„Parkinsonsveiki“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Paralysis agitans-Male Parkinson's victim-1892.jpg|thumb|right|220px|Ljósmynd frá 1892 af sjúklingi með parkinson.]]
[[Mynd:Paralysis agitans-Male Parkinson's victim-1892.jpg|thumb|right|220px|Ljósmynd frá 1892 af sjúklingi með parkinson.]]


'''Parkinsonsveiki''' eða '''Parkinsonssjúkdómur''' er [[taugasjúkdómar|taugasjúkdómur]] sem kemur fram sem stífleiki í [[Vöðvakerfið|vöðvum]], skjálfta og skertri hreyfigetu hjá fólki og er algengasti taugasjúkdómurinn sem legst á eldra fólk. Sjúkdómurinn er kenndur við Enska lækninn [[James Parkinson]] sem uppgötvaði hann árið [[1817]].
'''Parkinsonsveiki''' eða '''Parkinsonssjúkdómur''' er [[taugasjúkdómar|taugasjúkdómur]] sem kemur fram sem stífleiki í [[Vöðvakerfið|vöðvum]], skjálfta og skertri hreyfigetu hjá fólki og er algengasti taugasjúkdómurinn sem legst á eldra fólk. Sjúkdómurinn er kenndur við enska lækninn [[James Parkinson]] sem uppgötvaði hann árið [[1817]].

Hrörnun verður í [[miðtaugakerfi]] aðallega á þær taugafrumur í heilanum sem stjórna hreyfingum. Þessar taugafrumur mynda taugaboðefnið dópamín sem flytur boð frá einni taugafrumu til annarrar. Einkenni sjúkdómsins koma hægt og sígandi á mörgum árum og fyrstu einkennin eru oft þau að viðkomandi dregur aðeins annan fótinn við gang, er stirður í útlimum eða hefur vægan handskjálfta.

Þegar sjúkdómurinn versnar eru einkennin oft: Svipbrigðalaust andlit, augnlokum er sjaldan deplað, munnur er oft svolítið opinn og munnvatnsmyndun aukin, útlimir eru stífir og sjúklingurinn stendur álútur, margir eiga erfitt með gang og ganga með stuttum óöruggum skrefum og sumir hafa handskjálfta. Skjálfti versnar við spennu og þreytu en hverfur í svefni. Sérstakt form af handskjálfta við Parkinsonsveiki er að þumli og vísifingri er stöðugt nuddað saman.

Parkinsonsveiki getur komið á öllum aldri en byrjar sjaldan fyrir fertugt og meðalaldur þegar fólk veikist er talinn vera um 60 ár. Þeir sem veikjast geta þó átt framundan fjöldamörg góð ár áður en sjúkdómurinn fer að há þeim að nokkru marki. Talið er að um 1% fólks 65 ára og eldri sé með Parkinsonsveiki. <ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/311326/ Hvað er Parkinsonsveiki?] Mbl.is. Skoðað 16. apríl, 2016.</ref>
Ekki er vitað hvað veldur sjúkdómnum en hann orsakast af því að fram kemur skortur á [[taugaboðefni|boðefni]]nu [[dópamín]] í [[Heili|heilanum]]. Sjúkdómurinn er ólæknandi en með [[lyf]]jum má halda honum niðri nokkuð lengi (einkum levódópa sem eykur framboð dópamíns) og eins er farið með góðum árangri að setja rafskaut á þá staði í heilanum sem sjúkdómurinn á upptök sín. Á Íslandi fær um það bil einn af hverjum fimm þúsund fá Parkinsonsveiki árlega.


Ekki er vitað hvað veldur honum en hann orsakast af því að fram kemur skortur á [[boðefni]]nu [[dópamín]] í [[Heili|heilanum]]. Sjúkdómurinn er ólæknandi en með [[lyf]]jum má halda honum niðri nokkuð lengi og eins er farið með góðum árangri að setja rafskaut á þá staði í heilanum sem sjúkdómurinn á upptök sín. Á Íslandi um það bil einn af hverjum fimm þúsund fá Parkinsonsveiki árlega.
{{Wikiorðabók|parkinsonveiki}}
{{Wikiorðabók|parkinsonveiki}}
{{commonscat|Parkinson's disease}}
{{commonscat|Parkinson's disease}}
Lína 10: Lína 16:
* {{Vísindavefurinn|5237|Hvað er Parkinsonssjúkdómur?}} (Skoðað 28.11.2013).
* {{Vísindavefurinn|5237|Hvað er Parkinsonssjúkdómur?}} (Skoðað 28.11.2013).
* [http://doktor.is/grein/parkinsonsveiki „Parkinsonsveiki“, grein á Doktor.is.] (Skoðað 28.11.2013).
* [http://doktor.is/grein/parkinsonsveiki „Parkinsonsveiki“, grein á Doktor.is.] (Skoðað 28.11.2013).
==Tilvísanir==

[[Flokkur:Taugasjúkdómar]]
[[Flokkur:Taugasjúkdómar]]

Útgáfa síðunnar 16. apríl 2016 kl. 00:34

Ljósmynd frá 1892 af sjúklingi með parkinson.

Parkinsonsveiki eða Parkinsonssjúkdómur er taugasjúkdómur sem kemur fram sem stífleiki í vöðvum, skjálfta og skertri hreyfigetu hjá fólki og er algengasti taugasjúkdómurinn sem legst á eldra fólk. Sjúkdómurinn er kenndur við enska lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817.

Hrörnun verður í miðtaugakerfi aðallega á þær taugafrumur í heilanum sem stjórna hreyfingum. Þessar taugafrumur mynda taugaboðefnið dópamín sem flytur boð frá einni taugafrumu til annarrar. Einkenni sjúkdómsins koma hægt og sígandi á mörgum árum og fyrstu einkennin eru oft þau að viðkomandi dregur aðeins annan fótinn við gang, er stirður í útlimum eða hefur vægan handskjálfta.

Þegar sjúkdómurinn versnar eru einkennin oft: Svipbrigðalaust andlit, augnlokum er sjaldan deplað, munnur er oft svolítið opinn og munnvatnsmyndun aukin, útlimir eru stífir og sjúklingurinn stendur álútur, margir eiga erfitt með gang og ganga með stuttum óöruggum skrefum og sumir hafa handskjálfta. Skjálfti versnar við spennu og þreytu en hverfur í svefni. Sérstakt form af handskjálfta við Parkinsonsveiki er að þumli og vísifingri er stöðugt nuddað saman.

Parkinsonsveiki getur komið á öllum aldri en byrjar sjaldan fyrir fertugt og meðalaldur þegar fólk veikist er talinn vera um 60 ár. Þeir sem veikjast geta þó átt framundan fjöldamörg góð ár áður en sjúkdómurinn fer að há þeim að nokkru marki. Talið er að um 1% fólks 65 ára og eldri sé með Parkinsonsveiki. [1] Ekki er vitað hvað veldur sjúkdómnum en hann orsakast af því að fram kemur skortur á boðefninu dópamín í heilanum. Sjúkdómurinn er ólæknandi en með lyfjum má halda honum niðri nokkuð lengi (einkum levódópa sem eykur framboð dópamíns) og eins er farið með góðum árangri að setja rafskaut á þá staði í heilanum sem sjúkdómurinn á upptök sín. Á Íslandi fær um það bil einn af hverjum fimm þúsund fá Parkinsonsveiki árlega.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Heimildir

  • „Hvað er Parkinsonssjúkdómur?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 28.11.2013).
  • „Parkinsonsveiki“, grein á Doktor.is. (Skoðað 28.11.2013).

Tilvísanir

  1. Hvað er Parkinsonsveiki? Mbl.is. Skoðað 16. apríl, 2016.