Munur á milli breytinga „Loki“

Jump to navigation Jump to search
3.209 bætum bætt við ,  fyrir 3 árum
m
Tók aftur breytingar 82.148.70.9 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 89.160.177.14
(Skipti út innihaldi með „:''Loki er einnig íslenskt karlmannsnafn'' {{norræn goðafræði}} * Flokkur:Norræn goðafræði“)
m (Tók aftur breytingar 82.148.70.9 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 89.160.177.14)
:''Loki er einnig [[Loki (mannsnafn)|íslenskt karlmannsnafn]]''
{{norræn goðafræði}}
'''Loki Laufeyjarson''' er afar fyrirferðarmikið goðmagn í [[norræn goðafræði|norrænni goðafræði]]. Hann er sonur Laufeyjar og Fárbauta jötuns og er því af [[jötnar|jötnaætt]]. Hann umgengst goðin mikið og blandaði eitt sinn blóði við [[Óðinn]] sjálfan. Loki eignaðist þrjú hræðileg afkvæmi með tröllkonunni [[Angurboða|Angurboðu]] en kona hans var önnur. Hún hét [[Sigyn]] og eignaðist Loki tvo syni með henni.
 
Það hafa ekki fundist nein ummerki um að hann hafi nokkurs staðar verið tilbeðinn eða dýrkaður. Loki er slægur og slunginn og er ásum oft til mikils ama. Af hrekkjum sínum og illvirkjum hefur Loki fengið mörg miður hugguleg viðurnefni til að mynda ''rógberi ásanna'', ''frumkveði flærðanna'' og ''vömm allra goða og manna''.
 
Í [[Eddukvæði|Eddukvæðum]] má finna [[Lokasenna|Lokasennu]] sem segir frá rifrildi Loka við hin goðin og einnig segir hinn færeyski ''[[Loka Táttur]]'' frá því þegar Loki hjálpar mannfólkinu. Mest er að finna um Loka í [[Snorra-Edda|Eddu Snorra Sturlusonar.]]
 
== Afkvæmi Loka ==
Loki gat þrjú afkvæmi við tröllkonuna og eru þau hvert öðru hryllilegra. , risaslangan sem lykur sig um Miðgarð, og [[Fenrisúlfur]], risastór úlfur, eru báðir undan Loka og Angurboðu komnir og eru tvö helstu tortímingaröfl í norrænni goðafræði. Þriðja afkvæmi þeirra er [[Hel]] en hún ríkir yfir undi og dauðum. Einnig á Loki tvo syni með konu sinni Sigyn, þeir heita Váli og Narfi.
 
Eitt afkvæmi Loka er enn ótalið en það er hinn áttfætti hestur [[Sleipnir]]. Er bergrisi einn kom til ásanna og bauðst til að byggja múr í kringum Ásgarð brá Loki sér í líki hryssu svo hann gæti lokkað Svaðilfara, hest risans í burtu. Það tókst og risinn náði ekki að byggja múrinn á tíma en afleiðingarnar fyrir Loka voru þær að síðar eignaðist hann Sleipni.
 
[[Mynd:Processed SAM loki.jpg|thumb|300xp|left|Loki Laufeyjarson]]
 
== Ráðbani Baldurs ==
Loki var sá sem bar ábyrgð á dauða [[Baldur]]s. Goðin léku sér að því að kasta hlutum að Baldri því [[Frigg]] hafði komið því svo fyrir að ekkert beit á honum. Loki komst þó að því að sá hlutur sem gat skaðað hann var mistilteinn og kom hann því svo fyrir að [[Höður]], hinn blindi ás, fékk mistilteinsknippi í hendurnar og varpaði því, óafvitandi um hvað hann hafði undir höndum, að Baldri svo af hlaust bani. Einnig segir sagan að þegar æsir reyndu að ná Baldri aftur úr Helju með því að fá alla hluti heims til að gráta hann, þá hafi Loki dulbúið sig sem tröllkonuna Þökk en hún var sú eina sem neitaði að gráta. Baldur var því um kyrrt í Helju. Seinna uppgötvaði Váli, sonur Rindar, þriðju konu Óðins, að Höður hafði orðið Baldri að bana. Váli drap Höð vegna þess.
 
Loki hefur verið borinn saman við bragðarefi í ýmsum [[þjóðartrúarbrögð]]um, t.a.m. sléttuúlfinn (Coyote) í trúarbrögðum indíána Norður-Ameríku. Þá hefur honum verið líkt við [[Hermes]], sem blekkti eitt sinn [[Apollon]], slavneska guðinn [[Veles]] og hinn [[kínverska apakonung.|kínverska apakonun]]
*
 
231

breyting

Leiðsagnarval