„Halldór Laxness“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Stillbusy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Stillbusy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 17: Lína 17:
Árið 1905 seldi Guðjón húsið sitt í Reykjavík og keypti jörðina Laxnes í Mosfellsdal sem er 20 kílómetrum frá Reykjavík. Þangað fluttist Halldór með foreldrum sínum og móðurömmu, Guðnýju Klængsdóttur (18. febrúar 1832 - 21. mars 1924<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5631093 Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002] </ref>), ásamt vinnukonu og vinnumanni. Oftast var þó fleira fólk í Laxnesi, bæði gestir og vinnu- og kaupafólk, og þar var alltaf nóg að gera. Halldóri fannst það gæfa hans að hafa fengið að reyna að búa á stóru sveitaheimili og svo virðist sem hann hafi alist upp við góðar aðstæður í Laxnesi.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 17–19.</ref>{{tilvitnun2|Halldór segir í bréfi til Stefáns Einarssonar að samkomulag á heimilinu hafi ávallt verið gott og í minningasögunni Í túninu heima segir hann: „á þessari liðnu tíð kom hlýtt hjartalag, grandvör framkoma og virðíng fyrir náúnganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu; þar var sú fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt og alt.|Halldór Guðmundsson (2004): 19.}}
Árið 1905 seldi Guðjón húsið sitt í Reykjavík og keypti jörðina Laxnes í Mosfellsdal sem er 20 kílómetrum frá Reykjavík. Þangað fluttist Halldór með foreldrum sínum og móðurömmu, Guðnýju Klængsdóttur (18. febrúar 1832 - 21. mars 1924<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5631093 Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002] </ref>), ásamt vinnukonu og vinnumanni. Oftast var þó fleira fólk í Laxnesi, bæði gestir og vinnu- og kaupafólk, og þar var alltaf nóg að gera. Halldóri fannst það gæfa hans að hafa fengið að reyna að búa á stóru sveitaheimili og svo virðist sem hann hafi alist upp við góðar aðstæður í Laxnesi.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 17–19.</ref>{{tilvitnun2|Halldór segir í bréfi til Stefáns Einarssonar að samkomulag á heimilinu hafi ávallt verið gott og í minningasögunni Í túninu heima segir hann: „á þessari liðnu tíð kom hlýtt hjartalag, grandvör framkoma og virðíng fyrir náúnganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu; þar var sú fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt og alt.|Halldór Guðmundsson (2004): 19.}}


Halldór Guðjónsson byrjaði að skrifa sem barn og fékk ungur áhuga á íslenskri tungu og beitti sér fyrir málrækt í Mosfellsdalnum. Hann gaf út fyrstu bók sína, ''[[Barn náttúrunnar]]'', 1919 þá aðeins 17 ára gamall. Hann skrifaði bókina þegar hann var 16 ára og sat þá frekar á [[Landsbókasafnið|Landsbókasafninu]] að skrifa en að mæta í skólann. ''Barn náttúrunnar'' gaf glöggum bókarýnum fyrirheit um það sem koma skyldi.<ref>Ólafur Ragnarsson (2002): 75–130.</ref>
Halldór byrjaði að skrifa sem barn og fékk ungur áhuga á íslenskri tungu og beitti sér fyrir málrækt í Mosfellsdalnum. Hann gaf út fyrstu bók sína, ''[[Barn náttúrunnar]]'', 1919 þá aðeins 17 ára gamall. Hann skrifaði bókina þegar hann var 16 ára og sat þá frekar á [[Landsbókasafnið|Landsbókasafninu]] að skrifa en að mæta í skólann. ''Barn náttúrunnar'' gaf glöggum bókarýnum fyrirheit um það sem koma skyldi.<ref>Ólafur Ragnarsson (2002): 75–130.</ref>


Þegar Halldór var ungur maður fór hann að ferðast og dvaldi meðal annars í [[Bandaríkin|Vesturheimi]] á árunum 1927–1929. Hann var í [[klaustur|klaustri]] í [[Lúxemborg]] frá desember 1922 fram til haustsins 1923. Í klaustrinu tók hann [[kaþólsk trú|kaþólska trú]] og var skírður og fermdur til kaþólskrar kirkju 6. janúar 1923.<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): af myndasíðum á milli bls. 64–65.</ref>
Þegar Halldór var ungur maður fór hann að ferðast og dvaldi meðal annars í [[Bandaríkin|Vesturheimi]] á árunum 1927–1929. Hann var í [[klaustur|klaustri]] í [[Lúxemborg]] frá desember 1922 fram til haustsins 1923. Í klaustrinu tók hann [[kaþólsk trú|kaþólska trú]] og var skírður og fermdur til kaþólskrar kirkju 6. janúar 1923.<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): af myndasíðum á milli bls. 64–65.</ref>
Lína 24: Lína 24:


Halldór var tvíkvæntur. Árið 1930 giftist hann Ingibjörgu Einarsdóttur (3. maí 1908 - 22. janúar 1994<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/123789/ Morgunblaðið, 2. febrúar 1994]</ref>) og með henni átti hann soninn Einar (9. ágúst 1931 - 23. maí 2016<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/05/25/andlat_einar_laxness/ Morgunblaðið, 25. maí 2016]</ref>). Þau slitu samvistir 1940. Halldór kynntist seinni konu sinni, Auði Sveinsdóttur (30. júní 1918 - 29. október 2012<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/30/audur_sveinsdottir_laxness_latin/ Morgunblaðið, 30. október 2012]</ref>), á [[Laugarvatn|Laugarvatni]] 1939. Samkvæmt frásögn ævisöguritara Halldórs Laxness, [[Halldór Guðmundsson|Halldóri Guðmundssyni]], vildi Halldór fara rólega í sakirnar, og fyrstu árin eftir að þau byrjuðu að vera saman þurfti Auður að bíða þolinmóð eftir honum.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 439–440.</ref> Halldór Guðmundsson segir svo frá að Auður hafi verið tilbúin til þess að færa fórnir fyrir Halldór og getað létt áhyggjum af skáldinu, hún var konan sem Halldór dreymdi um.<ref>Halldór Guðmundsson. Halldór Laxness, ævisaga, bls. 501.</ref> Auður og Halldór giftu sig hjá [[borgarfógeti|borgarfógeta]] 24. desember 1945. Þau fluttu að [[Gljúfrasteinn|Gljúfrasteini]] árið 1945 en það hús létu hjónin byggja. Það var draumur Halldórs að eignast heimili á sínum bernskuslóðum og þau fengu arkitektinn [[Ágúst Pálsson]] ([[:en:Ágúst Pálsson|en]]) til þess að teikna húsið<ref>https://en.wikipedia.org/wiki/Ágúst_Pálsson</ref>. Auður sá að mestu um að fylgjast með húsasmíðunum á meðan Halldór einbeitti sér að skrifum.<ref>Ólafur Ragnarsson (2007). 72–75.</ref> Halldór og Auður eignuðust tvær dætur - Sigríði (*26. maí 1951) og Guðnýju (*23. janúar 1954).<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 557–578.</ref>
Halldór var tvíkvæntur. Árið 1930 giftist hann Ingibjörgu Einarsdóttur (3. maí 1908 - 22. janúar 1994<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/123789/ Morgunblaðið, 2. febrúar 1994]</ref>) og með henni átti hann soninn Einar (9. ágúst 1931 - 23. maí 2016<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/05/25/andlat_einar_laxness/ Morgunblaðið, 25. maí 2016]</ref>). Þau slitu samvistir 1940. Halldór kynntist seinni konu sinni, Auði Sveinsdóttur (30. júní 1918 - 29. október 2012<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/30/audur_sveinsdottir_laxness_latin/ Morgunblaðið, 30. október 2012]</ref>), á [[Laugarvatn|Laugarvatni]] 1939. Samkvæmt frásögn ævisöguritara Halldórs Laxness, [[Halldór Guðmundsson|Halldóri Guðmundssyni]], vildi Halldór fara rólega í sakirnar, og fyrstu árin eftir að þau byrjuðu að vera saman þurfti Auður að bíða þolinmóð eftir honum.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 439–440.</ref> Halldór Guðmundsson segir svo frá að Auður hafi verið tilbúin til þess að færa fórnir fyrir Halldór og getað létt áhyggjum af skáldinu, hún var konan sem Halldór dreymdi um.<ref>Halldór Guðmundsson. Halldór Laxness, ævisaga, bls. 501.</ref> Auður og Halldór giftu sig hjá [[borgarfógeti|borgarfógeta]] 24. desember 1945. Þau fluttu að [[Gljúfrasteinn|Gljúfrasteini]] árið 1945 en það hús létu hjónin byggja. Það var draumur Halldórs að eignast heimili á sínum bernskuslóðum og þau fengu arkitektinn [[Ágúst Pálsson]] ([[:en:Ágúst Pálsson|en]]) til þess að teikna húsið<ref>https://en.wikipedia.org/wiki/Ágúst_Pálsson</ref>. Auður sá að mestu um að fylgjast með húsasmíðunum á meðan Halldór einbeitti sér að skrifum.<ref>Ólafur Ragnarsson (2007). 72–75.</ref> Halldór og Auður eignuðust tvær dætur - Sigríði (*26. maí 1951) og Guðnýju (*23. janúar 1954).<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 557–578.</ref>

Þegar Halldór var orðinn gamall maður og heilsunni farið að hraka fluttist hann á [[Reykjalundur|Reykjalund]]. Þar var hann í fjögur ár og sífellt meira bundinn við rúmið. Halldór Laxness lést 8. febrúar 1998, þá orðinn 95 ára. Í Morgunblaðinu birtist grein eftir [[Mattías Johannessen]] skáld þar sem hann sagði meðal annars:{{tilvitnun2|Þann dag sem Íslendingar gleyma ritsnilld Halldórs Kiljans Laxness gegna þeir ekki lengur hlutverki sínu sem þjóð.|Mattías Johannessen<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): 345–347.</ref>}}


== Viðurkenning ==
== Viðurkenning ==
Árið 1955 var Halldór Laxness sæmdur [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaununum]]. Það var í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] sem Halldór veitti verðlaununum viðtöku frá þáverandi konungi Svía, [[Gústaf 6. Adólf|Gústaf VI. Adolf]], nánar tiltekið í Hljómleikahúsinu við Kóngsgötuna. Nóbelsverðlaunin höfðu strax jákvæð áhrif, og bækurnar Halldórs voru í kjölfarið þýddar á fleiri tungumál og menn sem höfðu ekki gefið verkunum gaum áður kynntu sér bækurnar hans. Verðlaunin, Nóbelsskjalið og gullpeningurinn eru varðveitt í [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafninu]] og í myntsafni [[Seðlabanki Íslands|seðlabankans]].<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): 183–201.</ref>
Halldór Laxness fékk fjöldan allan af viðurkenningum fyrir ritstörf sín. [[Nóbelsverðlaun]]in eru hvað merkilegust en dæmi um aðrar viðurkenningar sem honum hlotnuðust voru; [[Menningarverðlaun ASF]], [[Silfurhesturinn]] (bókmenntaverðlaun dagblaðanna) og virt dönsk verðlaun, kennd við [[Martin Andersen Nexö]], svo nokkur séu nefnd. Árið 1968, þegar Aabo háskólinn í [[Finnland]]i átti 50 ára afmæli var Halldór gerður að [[heiðursdoktor]] við skólann.


Auk Nóbelsverðlauna fékk Halldór Laxness fjöldan allan af viðurkenningum fyrir ritstörf sín, en dæmi um aðrar viðurkenningar sem honum hlotnuðust voru: Menningarverðlaun ASF, [[Silfurhesturinn]] (bókmenntaverðlaun dagblaðanna) og virt dönsk verðlaun kennd við [[Martin Andersen Nexö]] ([[wikipedia:Martin_Andersen_Nexø|en]]), svo nokkur séu nefnd. Árið 1968 var Halldór gerður að [[heiðursdoktor]] við Aabo háskólann í [[Finnland]]i í tilefni 50 ára afmælis skólans.
Árið 1955 var Laxness sæmdur [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaununum]] og það hafði strax jákvæð áhrif. Bækurnar voru í kjölfarið þýddar á fleiri tungumál og menn sem höfðu ekki gefið verkunum gaum áður fóru og kynntu sér bækurnar. Það var í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] sem Halldór veitti verðlaununum viðtöku frá þáverandi konungi Svía, [[Gústaf VI Adolf]], nánar tiltekið í Hljómleikahúsinu við Kóngsgötuna. Verðlaunin, Nóbelsskjalið og gullpeningurinn eru varðveitt í [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafninu]] og í myntsafni [[Seðlabanki Íslands|seðlabankans]].<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): 183–201.</ref>


== Stíll ==
== Stíll ==
Lína 35: Lína 37:


Þegar Halldór var ungur umgengst hann mikið eldra fólk og talsmáti hans varð þess vegna háfleyglegur.<ref>Ólafur Ragnarsson (2002): 75.</ref> Hann ræktaði tungumálið meira en aðrir höfundar og notaði öðruvísi stafsetningu til þess að ná fram ákveðnum stíl í textann sem og mörg áhugaverð orð.<ref>Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Um ævi og verk Halldórs Laxness: 212–217.</ref>
Þegar Halldór var ungur umgengst hann mikið eldra fólk og talsmáti hans varð þess vegna háfleyglegur.<ref>Ólafur Ragnarsson (2002): 75.</ref> Hann ræktaði tungumálið meira en aðrir höfundar og notaði öðruvísi stafsetningu til þess að ná fram ákveðnum stíl í textann sem og mörg áhugaverð orð.<ref>Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Um ævi og verk Halldórs Laxness: 212–217.</ref>

Þegar Halldór var orðinn gamall maður og heilsunni farið að hraka fluttist hann á [[Reykjalundur|Reykjalund]]. Þar var hann í fjögur ár og sífellt meira bundinn við rúmið. Halldór Laxness lést 8. febrúar 1998 þá orðinn 95 ára. Í Morgunblaðinu birtist grein eftir [[Mattías Johannessen]] skáld þar sem hann sagði meðal annars: {{tilvitnun2|Þann dag sem Íslendingar gleyma ritsnilld Halldórs Kiljans Laxness gegna þeir ekki lengur hlutverki sínu sem þjóð.|Mattías Johannessen<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): 345–347.</ref>}}


== Deilur um ævisögu Laxness ==
== Deilur um ævisögu Laxness ==

Útgáfa síðunnar 25. maí 2017 kl. 23:32

Halldór árið 1955

Halldór (Kiljan) Laxness (23. apríl 1902 - 8. febrúar 1998) var íslenskur rithöfundur og skáld, jafnan talinn einn helsti íslenski rithöfundurinn á 20. öld.

Hann byrjaði snemma að lesa bækur og skrifa sögur, og þegar hann var 14 ára gamall fékk hann sína fyrstu grein birta í Morgunblaðinu undir nafninu H.G. Ekki löngu síðar birti hann grein í sama blaði undir sínu eigin nafni og var sú grein um gamla klukku.

Á ferli sínum skrifaði Halldór skáldsögur, smásögur, margar blaðagreinar, samdi ljóð, leikrit, þýddi bækur yfir á íslensku og fleira. Halldór hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955.

Frá árinu 1945 átti Halldór fast heimili á Gljúfrasteini í Mosfellssveit. Að frumkvæði Davíðs Oddsonar, forsætisráðherra, keypti ríkissjóður Gljúfrastein af Auði Laxness, ekkju Halldórs, og opnaði þar safn til minningar um skáldið haustið 2004. Auður gaf safninu innbú þeirra hjóna.

Nafn

Halldór Laxness fæddist sem Halldór Guðjónsson. Árið 1905 hóf fjölskylda hans búskap að Laxnesi í Mosfellssveit, og kenndi Halldór sig við þann bæ æ síðar.[1] Millinafnið Kiljan tók hann upp þegar hann skírðist til kaþólskrar trúar.[2]

Ævi

Málverk af Halldóri Laxness eftir Einar Hákonarson frá 1984

Halldór var elstur í þriggja systkina hópi, en yngri voru systur hans, Sigríður (28. apríl 1909 - 18. ágúst 1966[3]) og Helga (5. maí 1912 - 15. janúar 1992[4]). Foreldrar Halldórs voru Guðjón Helgi Helgason (23. október 1870 - 19. júní 1919) og Sigríður Halldórsdóttir (27. október 1872 - 17. september 1951)[5]. Guðjón var af fátækum ættum og vann meðal annars í vegavinnu um allt Ísland og fékk fyrir það þokkaleg laun. Sigríður móðir Halldórs var ættuð frá Ölfusi, hún fluttist ung til Reykjavíkur þar sem hún og Guðjón kynntust svo síðar.[6]

Árið 1905 seldi Guðjón húsið sitt í Reykjavík og keypti jörðina Laxnes í Mosfellsdal sem er 20 kílómetrum frá Reykjavík. Þangað fluttist Halldór með foreldrum sínum og móðurömmu, Guðnýju Klængsdóttur (18. febrúar 1832 - 21. mars 1924[7]), ásamt vinnukonu og vinnumanni. Oftast var þó fleira fólk í Laxnesi, bæði gestir og vinnu- og kaupafólk, og þar var alltaf nóg að gera. Halldóri fannst það gæfa hans að hafa fengið að reyna að búa á stóru sveitaheimili og svo virðist sem hann hafi alist upp við góðar aðstæður í Laxnesi.[8]

Halldór segir í bréfi til Stefáns Einarssonar að samkomulag á heimilinu hafi ávallt verið gott og í minningasögunni Í túninu heima segir hann: „á þessari liðnu tíð kom hlýtt hjartalag, grandvör framkoma og virðíng fyrir náúnganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu; þar var sú fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt og alt.
 
— Halldór Guðmundsson (2004): 19.

Halldór byrjaði að skrifa sem barn og fékk ungur áhuga á íslenskri tungu og beitti sér fyrir málrækt í Mosfellsdalnum. Hann gaf út fyrstu bók sína, Barn náttúrunnar, 1919 þá aðeins 17 ára gamall. Hann skrifaði bókina þegar hann var 16 ára og sat þá frekar á Landsbókasafninu að skrifa en að mæta í skólann. Barn náttúrunnar gaf glöggum bókarýnum fyrirheit um það sem koma skyldi.[9]

Þegar Halldór var ungur maður fór hann að ferðast og dvaldi meðal annars í Vesturheimi á árunum 1927–1929. Hann var í klaustri í Lúxemborg frá desember 1922 fram til haustsins 1923. Í klaustrinu tók hann kaþólska trú og var skírður og fermdur til kaþólskrar kirkju 6. janúar 1923.[10]

Frumburð sinn, Maríu (10. apríl 1923 - 19. mars 2016[11]), eignaðist Halldór með Málfríði Jónsdóttur (29. ágúst 1896 - 7. nóvember 2003[12]) sem hann hafði kynnst sumarið 1922 í Rönne á Borgundarhólmi; þau giftust samt ekki. Í lok ævi sinnar var Málfríður elsti lifandi Íslendingurinn.

Halldór var tvíkvæntur. Árið 1930 giftist hann Ingibjörgu Einarsdóttur (3. maí 1908 - 22. janúar 1994[13]) og með henni átti hann soninn Einar (9. ágúst 1931 - 23. maí 2016[14]). Þau slitu samvistir 1940. Halldór kynntist seinni konu sinni, Auði Sveinsdóttur (30. júní 1918 - 29. október 2012[15]), á Laugarvatni 1939. Samkvæmt frásögn ævisöguritara Halldórs Laxness, Halldóri Guðmundssyni, vildi Halldór fara rólega í sakirnar, og fyrstu árin eftir að þau byrjuðu að vera saman þurfti Auður að bíða þolinmóð eftir honum.[16] Halldór Guðmundsson segir svo frá að Auður hafi verið tilbúin til þess að færa fórnir fyrir Halldór og getað létt áhyggjum af skáldinu, hún var konan sem Halldór dreymdi um.[17] Auður og Halldór giftu sig hjá borgarfógeta 24. desember 1945. Þau fluttu að Gljúfrasteini árið 1945 en það hús létu hjónin byggja. Það var draumur Halldórs að eignast heimili á sínum bernskuslóðum og þau fengu arkitektinn Ágúst Pálsson (en) til þess að teikna húsið[18]. Auður sá að mestu um að fylgjast með húsasmíðunum á meðan Halldór einbeitti sér að skrifum.[19] Halldór og Auður eignuðust tvær dætur - Sigríði (*26. maí 1951) og Guðnýju (*23. janúar 1954).[20]

Þegar Halldór var orðinn gamall maður og heilsunni farið að hraka fluttist hann á Reykjalund. Þar var hann í fjögur ár og sífellt meira bundinn við rúmið. Halldór Laxness lést 8. febrúar 1998, þá orðinn 95 ára. Í Morgunblaðinu birtist grein eftir Mattías Johannessen skáld þar sem hann sagði meðal annars:

Þann dag sem Íslendingar gleyma ritsnilld Halldórs Kiljans Laxness gegna þeir ekki lengur hlutverki sínu sem þjóð.
 
— Mattías Johannessen[21]

Viðurkenning

Árið 1955 var Halldór Laxness sæmdur Nóbelsverðlaununum. Það var í Stokkhólmi sem Halldór veitti verðlaununum viðtöku frá þáverandi konungi Svía, Gústaf VI. Adolf, nánar tiltekið í Hljómleikahúsinu við Kóngsgötuna. Nóbelsverðlaunin höfðu strax jákvæð áhrif, og bækurnar Halldórs voru í kjölfarið þýddar á fleiri tungumál og menn sem höfðu ekki gefið verkunum gaum áður kynntu sér bækurnar hans. Verðlaunin, Nóbelsskjalið og gullpeningurinn eru varðveitt í Þjóðminjasafninu og í myntsafni seðlabankans.[22]

Auk Nóbelsverðlauna fékk Halldór Laxness fjöldan allan af viðurkenningum fyrir ritstörf sín, en dæmi um aðrar viðurkenningar sem honum hlotnuðust voru: Menningarverðlaun ASF, Silfurhesturinn (bókmenntaverðlaun dagblaðanna) og virt dönsk verðlaun kennd við Martin Andersen Nexö (en), svo nokkur séu nefnd. Árið 1968 var Halldór gerður að heiðursdoktor við Aabo háskólann í Finnlandi í tilefni 50 ára afmælis skólans.

Stíll

Legsteinn Halldórs Laxness við Mosfellskirkju í Mosfellsdal

Halldór hafði sterkar stjórnmálalegar skoðanir og skrifaði til að mynda Halldór tvær bækur um Sovétríkin sem ætlaðar voru til varnaðar þjóðskipulagi landsins.[23] Skrif skáldsins um hag íslensku þjóðarinnar vöktu ávallt athygli, landinn reiddist honum ýmist eða varð snortinn yfir einlægni hans.[24]

Þegar Halldór var ungur umgengst hann mikið eldra fólk og talsmáti hans varð þess vegna háfleyglegur.[25] Hann ræktaði tungumálið meira en aðrir höfundar og notaði öðruvísi stafsetningu til þess að ná fram ákveðnum stíl í textann sem og mörg áhugaverð orð.[26]

Deilur um ævisögu Laxness

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor sagði frá því opinberlega sumarið 2003, að hann væri að skrifa ævisögu Laxness, en í kjölfarið reyndi Auður Laxness að meina honum aðgang að bréfasafni skáldsins á handritadeild Þjóðarbókhlöðunnar og tókst það.[27] Ástæðan var sú að hún taldi Hannes ekki færan um að skrifa óhlutdræga ævisögu Laxness. Eftir að fyrsta bindi ævisögunnar Halldór kom út gagnrýndu Helga Kress, prófessor, og fleiri Hannes harðlega fyrir að fara frjálslega með tilvitnanir í texta skáldsins án þess að geta heimilda.[28] Hannes hefur síðar viðurkennt í viðtölum að hann hefði átt að geta heimilda í ríkara mæli en hann gerði.

Haustið 2004 höfðaði Auður mál gegn Hannesi fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Hannes var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur 2006 en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og þar var Hannes dæmdur árið 2008 fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs Laxness. Var honum gert að greiða 1,5 milljónir króna í fébætur og 1,6 milljónir í málskostnað.

Auður Laxness og fjölskylda hennar hefur lagt blessun sína yfir ævisögu skáldsins, sem rituð var af Halldóri Guðmundssyni, rithöfundi, og veitti honum góðfúslega aðgang að bréfasafni og gögnum, sem voru í vörslu fjölskyldunnar.

Meint afskipti íslenskra ráðamanna af útgáfu rita Laxness í Bandaríkjununm

Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir skáldsins, sagði í Kastljósþætti sjónvarpsins 18. mars 2007Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefði lagt stein í götu föður síns sem varð til þess að honum reyndist illmögulegt að gefa út bækur sínar í Bandaríkjunum.

Verk

Torg í Taormina á Sikiley þar sem Halldór vann að Vefaranum mikla frá Kasmír

Halldór skrifaði fjölmörg skáldverk, þýddi verk annarra yfir á íslensku og sendi frá sér greinar í dagblöð og tímarit. Alls skrifaði hann 13 stórar skáldsögur; Brekkukotsannál, Gerplu, Atómstöðina, Heimsljós I og II, Íslandsklukkuna, Kristnihald undir Jökli, Söguna af brauðinu dýra, Sölku Völku I og II, Sjálfstætt fólk I og II, Smásögur (öllum smásögum skáldsins safnað saman í eina bók), Vefarann mikla frá Kasmír og Guðsgjafarþula var svo síðasta skáldsagan sem hann skrifaði. Einnig orti Halldór ýmiskonar kvæði og gaf út fjórar minningasögur, ein þeirra er bókin Í túninu heima.[29] Auk þess samdi hann fimm leikrit og leikgerð að einni skáldsögu, en fyrsta leikritið samdi Laxness ekki fyrr en hann var orðinn þroskaður höfundur, Straumrof, 1934.[30]

Verk Halldórs eru fjölbreytt og hafa komið út í meira en 500 útgáfum og á 43 tungumálum auk móðurmálsins. Halldór þýddi verk frá öðrum og þar má nefna Birtíng eftir Voltaire, Vopnin kvödd eftir Ernest Hemingway og Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson.[31]

Skáldsögur

Smásögur

Leikrit

Ljóð

Ritgerðir og greinar

Ferðasögur

Minningasögur

Kvikmyndir gerðar eftir bókum Laxness

Tilvísanir

  1. Heimir Pálsson (1998): 65.
  2. Heimir Pálsson (1998): 65.
  3. Morgunblaðið, 25. ágúst 1966
  4. Morgunblaðið, 23. janúar 1992
  5. DV, 14. febrúar 1998
  6. Halldór Guðmundsson (2004): 7–14.
  7. Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002
  8. Halldór Guðmundsson (2004): 17–19.
  9. Ólafur Ragnarsson (2002): 75–130.
  10. Ólafur Ragnarsson (2007): af myndasíðum á milli bls. 64–65.
  11. Morgunblaðið, 31. mars 2016
  12. Morgunblaðið, 13. nóvember 2003
  13. Morgunblaðið, 2. febrúar 1994
  14. Morgunblaðið, 25. maí 2016
  15. Morgunblaðið, 30. október 2012
  16. Halldór Guðmundsson (2004): 439–440.
  17. Halldór Guðmundsson. Halldór Laxness, ævisaga, bls. 501.
  18. https://en.wikipedia.org/wiki/Ágúst_Pálsson
  19. Ólafur Ragnarsson (2007). 72–75.
  20. Halldór Guðmundsson (2004): 557–578.
  21. Ólafur Ragnarsson (2007): 345–347.
  22. Ólafur Ragnarsson (2007): 183–201.
  23. Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Um ævi og verk Halldórs Laxness: 129–131.
  24. Laxness.is. Sótt 22.4.2009.
  25. Ólafur Ragnarsson (2002): 75.
  26. Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Um ævi og verk Halldórs Laxness: 212–217.
  27. Skriflegt leyfi þarf til að skoða skjöl Halldórs Laxness í Þjóðarbókhlöðunni Morgunblaðið
  28. „Eftir hvern“; Helga Kress tók saman
  29. Laxness.is. Sótt 22.4.2009.
  30. Gljúfrasteinn, Hús skáldsins. Kvikmyndadraumar. Sótt 23.4.2009.
  31. Gljúfrasteinn, Húss skáldsins. Skáldið. Sótt 23.4.2009.

Heimildir

  • Heimir Pálsson (1998). Sögur, ljóð og líf. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-1306-X. bls. 65
  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2003. Halldór. (Reykjavík: Almenna bókafélagið).
  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2004. Kiljan. (Reykjavík: Almenna bókafélagið).
  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2005. Laxness. (Reykjavík: Almenna bókafélagið).
  • Halldór Guðmundsson. 2004. Halldór Laxness. (Reykjavík: JPV). Sjá hér
  • Heimir Pálsson. Sögur, ljóð og líf (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1998).
  • Ólafur Ragnarsson. Halldór Laxness: Líf í skáldskap (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2002).
  • Ólafur Ragnarsson. Til fundar við skáldið, Halldór Laxness (Reykjavík: Veröld, 2007).
  • Ritaskrá. 2004, 12. mars. Sjá: http://www2.mbl.is/mm/serefni/laxness/ritaskra.html
  • Halldór Laxness. 2004, 12. mars. Sjá: http://www2.mbl.is/mm/serefni/laxness/

Tengt efni

Tenglar

Verk Laxness á netinu

Greinar um Laxness

Viðtöl við Laxness