„Reykjavík“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
...
Merki: Sýnileg breyting Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
m Tók aftur breytingar 82.148.68.157 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Thorlaug
Lína 1: Lína 1:
{{Sveitarfélagstafla
| Nafn = Reykjavíkurborg
| Ljósmynd = The pond.jpg
| Ljósmyndatexti = [[Tjörnin]] í Reykjavík
| Skjaldarmerki = ISL Reykjavik COA.svg
| Skjaldarmerkissíða = Merki Reykjavíkurborgar
| Kort = Reykjavikurborg map.svg
| Hnit = {{hnit|64|08|51|N|21|56|11|W|display=inline|type:city_region:IS}}
| Númer = 0000
| Kjördæmi = Reykjavíkurkjördæmi norður
| Kjördæmi2 = Reykjavíkurkjördæmi suður
| Flatarmálssæti = 51
| Flatarmál = 277,1
| Mannfjöldasæti = 1
| Titill sveitarstjóra = Borgarstjóri
| Sveitarstjóri = [[Dagur B. Eggertsson]]<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/06/16/dagur_tekinn_vid_taumunum/|titill=Dagur tekinn við taumunum|árksoðað=2014|mánuðurskoðað=16. júní}}</ref>
| Þéttbýli = Reykjavík (íb. 121.230)
| Póstnúmer = 101-155
| Vefsíða = http://www.rvk.is
}}
<onlyinclude>
<onlyinclude>
Álftanes er [[höfuðborg]] [[Ísland]]s, fjölmennasta [[sveitarfélag]] landsins og eina [[borg]]in. Þannig er Álftanes efnahagslegt, menningarlegt og stjórnmálaleg þungamiðja landsins. Rúmlega 121.230 manns búa á Álftanesi ([[2014]]), þar af eru um 11% innflytjendur. Íbúar [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðisins]] eru yfir 200 þúsund í sjö sveitarfélögum.<ref>[http://www.visir.is/borgarbuar-af-130-thjodernum/article/201370417991 Borgarbúar af 130 þjóðernum], frétt á Vísi.is 17. apríl 2013</ref> Margir halda því fram að Reykjavík sé höfuðborg Íslands, en það eru gamlar upplýsingar. Forseti Íslands breytti höfuðborginni 13.október 2017
'''Reykjavík''' er [[höfuðborg]] [[Ísland]]s, fjölmennasta [[sveitarfélag]] landsins og eina [[borg]]in. Þannig er Reykjavík efnahagsleg, menningarleg og stjórnmálaleg þungamiðja landsins. Rúmlega 121.230 manns búa í Reykjavík ([[2014]]), þar af eru um 11% innflytjendur. Íbúar [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðisins]] eru yfir 200 þúsund í sjö sveitarfélögum.<ref>[http://www.visir.is/borgarbuar-af-130-thjodernum/article/201370417991 Borgarbúar af 130 þjóðernum], frétt á Vísi.is 17. apríl 2013</ref>


[[Ingólfur Arnarson]], sem er í [[Landnámabók]] sagður vera fyrsti [[landnám Íslands|landnámsmaður Íslands]], settist að á Íslandi árið [[870]], að því talið er, og bjó sér ból og nefndi Reykja(r)vík, þar sem borgin stendur nú. Nýlegir fornleifafundir í [[miðborg Reykjavíkur]], einkum í [[Aðalstræti]], [[Suðurgata|Suðurgötu]] og [[Kirkjustræti]] benda til þess sama, og hafa fundist mannvistarleifar allt frá um [[870]]. Sagan segir að Ingólfur hafi gefið bæ sínum nafnið vegna reykjarstróka sem ruku úr [[hver]]um í grenndinni.</onlyinclude>
[[Ingólfur Arnarson]], sem er í [[Landnámabók]] sagður vera fyrsti [[landnám Íslands|landnámsmaður Íslands]], settist að á Íslandi árið [[870]], að því talið er, og bjó sér ból og nefndi Reykja(r)vík, þar sem borgin stendur nú. Nýlegir fornleifafundir í [[miðborg Reykjavíkur]], einkum í [[Aðalstræti]], [[Suðurgata|Suðurgötu]] og [[Kirkjustræti]] benda til þess sama, og hafa fundist mannvistarleifar allt frá um [[870]]. Sagan segir að Ingólfur hafi gefið bæ sínum nafnið vegna reykjarstróka sem ruku úr [[hver]]um í grenndinni.</onlyinclude>

Útgáfa síðunnar 8. nóvember 2017 kl. 10:42

Reykjavíkurborg
Tjörnin í Reykjavík
Tjörnin í Reykjavík
Staðsetning
Staðsetning
Hnit: 64°08′51″N 21°56′11″V / 64.14750°N 21.93639°V / 64.14750; -21.93639
LandÍsland
KjördæmiReykjavíkurkjördæmi norður
Reykjavíkurkjördæmi suður
ÞéttbýliskjarnarReykjavík (íb. 121.230)
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriDagur B. Eggertsson[1]
Flatarmál
 • Samtals244 km2
 • Sæti43. sæti
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals139.875
 • Sæti1. sæti
 • Þéttleiki573,26/km2
Póstnúmer
101-155
Sveitarfélagsnúmer0000
Vefsíðahttp://www.rvk.is

Reykjavík er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélag landsins og eina borgin. Þannig er Reykjavík efnahagsleg, menningarleg og stjórnmálaleg þungamiðja landsins. Rúmlega 121.230 manns búa í Reykjavík (2014), þar af eru um 11% innflytjendur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru yfir 200 þúsund í sjö sveitarfélögum.[2]

Ingólfur Arnarson, sem er í Landnámabók sagður vera fyrsti landnámsmaður Íslands, settist að á Íslandi árið 870, að því talið er, og bjó sér ból og nefndi Reykja(r)vík, þar sem borgin stendur nú. Nýlegir fornleifafundir í miðborg Reykjavíkur, einkum í Aðalstræti, Suðurgötu og Kirkjustræti benda til þess sama, og hafa fundist mannvistarleifar allt frá um 870. Sagan segir að Ingólfur hafi gefið bæ sínum nafnið vegna reykjarstróka sem ruku úr hverum í grenndinni.

Saga

Samkvæmt Íslendingabók nam Ingólfur Arnarson allt suðvesturhorn landsins og byggði bæ sinn í Reykjavík. Með tíð og tíma byggðust fleiri bæir í kring og má þar helst nefna Laugarnes og Nes við Seltjörn. Árið 1226 hófst byggð í Viðey þegar munkar af Ágústínusarreglu stofnuðu þar klaustur. Víkurkirkja stóð við Reykjavíkurbæinn að minnsta kosti frá 1200. Ekki fór að myndast þéttbýli að ráði í Reykjavík fyrr en á 18. öld, en fram að því lágu býli af ýmsum stærðum á víð og dreif um svæðið þar sem borgin stendur nú. Á 18. öld var gerð tilraun til að reka ullariðnað í Reykjavík. Þessi tilraun var þekkt sem Innréttingarnar, og markaði hún þáttaskil í þróun svæðisins, sem í kjölfarið fór að taka á sig einhverja þorpsmynd. Danska konungsvaldið studdi þessar tilraunir til uppbyggingar með því að gefa jarðir sem það átti í Reykjavík og Örfirisey. Sextán hús voru byggð í Reykjavík vegna Innréttinganna, sem hefur verið mikil fjölgun á þeim tíma, merki um tvö þeirra má enn sjá. Þá var fyrsta fangelsi landsins byggt á árunum 1761–71, stæðilegt steinhús sem í dag er Stjórnarráð Íslands við Lækjargötu.

Tjörnin í Reykjavík á sjöunda áratug 19. aldar.

Í tillögum Landsnefndarinnar fyrri 1774 var mælt með því að gera Reykjavík að „höfuðbæ“ landsins og að tillögu Landsnefndarinnar síðari var ákveðið að flytja biskupsstólinn frá Skálholti til Reykjavíkur og reisa þar nýja dómkirkju. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786, í kjölfar afnáms einokunarverslunar í landinu, og sama ár var Hólavallaskóli stofnaður þar. Á nítjándu öld mynduðust þéttar þyrpingar lítilla húsa eða kofa sjómanna í bænum. Alþingi var endurreist í Reykjavík árið 1845. Ári síðar var Menntaskólinn í Reykjavík fluttur frá Bessastöðum í miðbæinn. Árið 1881 var Alþingishúsið fullbúið. Stýrimannaskólinn tók til starfa 1891 eftir að þilskip voru komin til landsins. Árið 1898 var Miðbæjarskólinn við Tjarnargötu fullbúinn. Hann var þó ekki tekinn í notkun fyrr en haustið 1908 og þá hófu tæplega þrjú hundruð grunnskólabörn nám þar. Í nóvember 1906 kom upp taugaveikisfaraldur í Skuggahverfinu.[3]

Fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur, Páll Einarsson, tók til starfa 1908 og fyrstu konurnar sem settust í bæjarstjórn á Íslandi voru kjörnar af kvennalistum sem buðu fram til bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík í janúar árið 1908. Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1909. Gasstöð Reykjavíkur við Hlemm var tekin í gagnið árið 1910. Gasstöðin starfaði til 1956. Reykjavíkurhafnir voru byggðar í áföngum á árunum 1913–17 bættu mjög skipaaðstöðu. Þaðan af gátu hafskip lagst að bryggju en áður fyrr þurfti að ferja fólk og varning á milli smærri bryggja og hafskipa sem lágu úti fyrir. Veturinn 1917–1918, nefndur Frostaveturinn mikli, var sá kaldasti sem mælst hefur; þá lá hafís í Reykjavíkurhöfn og hitastigið fór niður í -24,5 °C. Í október 1918 barst spænska veikin, sem geysaði víðar í heiminum, til Íslands með skipum frá Kaupmannahöfn og er talið að um þriðjungur bæjarbúa hafi veikst á örfáum vikum. Elliðaárvirkjun var byggð 1921 til þess að sjá ört stækkandi borginni fyrir rafmagni.

Heimskreppan mikla hafði slæm áhrif um allan heim. Á Íslandi náðu þau hámarki í Gúttóslagnum árið 1932 þegar þunnskipuð lögregla þurfti að berjast við verkamenn fyrir utan Góðtemplarahús Reykjavíkur, þar sem haldinn var bæjarstjórnarfundur þar sem lækka átti laun í atvinnubótavinnu á vegum bæjarins. Einu sinni hafði áður skorist alvarlega í odda á milli lögreglunnar og annarra hópa, en það var í Hvíta stríðinu svokallaða rúmum áratugi fyrr. Í mars 1937 var Sundhöll Reykjavíkur vígð og var það fyrsta sundlaug bæjarins. Þann 10. maí 1940 gengu breskir hermenn á land í Reykjavík og hernámu Ísland. Á meðan veru þeirra stóð hófu þeir byggingu varanlegs flugvallar í Reykjavík. Bandaríkjamenn tóku við af Bretunum rúmu ári seinna og fóru ekki fyrr en að stríðinu loknu, 8. apríl 1947.

Landafræði

Esjan í bakgrunni.

Reykjavík er á suðvesturhorni landsins. Strandlína Reykjavíkur einkennist af nesjum, fjörðum, skerjum og eyjum. Fjallið Esja (914 m) er þekkt kennileiti í Reykjavík. Elliðaár sem renna í gegnum Elliðaárdal eru virkjaðar. Stærsta eyjan sem liggur nærri Reykjavík er Viðey, þar á eftir eru Engey og Akurey í Kollafirði.

Í Reykjavík hafa verið gerðar samfelldar veðurathuganir frá 1920, en elstu skráðu veðurathuganir eru frá fyrri hluta 19. aldar. Þann 3. janúar 1841 mældist loftþrýstingurinn í Reykjavík 1058,5 hPa, sem er sá mesti sem mælst hefur á Íslandi. Meðal opinna og grænna svæða í Reykjavík má nefna Hljómskálagarðinn, Klambratún, Öskjuhlíð og Elliðaárdal.

Veðurfar

Golfstraumurinn gerir veðurfar í Reykjavík mun hlýrra og jafnara á ársmælikvarða en á flestum öðrum stöðum á sömu breiddargráðu. Hitastigvetrarlagi fer sjaldan undir -10 °C. Lega borgarinnar á suðvesturströnd Íslands ber með sér fremur vindasamt veður og eru rok algeng, sérlega að vetrarlagi. Sumur eru svöl, hitastig venjulega á bilinu 10 °C til 15 °C og fer einstaka sinnum upp undir 20 °C. Þó svo að úrkoma sé ekki mjög mikil í Reykjavík mælist þó úrkoma að meðaltali 213 daga á ári. Lengri þurrkatímar eru sjaldgæfir. Vorið er að öllu jöfnu sólríkast og þá helst maímánuður. Árlegir sólartímar mælast um 1.300 sem er sambærilegt við stóran hluta norðurhluta Evrópu. Hitamet í borginni var sett 30. júlí 2008 og mældist hiti þá 26,2 °C. Kaldast var 21. janúar 1918 og mældist hiti þá -24,5 °C.

Veðuryfirlit [4]

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
 Hæsti meðalhiti 1,9 2,8 3,2 5,7 9,4 11,7 13,3 13,0 10,1 6,8 3,4 2,2
 Lægsti meðalhiti −3,0 −2,1 −2,0 0,4 3,6 6,7 8,3 7,9 5,0 2,2 −1,3 −2,8
 Úrkoma 75,6 71,8 81,8 58,3 43,8 50,0 51,8 61,8 66,5 85,6 72,5 78,5
 Línurit hitastig í °C • mánuðarúrkoma í mm
 
 
76
 
2
-3


 
 
72
 
3
-2


 
 
82
 
3
-2


 
 
58
 
6
0


 
 
44
 
9
4


 
 
50
 
12
7


 
 
52
 
13
8


 
 
62
 
13
8


 
 
67
 
10
5


 
 
86
 
7
2


 
 
73
 
3
-1


 
 
79
 
2
-3



Borgarstjórn

Í borgarstjórn Reykjavíkur sitja 15 fulltrúar sem kjörnir eru hlutfallskosningu á fjögurra ára fresti. Frá árinu 1908 til dagsins í dag hafa 22 einstaklingar, þar af 18 karlmenn og fjórar konur, setið sem borgarstjórar Reykjavíkur. Síðast var kosið til borgarstjórnar í sveitarstjórnarkosningum 31. maí 2014. Borgarstjórn kýs sér borgarstjóra, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar.

Borgarstjóri 2010–2014 var Jón Gnarr úr Besta flokknum. Hann tók við starfinu 15. júní 2010 af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur eftir að Besti flokkurinn og Samfylkingin mynduðu nýjan meirihluta í borginni. Síðan 2014 hefur Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingu verið borgarstjóri. Næstu kosningar fara fram árið 2018.

Borgarstjórn 2014

Í framboði voru átta listar. Þeir voru: B-listi Framsóknarflokks og flugvallarvina, D-listi Sjálfstæðisflokks, R-listi Alþýðufylkingar, S-listi Samfylkingar, T-listi Dögunar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Þ-listi Pírata og Æ-listi Bjartar framtíðar. Besti flokkurinn sem bauð fram 2010 sameinaðist Bjartri framtíð. Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, leiddi lista Dögunar.

Samfylkingin hlaut fimm borgarfulltrúa, bætti við sig tveimur. Sjálfstæðisflokkur hlaut fjóra borgarfulltrúa, tapaði einum. Björt framtíð hlaut tvo borgarfulltrúa, tapaði fjórum ef miðað er við Besta flokkinn og meira en helmingi fylgis þess flokks. Framsókn og flugvallarvinir hlutu tvo borgarfulltrúa en Framsókn fékk engan í kosningunum 2010. Vinstrihreyfingin grænt framboð hlaut einn borgarfulltrúa eins og áður. Píratar hlutu einn borgarfulltrúa. Dögun og Alþýðufylkingin voru nokkuð langt frá því að fá kjörinn borgarfulltrúa.

Framsókn og flugvallarvinir hlutu fimmtánda borgarfulltrúann. Samfylkinguna vantaði 170 atkvæði til að ná inn sínum sjötta borgarfulltrúa og Bjarta framtíð vantaði 259 til að ná inn sínum þriðja manni. Sjálfstæðisflokkinn vantaði nokkuð meira eða 632 atkvæði til að halda sínum fimmta borgarfulltrúa. [5]

Kjörnir borgarfulltrúar Fjöldi atkvæða
1. Dagur B. Eggertsson (S) 17.426
2. Halldór Halldórsson (D) 14.031
3. Björk Vilhelmsdóttir (S) 8.713
4. Björn Blöndal (Æ) 8.539
5. Júlíus Vífill Ingvarsson (D) 7.016
6. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (B) 5.865
7. Hjálmar Sveinsson (S) 5.809
8. Kjartan Magnússon (D) 4.677
9. Sóley Tómasdóttir (V) 4.553
10. Kristín Soffía Jónsdóttir (S) 4.357
11. Elsa Hrafnhildur Yoeman (Æ) 4.270
12. Áslaug María Friðriksdóttir (D) 3.508
13. Skúli Þór Helgason (S) 3.485
14. Halldór Auðar Svansson (Þ) 3.238
15. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir (B) 2.933

Hverfaskipting

Samkvæmt samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá júní 2003 skiptist Reykjavík í tíu hverfi, hvert með sínu hverfisráði.[6] Þau eru (með tilheyrandi hverfahlutum):

Nr. hverfi svæði
km²
fólksfjöldi
2010
Hverfahlutar
1 Vesturbær 2,9 15.703 Gamli Vesturbærinn, Bráðræðisholt, Grandar, Hagar, Melar, Skjól, Grímsstaðaholt, Skildinganes og Litli Skerjafjörður
2 Miðborg 3,6 8.618 Tjarnarbrekka, Víkin, Arnarhóll, Skuggahverfi, Laufás, Spítalahlíð, Þingholt, Ásgarður, og Tungan
3 Hlíðar 3,3 9.612 Norðurmýri, Hlíðar, Hlemmur, Holt, Suðurhlíðar, Öskjuhlíð og Nauthólsvík
4 Laugardalur 6,4 15.239 Tún, Teigar, Lækir, Laugarnes, Sund, Heimar, Langholt, Vogar, Skeifan og Fen
5 Háaleiti og Bústaðir 4,3 13.755 Múlar, Kringlan, Bústaðir, Fossvogur, Smáíbúðahverfi og Blesugróf
6 Breiðholt 5,5 20.646 Hólar, Fell, Berg, Sel, Skógar, Bakkar, Stekkir og Mjódd
7 Árbær 6,1 10.192 Selás, Árbær, Ártúnsholt, Bæjarháls, Norðlingaholt og Grafarholt
8 Grafarvogur 14,0 18.130 Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes
9 Kjalarnes 61,7 834 Kjalarnes og Álfsnes
10 Grafarholt og Úlfarsárdalur 22,5 5.416 Fellur undir hverfisráð Árbæjar til að byrja með)
- Græni Trefillinn1) 144,2 -  
  Reykjavík 274,5 118.145  

Samgöngur

Loftmynd sem sýnir Reykjavíkurflugvöll.

Einkabíllinn er algengur samgöngumáti í Reykjavík sem og leigubílar. Strætisvagnar Strætó bs. ganga um allan bæinn og tengja út fyrir borgarmörkin til Akraness, Borgarfjarðar, Akureyrar og víðar. Á undanförnum árum hafa fleiri og fleiri hjólreiðastígar verið lagðir til þess að gera hjólreiðar að raunhæfari samgöngumáta. Oft hefur verið rætt um að koma upp skilvirkari almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þess sem stungið hefur verið upp á síðustu ár eru Léttlestakerfi höfuðborgarsvæðisins og Borgarlína. Eitt af því sem stendur í vegi fyrir slíkum áformum er hvað svæðið er í raun dreifbýlt.

Helsti innanlandsflugvöllur Íslands, Reykjavíkurflugvöllur, er í Vatnsmýri í Reykjavík. Skiptar skoðanir eru um hvort færa eigi hann annað. Þann 17. mars 2001 var haldin atkvæðagreiðsla meðal borgarbúa þar sem naumur meirihluti var fyrir því að flytja flugvöllinn burt. Hins vegar tóku aðeins 37% þátt þannig að kosningin var ekki bindandi.

Menning

Í Reykjavík eru flest söfn á Íslandi. Elsta listasafnið er Listasafn Einars Jónssonar. Í borginni er einnig að finna Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur sem hefur aðstöðu bæði í miðbæ Reykjavíkur og við Miklatún. Listasafn Ásmundar Sveinssonar tilheyrir einnig Listasafni Reykjavíkur. Borgarbókasafn Reykjavíkur er einnig að finna í miðbænum og mörg útibú eru í hverfum borgarinnar. Reykvíkingar stunda sund mikið og líkt og með bókasöfnin er að finna sundlaugar í flestum hverfum.

Þjóðminjasafn Íslands er að finna nærri miðbænum. Borgarsögusafn rekur meðal annars Sjóminjasafnið í Reykjavík og Árbæjarsafn þar sem hægt er að skoða gömul hús sem þangað hafa verið færð og torfbæinn Árbæ sem safnið dregur nafn sitt af, en hann hefur verið þar frá upphafi.

Tilvísanir

  1. „Dagur tekinn við taumunum“. Sótt 16. júní.
  2. Borgarbúar af 130 þjóðernum, frétt á Vísi.is 17. apríl 2013
  3. Vatnsveitan 100 ára
  4. World Weather Information Service - Reykjavik
  5. http://kosningasaga.wordpress.com/sveitarstjornarkosningar/hofudborgarsvaedid/reykjavik/reykjavik-2014/
  6. Samþykkt um skiptingu Reykjavíkur í hverfi (staðfest af borgarráði 16. júní 2003)

Tenglar

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Skipulag Reykjavíkur