrirtækjasviði, fjárfestingarbankasviði og eignastýringarsviði.

  • Viðskiptabankasvið veitir einstaklingum og smærri fyrirtækjum landsins alhliða fjármálaþjónustu, m.a. ráðgjöf um innlán, útlán, þjónustuleiðir, sparnað, greiðslukort, lífeyrissparnað, tryggingar, verðbréf og sjóði.
  • Fyrirtækjasvið veitir stærri fyrirtækjum landsins alhliða fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum hvers viðskiptavinar. Sviðið veitir m.a. úrval ávöxtunarleiða, fjármögnun, faktoring, fjárstýringu og innheimtuþjónustu auk netbanka fyrir fyrirtæki.
  • Fjárfestingarbankasvið samanstendur af fyrirtækjaráðgjöf, markaðsviðskiptum og greiningardeild. Sviðið veitir víðtæka ráðgjöf og þjónustu í tengslum við fjárhagslega umbreytingu fyrirtækja á innlendum og erlendum vettvangi. Markaðsviðsviðskipti sjá um miðlun verðbréfa, gjaldeyris og afleiða fyrir viðskiptavini bankans á innlendum og erlendum mörkuðum. Greiningardeild fjallar um íslenskt efnahagslíf og spáir í framvindu efnahagsmála, þróun hagstærða og afkomu félaga og atvinnugreina. Regluleg umfjöllunarefni eru t.d. vextir, gengi krónunnar, fasteignamarkaðurinn, verðbólga og annað sem hæst ber hverju sinni.
  • Eignastýringarsvið skiptist í einkabankaþjónustu, fjárfestingarþjónustu, rekstur lífeyrissjóða og eignastýringu fagfjárfesta. Sér um að ávaxta fjármuni fyrir viðskiptavini hvort sem um er að ræða lífeyrissparnað, reglulegan sparnað í sjóðum, fjárfestingar í sjóðum eða stýringu á eignasafni. Rekur lífeyrissjóði sem taka bæði á móti viðbótarlífeyrissparnaði og skyldulífeyrissparnaði.

Þægilegri bankaþjónusta

Arion banki leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir bankans fái framúrskarandi þjónustu. Liður í því er að byggja upp góð tengsl við viðskiptavini, stunda ábyrgar lánveitingar, bjóða upp á öfluga fjármálaráðgjöf og hvetja til sparnaðar. Viðskiptavinir eiga að geta átt í viðskiptum hvar við bankann og hvenær sem er, þegar þeim hentar. Þess vegna hefur Arion banki lagt ríka áherslu á þróun nýrra stafrænna þjónustuleiða undanfarin misseri og er í dag leiðandi á sviði stafrænnar bankaþjónustu.

Meðal þeirra stafrænu þjónustuleiða sem bankinn hefur kynnt eru:

  • Greiðslumat á vef Arion banka
  • Umsóknir um íbúðalán á vef Arion banka
  • Frysting kreditkorta í appi og netbanka
  • Dreifing kreditkortareikninga í netbanka og appi
  • Breyting kreditkortaheimilda og yfirdráttar í netbanka og appi
  • Núlán - ný og fljótleg leið að betra láni

Viðskiptavinir Arion banka eru meðlimir í Einkaklúbbnum og geta nýtt sér fjölbreytt tilboð í appi klúbbsins auk þess sem Arion appið er besta bankaappið á Íslandi, samkv. könnun MMR.

Tenglar

  Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.