Munur á milli breytinga „Marie Antoinette“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
== María giftist krónprinsi Frakklands ==
 
Systur Maríu voru snemma giftar háttsettum mönnum í Evrópu. Maria Christina giftist Alberti, prinsinum af Saxlandi. Maria Amila var gift prinsinum af Parma og Maria Carolina var gift Ferdinand IV, konungnum af Napólí. Árið 1748 var sáttmálinn Aix-la-Chapelle undirritaður, í þeirri von að binda mætti enda á rúmlega aldarlangt stríð á milli Austurríkis og Frakklands. Til að halda friðinn var því komið í kring að Louis Auguste kvæntist einni af dætrum Mariu Theresu. Þar sem eldri systur hennar létust þegar bólusóttarfaraldur gekk yfir árið 1767 var María Antonía ein eftir sem möguleg brúður. Eftir langar samningaviðræður bað [[Loðvík XV]] um hönd Maríu til handa sonarsyni sínum, Louis Auguste, árið 1769. Þegar ljóst var að María Antonía myndi verða gift ríkisarfa Frakklands, komst móðir hennar að því að dóttir hennar var bæði léleg í þýsku og frönsku og kunni yfirleitt ekki mikið. Því voru kallaðir til kennarar til að kenna Maríu og var sérstaklega lögð áhersla á franska siði og tungu.
 
Þann 19 apríl 1770 var María gift Louis Auguste í Ágústusarkirkju í Vín og var Ferdinand bróðir hennar staðgengill krónprinsins. Við brúðkaupið fékk María titilinn Marie Antoinette, krónprinsessa Frakklands. Tveimur dögum eftir brúðkaupið hélt María frá Vínarborg til Frakklands.

Leiðsagnarval