Munur á milli breytinga „Ólafsfjarðarmúli“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
==Samgöngur==
Menn hafa um aldir lagt leið sína fyrir Múlann um tæpar götur þar sem erfiðir farartálmar voru í veginum svo sem Stóragjá, Tófugjá og Flagið. Upp úr 1960 var gerður bílfær vegur fyrir Múlann og þar með komst Ólafsfjörður í bílsamband við aðrar byggðir Eyjafjarðar. Yst í Múlanum lá vegurinn í 230 m hæð yfir þverhníptum björgum. Þar er Planið svokallaða, góður útsýnisstaður þaðan sem sést yfir Ólafsfjörð, inn Eyjafjörð, út til [[Grímsey]]jar og langt norður í [[Ballarhaf]]. Á fáum stöðum nýtur [[miðnætursól]] sín betur en séð frá Planinu. Vegurinn þótti hálfgerð glæfraleið eins og göturnar gömlu. Árið 1991 voru vígð jarðgöng gegn um Múlann, [[Ólafsfjarðargöng]], þá lagðist vegurinn fyrir Múlann af en er nú notaður sem gönguleið.
 
Rétt áður en komið er að Ólafsfjarðargöngum Dalvíkurmegin er ekið yfir stóran læk sem kemur í smáfossum niður hlíðina og fellur síðan í sjó, fram af háum hömrum í fallegum fossi. Flatlendið upp af bjargbrúninni kallast Mígindi en fossinn Mígindisfoss. (Sumir segja Mígildi og Mígildisfoss). Mígindisfoss er áberandi kennileiti bæði af sjó og landi. Hann er talinn vera einn hæsti foss í Eyjafjarðarsýslu.
 
== Ólafsfjarðarmúli í bókmenntum==
Óskráður notandi

Leiðsagnarval