„Íslamska ríkið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 157.157.117.73 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Lína 5: Lína 5:
'''Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær''' ([[arabíska]]: الدولة الإسلامية في العراق والشام‎ ''ad-Dawlah al-Islāmiyah fī 'l-ʿIrāq wa-sh-Shām'', skammstafað ''Daesh'') eða einfaldlega '''Íslamska ríkið''', '''ISIL''' eða '''ISIS''', eru [[salafismi|salafísk]] skæruliðasamtök sem hafa lýst yfir stofnun [[súnní]]-[[íslam]]sks [[ríkis]] og [[kalífadæmi]]s. Samtökin ráða yfir stóru landsvæði í [[Írak]] og [[Sýrland]]i þar sem búa um tíu milljónir manna og ræður auk þess að nafninu til yfir litlum svæðum í [[Líbýa|Líbýu]] og [[Nígería|Nígeríu]]. Samtökin hafa verið virk í [[Uppreisnin í Írak (2003-)|Uppreisninni í Írak]] og [[Sýrlenska borgarastyrjöldin|Sýrlensku borgarastyrjöldinni]]. Skæruliðasamtök í Líbýu, [[Alsír]], [[Afganistan]], [[Jemen]] og Nígeríu hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið.
'''Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær''' ([[arabíska]]: الدولة الإسلامية في العراق والشام‎ ''ad-Dawlah al-Islāmiyah fī 'l-ʿIrāq wa-sh-Shām'', skammstafað ''Daesh'') eða einfaldlega '''Íslamska ríkið''', '''ISIL''' eða '''ISIS''', eru [[salafismi|salafísk]] skæruliðasamtök sem hafa lýst yfir stofnun [[súnní]]-[[íslam]]sks [[ríkis]] og [[kalífadæmi]]s. Samtökin ráða yfir stóru landsvæði í [[Írak]] og [[Sýrland]]i þar sem búa um tíu milljónir manna og ræður auk þess að nafninu til yfir litlum svæðum í [[Líbýa|Líbýu]] og [[Nígería|Nígeríu]]. Samtökin hafa verið virk í [[Uppreisnin í Írak (2003-)|Uppreisninni í Írak]] og [[Sýrlenska borgarastyrjöldin|Sýrlensku borgarastyrjöldinni]]. Skæruliðasamtök í Líbýu, [[Alsír]], [[Afganistan]], [[Jemen]] og Nígeríu hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið.


[[Sameinuðu þjóðirnar]] hafa sakað Íslamska ríkið um [[stríðsglæpir|stríðsglæpi]] og [[mannréttindabrot]] og [[Amnesty International]] hefur talað um [[þjóðernishreinsanir]] á „sögulegum skala“. Fjöldi ríkja, Sameinuðu þjóðirnar og [[Evrópusambandið]] hafa lýst samtökin [[hryðjuverk]]asamtök. Yfir 60 lönd eiga beint eða óbeint í sólblóm í haga oliwki i stringy
[[Sameinuðu þjóðirnar]] hafa sakað Íslamska ríkið um [[stríðsglæpir|stríðsglæpi]] og [[mannréttindabrot]] og [[Amnesty International]] hefur talað um [[þjóðernishreinsanir]] á „sögulegum skala“. Fjöldi ríkja, Sameinuðu þjóðirnar og [[Evrópusambandið]] hafa lýst samtökin [[hryðjuverk]]asamtök. Yfir 60 lönd eiga beint eða óbeint í stríði við Íslamska ríkið.


==Uppruni==
==Uppruni==

Útgáfa síðunnar 6. janúar 2017 kl. 11:38

Fáni
Kort sem sýnir yfirráðasvæði Íslamska ríkisins (grátt) í september 2015
Loftárás á ISIS í kúrdíska bænum Kobane.

Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær (arabíska: الدولة الإسلامية في العراق والشام‎ ad-Dawlah al-Islāmiyah fī 'l-ʿIrāq wa-sh-Shām, skammstafað Daesh) eða einfaldlega Íslamska ríkið, ISIL eða ISIS, eru salafísk skæruliðasamtök sem hafa lýst yfir stofnun súnní-íslamsks ríkis og kalífadæmis. Samtökin ráða yfir stóru landsvæði í Írak og Sýrlandi þar sem búa um tíu milljónir manna og ræður auk þess að nafninu til yfir litlum svæðum í Líbýu og Nígeríu. Samtökin hafa verið virk í Uppreisninni í Írak og Sýrlensku borgarastyrjöldinni. Skæruliðasamtök í Líbýu, Alsír, Afganistan, Jemen og Nígeríu hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið.

Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað Íslamska ríkið um stríðsglæpi og mannréttindabrot og Amnesty International hefur talað um þjóðernishreinsanir á „sögulegum skala“. Fjöldi ríkja, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa lýst samtökin hryðjuverkasamtök. Yfir 60 lönd eiga beint eða óbeint í stríði við Íslamska ríkið.

Uppruni

Í kjölfar innrásar Bandaríkjanna árið 2003 urðu súnní-múslimar, sem voru hluti af ríkjandi valdhöfum, valdalausari og sjía-múslimar fengu aukin völd. Þetta leiddi til ólgu og meiri róttækni innan súnní-samfélaga. Abu Musab Zarqawi, upprunalega frá Jórdaníu, var leiðtogi hóps sem rekja má til ársins 1999 og var tengdur Al-Kaída. Hann gerði árásir á sjía-múslima og bandaríska herliðið. Hann sór eið til Al-Kaída samtakanna. Zarqawi var myrtur í loftárás BNA árið 2006 en eftir dauða hans stofnuðu róttækir uppreisnarmenn súnníta Íslamska ríkið í Írak sem átti að sameina Al-Kaída og önnur róttæk öfl. Leiðtogar þeirra voru drepnir af BNA í árás árið 2010 og uppreisnarmennirnir hörfuðu og urðu æ einangraðari. Leifar af þessum uppreisnarmönnum voru leiddir af Ibrahim Awad al-Badri sem síðar kallaði sig, Abu Bakr al-Baghdadi eftir fyrsta arftaka Múhameðs. Baghdadi hafði verið í fangabúðum BNA, Camp Bucca, árið 2004 þar sem hann byggði upp tengsl við róttæka súnníta.

Árið 2011 opnaðist fyrir landamærin í Sýrlandi vegna borgarastríðs þar og Baghdadi og fylgismenn nýttu tækifærið og fóru inn í landið. Þar fundu þeir fyrir róttæka súnní múslima, andstæðinga Bashar Al-Assads Sýrlandsforseta, og stofnuðu Al-Nusra samtökin. Bandaríski herinn yfirgaf Írak árið 2011 og undir nýjum forseta Nouri Maliki sem var sjíi fannst súnníum þeir vera enn meir jaðarsettir. Árið 2013 lýsti Baghdadi yfir að Al-Nusra væri undir sínum væng og stofnaði til Íslamska ríkis Íraks og Sýrland (ISIS). Síðar voru átök milli Al-Nusra og ISIS og sumir úr Al-Nusra gengu yfir í ISIS. Al Kaída höfnuðu ISIS árið 2014 því þeim fannst þeir hafa of ofsafengnar aðferðir. [1]

Framgangur

Í janúar 2014 náðu ISIS undir sig Fallujah og í júní Mósúl, annarri stærstu borg Íraks. Samtökin náðu vopnabúri íraska hersins þar sem styrkti stöðu þeirra heilmikið. Síðar fóru niður Tígris dal og náðu undir sig borginni Tikrit og smærri bæjum. Sjía múslimar voru teknir af lífi. Þau lýstu þau það yfir að það hefði stofnað kalífadæmi þar sem þeirra túlkanir á sharíalögum væru í gildi. Í Sýrlandi höfðu ISIS lagt undir sig borgina Al-Raqqah og er borgin stundum litin sem höfuðvígi samtakanna.

Síðar héldu þeir norður til Kúrdahéraða, og á svæði Jasída, borginni Sinjar. Karlmenn jasída sem náðu ekki að flýja voru drepnir. Konur og börn voru tekin föngnum, sumar konur í kynlífsþrælkun.

Liðsmenn ISIS sátu um kúrdísku borgina Kobane í september 2014. Umsátrið varði lengi og borgin var illa farin eftir átökin. Bandaríkjamenn blönduðu sér inn í átökin og sprengdu svæði ISIS í borginni.

Vestrænir blaðamenn og hjálparstarfsmenn hafa verið myrtir af samtökunum.

Þróun 2015-2016

Haustið 2015 voru framin hryðjuverk þar sem gjörningsmennirnir sögðust hafa framið þau fyrir samtökin: Í Egyptalandi var flugvél sprengd í miðju lofti þar sem meira en 200 létust og í París drápu byssumenn um 130 manns. Bandaríkjamenn höfðu gert loftárásir á samtökin fram að þessu en Frakkar skárust í leikinn tímabundið. Rússland einnig en þeir ráðast auk þess á aðra andstæðinga Assads forseta Sýrlands.

Ramadi, höfuðborg Anbar héraðs, var endurheimt í lok 2015 eftir talsvert umsátur og eyðileggingu. Samtökin höfðu um mitt ár 2016 tapað um þriðjung af svæði sínu þegar að var umfangsmest.

Haustið 2016 var réðst íraski stjórnarherinn í Mósúl, Írak. Einnig réðust Kúrdar og fleiri á borgina Al-Raqqah, Sýrlandi, sem talið er höfuðvígi ISIS.

ISIS í öðrum löndum

Skæruliðar í Líbíu voru fyrstir til að sverja hollustu við samtökin árið 2014 og stuttu eftir í Egyptalandi, nánar tiltekið Sinaískaga. Boko Haram í Nígeríu fylgdi fordæminu árið 2015. Hópar frá Jemen og Afghanistan hafa einnig lýst yfir stuðningi við ISIS.

Starfsemi

ISIS gefur út vefblaðið Dabiq þar sem hugmyndafræði og áróðri er dreift. Undir stjórn ISIS þarf fólk að fara eftir ákveðnum reglum um klæðaburð og háttvísi: konur þurfa að klæðast blæju og karlmenn að safna skeggi. Tónlist, kaffihús, sjónvarp og farsímar eru bannaðir. Siðalögregla fer um svæði; vaktar og leitar að brotamönnum. Þeir sem búa á svæði samtakanna og eru undir öðrum trúarbrögðum þurfa að borga skatt ellegar snúast til islam eins og þeir túlka trúarbrögðin eða verða líflátnir.

ISIS þénar peninga m.a. með því að selja olíu og með fjárkúgunum. Auðugir einstaklingar hafa einnig styrkt samtökin. [2] Samtökin hafa einnig selt fornminjar ásamt því að eyðileggja þær. ISIS hefur eyðilagt hluta af fornu borginni Palmýra, einni elstu borg í heimi.

Þúsundir erlendra sjálfboðaliða hafa gengið til liðs við samtökin, flestir frá Túnis (alls um 6000).

Tilvísanir

  1. Islamic State group: The full story BBC. Skoðað 14. október, 2016.
  2. What is 'Islamic State'? BBC. Skoðað 14. október, 2016