Munur á milli breytinga „Maximilien Robespierre“

Jump to navigation Jump to search
==Orðspor==
 
Robespierre er án efa umdeildasta persóna frönsku byltingarinnar og þá er sérstaklega deilt um það hve mikil persónuleg ábyrgð hans var fyrir ofstæki Ógnarstjórnarinnar. Gagnrýnendur hans leggja áherslu á hlutverk hans í Ógnarstjórninni og einræðistilburði Almannaöryggisnefndarinnar. Aðrir telja að Robespierre hafi reynt að hafa hemil á Ógnarstjórninni og að hann hafi framar öllu verið málsvari friðar, beins lýðveldislýðræðis, réttindi fátækra og heilinn á bak við fyrsta afnám þrælahalds í Frakklandi. Hinir síðarnefndu benda á að eftir aftöku Robespierre hafi aðgerðum til að berjast við fátækt í fyrsta franska lýðveldinu verið snarhætt.
 
Orðstír Robespierre hefur verið endurmetinn nokkrum sinnum. Á tímum [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] þótti hann gott dæmi um hugrakkan byltingarmann. Á þriðja áratug tuttugustu aldar fór gott orð af honum vegna rannsókna franska sagnfræðingsins [[Albert Mathiez]]. Orðstír hans hefur aftur beðið hnekki á seinni tímum og er nú yfirleitt litið á Robespierre sem pólitískan hreinsunarmann sem beitti ofbeldi til að skapa rými fyrir pólitíska rétttrúnaðarstefnu.

Leiðsagnarval