Munur á milli breytinga „Þjóðvegur 1“

Jump to navigation Jump to search
+ einbreiðar brýr 2016.
(→‎Tenglar: broken link)
(+ einbreiðar brýr 2016.)
'''Þjóðvegur 1''' eða '''Hringvegurinn''' er [[vegur]] sem liggur um [[Ísland]] og tengir saman flest öll byggileg [[hérað|héruð]] á [[Vesturland|Vestur-]], [[Norðurland|Norður-]], [[Austurland|Austur-]] og [[Suðurland]]i. Vegurinn er samtals 1332 [[Kílómetri|km]] á lengd og liggur um alla landshluta nema [[Vestfirðir|Vestfirði]] og [[Miðhálendið]]. Hringurinn var kláraður [[ár]]ið [[1974]] þegar [[Skeiðarárbrú]] var opnuð. Núllpunktur Hringvegarins er á sýslumörkum Skaftafellssýslnanna tveggja á [[Skeiðarársandur|Skeiðarársandi]].
 
Vegurinn er að mestu tvíbreiður nema þar sem hann liggur í gegnum stærri bæi þar sem hann er breiðari og einnig í hluta [[Hvalfjarðargöng|Hvalfjarðarganganna]]. Stærstur hluti vegarins er nú með [[Bundið slitlag|bundnu slitlagi]] en á nokkrum köflum á Austurlandi er hann enn þá einungis [[Möl|malarvegur]]. Nú er þó hægt að aka á bundnu slitlagi umhverfis landið ef farið er um [[Fagridalur|Fagradal]] og suðurfirði [[Austfirðir|Austfjarða]], að undanskildum kaflanum um [[Berufjörður|Berufjarðarbotn]]. Umferð um veginn er langmest í nágrenni [[Reykjavík|höfuðborgarinnar]] og stærri bæja eins og [[Akureyri|Akureyrar]] og [[Selfoss]] en fjarri þéttbýli er að finna kafla þar sem umferð er mjög lítil eða undir 100 ökutækjum á dag. Enn eru 39 einbreiðar brýr á hringveginum (2016), aðallega á Suðvesturlandi. <ref>[http://www.ruv.is/frett/taeki-halfa-old-ad-utryma-einbreidum-brum Tæki hálfa öld að útrýma einbreiðum brúm] Rúv. Skoðað 20. september, 2016.</ref>
 
Lengi hefur það verið vinsælt hjá íslenskum [[Ferðamannaiðnaður|ferðamönnum]] að fara hringinn enda er stór hluti landsins innan seilingar frá honum. Í seinni tíð hefur leiðin öðlast meiri vinsældir meðal erlendra ferðamanna sem [[bílaleiga|leigja sér bíl]], taka með eigin bíl eða [[Reiðhjól|hjóla]] þessa leið.
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1454116 ''Nú stækkar landið''; grein í Morgunblaðinu 1974]
* [http://www.skjaladagur.is/2004/001_02.html Þjóðskjalasafn Íslands - Hringvegur um Ísland]
 
==Tilvísanir==
 
[[Flokkur:Vegir á Íslandi]]

Leiðsagnarval