Munur á milli breytinga „Frjálslyndi flokkurinn“

Jump to navigation Jump to search
Í fyrstu [[Alþingiskosningar|Alþingiskosningum]] sínum árið [[Alþingiskosningar 1999|1999]] fékk Frjálslyndi flokkurinn 4,2% og tvo menn kjörna á [[Alþingi]]. Flokkurinn fékk langmesta fylgi sitt á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] eða 17,7% í öðrum kjördæmum fór fylgið hvergi yfir 5%.<ref>{{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1934983|titill=Úrslit Alþingiskosninga 1999|mánuður=11. maí|ár=1999|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> Eftir að niðurstöður kosninganna voru ljósar sagði Sverrir Hermannsson að flokkurinn hefði unnið „málfrelsissigur“ þar sem fjölmiðlar, og þá sér í lagi [[Morgunblaðið]] hefðu lagt sitt af mörkunum til „að drepa á dreif aðalmáli kosninganna“ en með því átti hann við baráttu flokksins fyrir breyttu kvótakerfi.<ref>{{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1934977|titill=Gagnrýnir skrif Morgunblaðsins|mánuður=11. maí|ár=1999|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> Í [[Alþingiskosningar 2003|Alþingiskosningunum 2003]] jók flokkurinn fylgi sitt í 7,4% og fékk fjóra þingmenn. Ekki munaði nema 13 atkvæðum að flokkurinn fengi einn þingmann til. Í [[Alþingiskosningar 2007|Alþingiskosningunum 2007]] fékk flokkurinn aðeins lægra fylgi, 7,26% en hélt fjórum þingmönnum. Mikil innanflokksátök einkenndu flokkinn kjörtímabilið 2007-2009 og tveir af fjórum þingmönnum flokksins gengu úr honum. Í [[Alþingiskosningar 2009|kosningunum 2009]] beið flokkurinn afhroð, datt af þingi og hlaut aðeins 2,2% atkvæða.
 
Frjálslyndi flokkurinn bauð fram í Reykjavík og á Ísafirði í [[SveitastjórnakosningarSveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2002|sveitastjórnarkosningunum 2002]]. Flokkurinn fékk 10,1% atkvæða í Reykjavík og einn fulltrúa, [[Ólafur F. Magnússon|Ólaf F. Magnússon]]. Í Ísafjarðarbæ fékk flokkurinn 13,4% atkvæða og einn fulltrúa sömuleiðis.
 
Flokkurinn bauð ekki fram í kosningunum 2013 og 2016 og hefur ekki verið virkur síðan um það bil 2010. Hins vegar gekk fólk innan flokksins í stjórnmálasamtökin [[Dögun (stjórnmálasamtök)|Dögun]] árið 2012. <ref>[http://www.ruv.is/frett/dogun-skal-hun-heita Dögun skal hún heita] Rúv. Skoðað 13. okt. 2016</ref>

Leiðsagnarval