„Lýðhyggja“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Guhar66 (spjall | framlög)
Ný síða: Orðið "Lýðhyggja" vísar til enska orðsins "populism" og hefur verið mjög fyrirferðamikið í stjórnmálum Vesturlanda í kjölfar efnhagskreppunnar árið 2008. Lýðhyggja...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. október 2017 kl. 12:02

Orðið "Lýðhyggja" vísar til enska orðsins "populism" og hefur verið mjög fyrirferðamikið í stjórnmálum Vesturlanda í kjölfar efnhagskreppunnar árið 2008. Lýðhyggja er talin tefla saman hinum almenna eða venjulega einstaklingi gegn því sem kallað er "elíta" eða yfirstétt í gefnu samfélagi. Lýðhyggja getur birst í stefnum og hugmyndum bæði stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka.

Lýðhyggja getur tekið á sig ýmis form og verið bæði til vinstri og hægri í stjórnmálum. Þeir sem aðhyllast lýðhyggju til vinstri eru til dæmis oft á móti stórfyrirtækjum og peningahagsmunum, en þeir sem eru til hægri eru oft á móti sósíalsískum flokkum, verkalýðshreyfingum og þess háttar. Enska orðið "popúlisti" hefur stundum verið þýtt sem "lýðskrumari" á íslensku.

Í Evrópu er fjöldi flokka eða stjórnmálahreyfinga sem hafa verið flokkaðir undir lýðhyggju, til dæmis: Framfaraflokkurinn í Noregi, Svíþjóðardemókratar í Svíþjóð, UKIP í Bretlandi, "National Front" , flokkur Marine Le Pen í Frakklandi og Frelsisflokkur Geert Wilders í Hollandi. Andúð á útlendingum hefur verið áberandi stef í málflutningi bæði Marine Le Pen, Geert Wilders, sem og Svíþjóðardemókrata.