„Ítalski fasistaflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Mussolini og svartstakkar í Rómargöngunni. '''Ítalski fasistaflokkurinn''' (ítalska: ''Partito nazionale fascista'', '''PNF''') var Ítalía|...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:
{{stubbur|saga}}
{{stubbur|saga}}


[[Flokkur:Saga Ítalíu]]
[[Flokkur:Síðari heimsstyrjöld]]
[[Flokkur:Síðari heimsstyrjöld]]
[[Flokkur:Fasistaflokkar]]
[[Flokkur:Fasistaflokkar]]

Útgáfa síðunnar 25. ágúst 2016 kl. 12:59

Mussolini og svartstakkar í Rómargöngunni.

Ítalski fasistaflokkurinn (ítalska: Partito nazionale fascista, PNF) var ítalskur stjórnmálaflokkur sem Benito Mussolini stofnaði (að eigin sögn) árið 1915. Upphaflega hét hann „byltingarflokkur fasista“ en eftir slæma útreið í þingkosningum 1919 var nafni hans breytt. Undanfari flokksins voru vopnuðu sveitirnar Fasci italiani di combattimento sem Mussolini stofnaði árið 1919. Sveitirnar klæddust svörtum skyrtum og skreyttu sig með merkjum sem minntu á herdeildarmerki. Meðlimir þeirra voru því kallaðir „svartstakkar“. Þær fengu stuðning landeigenda og iðnjöfra með því að ráðast gegn jafnaðarmönnum, skipuleggja verkfallsbrot og hleypa upp baráttufundum. Eftir Rómargönguna 1922 náði flokkurinn völdum á Ítalíu og afnam í reynd lýðræði árið 1924. Stórráð fasismans fór með stjórn flokksins.

Stefna ítalska fasistaflokksins byggðist á þjóðernishyggju, samráðsskipan og integralisma í atvinnu- og efnahagsmálum. Flokkurinn rak útþenslustefnu og varð með tímanum hallur undir heimsvaldastefnu með stofnun nýlendna í Afríku og innlimun landsvæða við Miðjarðarhafið.

Eftir ósigra Ítala í Síðari heimsstyrjöld ákvað stórráðið að setja Mussolini af. Í kjölfarið féll stjórn flokksins og hershöfðinginn Pietro Badoglio, sem tók við völdum, bannaði flokkinn 27. júlí 1943. Lýðveldisflokkur fasista var þá stofnaður og ríkti um stutt skeið yfir leppríki á Norður-Ítalíu. Þegar ný stjórnarskrá Ítalíu var samin eftir stríð var flokkurinn bannaður. Ýmsir stjórnmálaflokkar hafa þó verið stofnaðir sem arftakar hans. Sá helsti var Ítalska samfélagshreyfingin (MSI) stofnaður af fyrrum stuðningsmönnum Mussolinis árið 1946. Sá flokkur var leystur upp 1995 og Þjóðarbandalagið tók við keflinu af honum en hefur síðan hafnað arfleifð fasismans. Þjóðarbandalagið er síðan orðið hluti af Bræðrum Ítalíu, þjóðernissinnuðum íhaldsflokk sem var myndaður úr nokkrum hægrisinnuðum smáflokkum árið 2012.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.