Munur á milli breytinga „Þjórsárhraunið mikla“

Jump to navigation Jump to search
Flutti greinina Þjórsárhraun hingað efnislega og breytti henni í tilvísun á þessa
m (Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q8079539)
(Flutti greinina Þjórsárhraun hingað efnislega og breytti henni í tilvísun á þessa)
[[Mynd:Great_Thjorsa_Lava.jpg|thumb|330 px|Þjórsárhraunið mikla er hér sýnt í rauðum lit þar sem það sést á yfirborði. Á Veiðivatnsavæðinu er það hulið yngri hraunum (Kort eftir Guðmund Kjartansson, jarðfræðing)]]
'''Þjórsárhraunið mikla''' er stærsta [[hraun]] á Íslandi bæði að flatarmáli og rúmmáli og stærsta hraun sem vitað er um að komið hafi upp í einu gosi á jörðinni á nútíma (þ.e. frá lokum síðasta jökulskeiðs fyrir um 11500 árum). Hraunið rann milli [[Hekla|Heklu]] og [[Búrfell (Þjórsárdal)|Búrfells]] og niður farveg [[Þjórsá]]r og yfir láglendið á [[Skeiðar|Skeiðum]] og [[Flói|Flóa]] og um 1 km út í sjó. Það tilheyrir flokki hrauna sem nefnast [[Tungnárhraun]]. Hraunið er [[helluhraun]] úr stórdílóttu [[basalt]]i. Það kom upp í eldstöðvum á [[Veiðivötn|Veiðivatnasvæðinu]] fyrir 8600 árum (um 6600 f. Kr.). [[Eldstöð]]varnar eru horfnar undir yngri gosmyndanir og á um 70 km löngum kafla niður með [[Tungná]] og [[Þjórsá]] er hraunið nær alstaðar hulið yngri hraunum. [[Gloppubrún]] á Landi myndar framjaðar þessa yngra hraunaflæmis en þar fyrir neðan þekur Þjórsárhraunið miklar víðáttur í [[Landsveit]] og [[Gnúpverjahreppur|Gnúpverjahreppi]], á [[Skeiðahreppur|Skeið]]um og í [[Flói|Flóa]]. [[Þjórsá]] og [[Hvítá (Árnessýslu)|Hvítá]]/[[Ölfusá]] streyma niður með jöðrum hraunsins að austan og vestan. Þjórsárhraunið myndar ströndina milli Þjórsár- og [[Ölfusárós]]a. Sjór virðist hafa staðið 15 m lægra er hraunið rann en hann gerir nú. Við hækkandi sjávarborð hefur sjórinn flætt inn yfir hraunjaðarinn sem nú liggur neðansjávar mörg hundruð metra úti fyrir ströndinni. [[Selfoss]], [[Eyrarbakki]] og [[Stokkseyri]] standa á Þjórsárhrauni. Þykkt þesshraunsins er víða 15-20 m og um 40 m þar sem það er þykkast. Flatarmálið er áætlað um 970 km² og rúmtakið um 25 km³. Þjórsárhraunið er gert úr [[dílabasalt]]i þar sem stórir ljósir feldspatdílar sitja í dökkum fínkorna grunnmassa. Gossprungan var á hálendinu 130 km frá sjó á milli [[Þórisvatn]]s og [[Veiðivötn|Veiðivatna]] og var um 20 til 30 km löng.
Hraunjaðarinn er nú marbakki undan [[Stokkseyri]] og [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]]. Þjórsárhraun þekur landsvæðið milli [[Ölfusá]]r og Þjórsár en það er víða hulið þykku jarðvegslagi. Hraunið er víðast um 15-20 m þykkt en um 40 m þar sem það er þykkast. Víða í hrauninu eru dældir og bollar sem kallaðar eru dælur. Þó að hraunið sé víðast hulið þykku jarðvegslagi þá má sums staðar enn sjá hraunið, t.d. í [[Stokkseyri|Stokkseyrarfjöru]] og við [[Búðafoss]] en hann steypist fram af hraunbrúninni.
 
[[Mynd:Urriðafoss í Þjórsá.jpg|thumb|300 px|Hið forna Þjórsárhraun er víðast hulið jarðvegi en það sést vel ofan við [[Urriðafoss]]]]
'''Þjórsárhraun''' sem rann fyrir um 8700 árum. Það er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni frá því að [[ísöld]] lauk. Það kom upp í gossprungu
 
== Heimildir ==
* Árni Hjartarson 2011: Víðáttumestu hraun Íslands. [[Náttúrufræðingurinn]] 81, 37-48.
* [[Elsa G. Vilmundardóttir]] 1977: Tungnárhraun, jarðfræðiskýrsla. OS ROD 7702, 156 bls. + kort.
* [http://www.thjorsarver.is Þjórsárver]
 
 
== Tenglar ==
12.800

breytingar

Leiðsagnarval