„Hallærið mikla (Írland)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7: Lína 7:
<references/>
<references/>
[[Flokkur:Saga Írlands]]
[[Flokkur:Saga Írlands]]
[[Flokkur:Hungursneyðir]]

Útgáfa síðunnar 20. janúar 2018 kl. 02:54

Teikning af ástandinu á Írlandi eftir James Mahony sem birt var í Illustrated London News árið 1847.

Hallærið mikla (an Gorta Mór á írsku) eða hungrið mikla var tímabil mikillar hungursneyðar, sjúkdóma og fólksflótta frá Írlandi á milli 1845 og 1852.[1] Utan Írlands er hallærið stundum kallað írska kartöfluhungursneyðin því að um tveir fimmtu hlutar þjóðarinnar reiddu sig eingöngu á þessa ódýru uppskeru ýmissa hluta vegna.[2][3] Í hungursneyðinni lést nær ein milljón fólks og milljón að auki fluttist frá Írlandi,[4] sem olli því að íbúum eyjarinnar fækkaði um 20% til 25%.[5]

Yfirleitt er kartöflumygla talin hafa átt sök á hungursneyðinni, en hún herjaði á kartöfluræktun í allri Evrópu á fimmta áratug 19. aldar. Áhrif hennar á Írlandi voru þó hlutfallslega meiri sökum þess að þriðjungur þjóðarinnar byggði búskap sinn á kartöflum. Fyrir þessu voru ýmsar ástæður, þ.á.m. þjóðernislegar, trúarlegar, stjórnmálalegar, félagslegar og efnahagslegar. Má þar nefna landsvæði, fjarveru landeigenda og Kornlögin; sérstakan toll sem Bretlandsstjórn hafði sett á innflutt korn á árunum 1815 til 1846. Allt stuðlaði þetta að hörmungunum með mismunandi hætti og er enn mikið rætt um orsakirnar í sögulegum samræðum.

Tilvitnanir

  1. Kinealy, Christine (1994), This Great Calamity, Gill & Macmillan, bls. xv.
  2. Kinealy 1994, bls. 5.
  3. O'Neill, Joseph R. (2009), The Irish Potato Famine, ABDO, bls. 1.
  4. Ross, David (2002), Ireland: History of a Nation, New Lanark: Geddes & Grosset, bls. 226.
  5. Kinealy 1994, bls. 357.