„Boko Haram“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. desember 2016 kl. 14:53

Flóttafólk frá yfirráðasvæðum Boko Haram í Maiduguri í ágúst 2016.

Boko Haram eru íslömsk hryðjuverkasamtök í norðausturhluta Nígeríu. Samtökin hafa líka framið hryðjuverk í Tsjad, Níger og Kamerún. Samtökin voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yusuf en hann var tekinn af lífi af lögreglu í kjölfarið á Uppreisn Boko Haram 2009. Þá tók Abubakar Shekau við og síðan Abu Musab al-Barnawi árið 2016 en heyrst hefur af átökum milli stuðningsmanna þeirra tveggja. Samtökin höfðu tengsl við Al-Kaída en árið 2015 tilkynntu þau aðild sína að Íslamska ríkinu og kölluðu sig eftir það „Íslamska ríkið, Vestur-Afríkuhérað“. Frá upphafi vopnaðrar baráttu samtakanna 2009 hafa þau drepið 20.000 og hrakið 2,3 milljónir manna frá heimilum sínum. Þau hafa líka staðið fyrir brottnámi fólks þar á meðal ráni á 276 skólastúlkum frá Chibok í apríl árið 2014.

Um mitt ár 2014 náðu samtökin að leggja undir sig stór landsvæði í heimahéraði sínu, Borno, en tókst ekki að ná höfuðstað þess, Maiduguri, á sitt vald. Nígeríuher, lögregla og öryggissveitir hafa barist gegn samtökunum en spilling innan raða þeirra og mannréttindabrot hafa hindrað framgang baráttunnar. Í september 2015 tilkynnti varnarmálaráðuneyti Nígeríu að allar bækistöðvar Boko Haram hefðu verið eyðilagðar og í desember sama ár sagði forseti Nígeríu, Muhammadu Buhari, að samtökin væru „tæknilega sigruð“. Samt hafa árásir samtakanna haldið áfram.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.