„Jóhann Hafstein“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Batmacumba (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
StymirKara (spjall | framlög)
Linkur settur inn
Merki: Sýnileg breyting Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 6: Lína 6:


== Stjórnmálaferill ==
== Stjórnmálaferill ==
Árið [[1935]] stofnaði Jóhann [[Vaka (stjórnmálafélag)|Vöku]], félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og var fyrsti formaður þess. Árið [[1939]] varð hann erindreki Sjálfstæðisflokksins og seinna framkvæmdastjóri hans [[1942]]. Hann var formaður [[Heimdallur (félag)|Heimdallar]] á árunum [[1939]] til [[1942]]. Þá var hann einnig formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík [[1943]]-[[1955]].
Árið [[1935]] stofnaði Jóhann [[Vaka (stúdentahreyfing)|Vöku]], félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og var fyrsti formaður þess. Árið [[1939]] varð hann erindreki Sjálfstæðisflokksins og seinna framkvæmdastjóri hans [[1942]]. Hann var formaður [[Heimdallur (félag)|Heimdallar]] á árunum [[1939]] til [[1942]]. Þá var hann einnig formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík [[1943]]-[[1955]].


Jóhann sat á þingi fyrir [[Reykjavík]] [[1946]]-[[1978]]. Hann gerðist bankastjóri [[Útvegsbankinn|Útvegsbankans]] [[1952]] en varð iðnaðar- og dómsmálaráðherra [[1963]]. Hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins [[1965]] og tók við formennsku flokksins og embætti forsætisráðherra eftir fráfall [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarna Benediktssonar]] [[1970]] jafnframt því að gegna áfram embætti iðnaðarráðherra.
Jóhann sat á þingi fyrir [[Reykjavík]] [[1946]]-[[1978]]. Hann gerðist bankastjóri [[Útvegsbankinn|Útvegsbankans]] [[1952]] en varð iðnaðar- og dómsmálaráðherra [[1963]]. Hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins [[1965]] og tók við formennsku flokksins og embætti forsætisráðherra eftir fráfall [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarna Benediktssonar]] [[1970]] jafnframt því að gegna áfram embætti iðnaðarráðherra.

Útgáfa síðunnar 22. júní 2016 kl. 15:29

Jóhann Hafstein (19. september 191515. maí 1980) var fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra Íslands.

Hann var fæddur á Akureyri, sonur Júlíusar Havsteens, síðar sýslumanns, og Þórunnar Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og lagaprófi frá Háskóla Íslands 1938, ásamt því að sinna starfi sem formaður Stúdentaráðs háskólans. Stundaði hann síðan framhaldsnám í þjóðarétti við Lundúnaháskóla og í Danmörku og Þýskalandi fram á haust 1939.

Jóhann kvæntist 1938 Ragnheiði Thors, dóttur Hauks Thors (bróður Ólafs Thors forsætisráðherra) og Soffíu Hafstein (dóttur Hannesar Hafstein ráðherra) og áttu þau þrjá syni, Hauk, Jóhann Júlíus og Pétur.

Stjórnmálaferill

Árið 1935 stofnaði Jóhann Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og var fyrsti formaður þess. Árið 1939 varð hann erindreki Sjálfstæðisflokksins og seinna framkvæmdastjóri hans 1942. Hann var formaður Heimdallar á árunum 1939 til 1942. Þá var hann einnig formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1943-1955.

Jóhann sat á þingi fyrir Reykjavík 1946-1978. Hann gerðist bankastjóri Útvegsbankans 1952 en varð iðnaðar- og dómsmálaráðherra 1963. Hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1965 og tók við formennsku flokksins og embætti forsætisráðherra eftir fráfall Bjarna Benediktssonar 1970 jafnframt því að gegna áfram embætti iðnaðarráðherra.

Eftir að viðreisnarstjórnin missti meirihluta sinn 1971 gerðist Jóhann leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Haustið 1973 sagði hann af sér formennsku vegna heilsubrests.

Ritgerðasafn hans, Þjóðmálaþættir, kom út 1976.

Jóhann Hafstein lést eftir langvarandi veikindi, þann 15. maí 1980.


Fyrirrennari:
Gunnar Thoroddsen
Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
(19431949)
Eftirmaður:
Magnús Jónsson frá Mel
Fyrirrennari:
Bjarni Benediktsson
Forsætisráðherra
(10. júlí 197014. júlí 1971)
Eftirmaður:
Ólafur Jóhannesson
Fyrirrennari:
Bjarni Benediktsson
Formaður Sjálfstæðisflokksins
(10. júlí 197012. október 1973)
Eftirmaður:
Geir Hallgrímsson
Fyrirrennari:
Gunnar Thoroddsen
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(24. apríl 196510. júlí 1970)
Eftirmaður:
Geir Hallgrímsson


Tengt efni

Heimildir

  • Æviágrip á vef Alþingis
  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson (1989). Sjálfstæðisflokkurinn í sextíu ár. Sjálfstæðisflokkurinn.