„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
k
tenglar
Lína 327: Lína 327:
'''Egyptaland.'''
'''Egyptaland.'''


Egyptaland er formlega [[Lýðræði|lýðræðisríki]] með forsetaþingræði. Stjórnskipan Egyptalands hvílir á stjórnarskrá sem var sett árið 1971, en endurbætt og aðlöguð að hinni nýju stjórnskipan í þjóðaratkvæðagreiðslu 19.mars 2011. Egypska þingið samanstendur af tveimur deildum. Samkunda Fólksins eða Majlis al Shaab er neðri deild þingsins. Hún samanstendur af 498 kjörnum og 10 skipuðum fulltrúum. Efri deildin kallast Shura Ráðið (e. the Shura Council) og samanstendur af 270 kjörnum og 90 skipuðum fulltrúum. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er kosinn í allsherjarkosningum.<ref>OECD, „e-Government studies“  http://www.oecd-ilibrary.org/governance/oecd-e-government-studies-egypt-2012_9789264178786-en (sótt 8. Apríl 2016)</ref> Forsetinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars þarf hann að vera Egypskur ríkisborgari, báðir foreldrar hans þurfa að vera Egypskir, hann þarf að hafa sinnt herskyldu og hafa náð 40 ára aldri. Dómsvaldið í Egyptalandi er óháð framkvæmdar og löggjafarvaldinu. Egypska dómskerfið samanstendur af veraldlegum og trúarlegum dómstólum.<ref>„Egypt‘s new constitution to be followed by tackling key political lawshttp,“''ahramonline'', 19.Janúar 2014 ://english.ahram.org.eg/News/91969.aspx (sótt 6.apríl 2016)</ref>
Egyptaland er formlega [[Lýðræði|lýðræðisríki]] með [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaþingræði]]. Stjórnskipan Egyptalands hvílir á stjórnarskrá sem var sett árið 1971, en endurbætt og aðlöguð að hinni nýju stjórnskipan í þjóðaratkvæðagreiðslu 19.mars 2011. Egypska þingið samanstendur af tveimur deildum. Samkunda Fólksins eða Majlis al Shaab er neðri deild þingsins. Hún samanstendur af 498 kjörnum og 10 skipuðum fulltrúum. Efri deildin kallast Shura Ráðið (e. the Shura Council) og samanstendur af 270 kjörnum og 90 skipuðum fulltrúum. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er kosinn í allsherjarkosningum.<ref>OECD, „e-Government studies“  http://www.oecd-ilibrary.org/governance/oecd-e-government-studies-egypt-2012_9789264178786-en (sótt 8. Apríl 2016)</ref> Forsetinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars þarf hann að vera Egypskur ríkisborgari, báðir foreldrar hans þurfa að vera Egypskir, hann þarf að hafa sinnt herskyldu og hafa náð 40 ára aldri. Dómsvaldið í Egyptalandi er óháð framkvæmdar og löggjafarvaldinu. Egypska dómskerfið samanstendur af veraldlegum og trúarlegum dómstólum.<ref>„Egypt‘s new constitution to be followed by tackling key political lawshttp,“''ahramonline'', 19.Janúar 2014 ://english.ahram.org.eg/News/91969.aspx (sótt 6.apríl 2016)</ref>


'''Írak.'''
'''Írak.'''


Írak er lýðræðisríki, nánar tiltekið sambandsríki sem býr við þingræði. Forsætisráðherra Írak fer með framkvæmdarvaldið ásamt forsetanum og ríkistjórn Írak sem kallast ráðherraráðið (e. Council of Ministers) Löggjafarvaldið er í honum tveggja löggjafarsamkundna, fulltrúaráðsins (e. Council of representatives) og Sambandsráðsins (e. Federation Council). Dómsvaldið í Írak er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.<ref>Irfad, „Iraq Goverment“ http://www.irfad.org/iraq-government/# (Sótt 6.apríl 2016)</ref>
Írak er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið sambandsríki sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|þingræði]]. Forsætisráðherra Írak fer með framkvæmdarvaldið ásamt forsetanum og ríkistjórn Írak sem kallast ráðherraráðið (e. Council of Ministers) Löggjafarvaldið er í honum tveggja löggjafarsamkundna, fulltrúaráðsins (e. Council of representatives) og Sambandsráðsins (e. Federation Council). Dómsvaldið í Írak er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.<ref>Irfad, „Iraq Goverment“ http://www.irfad.org/iraq-government/# (Sótt 6.apríl 2016)</ref>


'''Íran.'''
'''Íran.'''


Íslamska lýðveldið Íran er eina klerkaveldið (e.theocracy) í heiminum. Klerkaveldi sem stjórnskipan flokkast undir einræði. Klerkaveldi er stjórnarform þar sem æðsti valdhafi er sagður fara með vald Guðs, öll löggjöf byggir á trúarbrögðum og á að tjá vilja Guðs. Íslamska lýðveldið Íran var sett á fót árið 1979 í kjölfari byltingar gegn einveldisstjórn Mohammad-Reza Shah Pahlavi. Tvær tegundir stjórnsýslu stofnanna eru við lýði í Íran. Embætti sem er kosið í og embætti sem er skipað í. Kerfið flækist síðan vegna tilvistar hinna mörgu valdakjarna (e.multiple power centers). Hinir svokölluðu valdakjarnar eru stofnanir sem eru hugsaðar sem trúarleg viðbót við hinar hefðbundnu ríkistofnanir. Þar af leiðandi deila valdakjarnarnir ábyrgð með þeim stofnunum sem þeir eru viðbót við. Æðsta yfirvald íslamska lýðveldisins Íran er embætti leiðtogans (e.supreme leader). Embættið sameinar trúarlegt og veraldlegt yfirvald. Leiðtoginn er skipaður ævilangt af samkundu sérfræðinga. Samkundan samanstendur af 86 klerkum sem eru kosnir til átta ára í senn. Forsetinn er kosin með allsherjar kosningu á fjögurra ára fresti. Hann verður að vera twelver Shiite og karlkyns. Hann þarf ekki að vera klerkur þrátt fyrir að það sé algengast. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu fyrir utan þau málefni sem Leiðtoginn sér um. Forsetinn skrifar undir frumvörp sem þingið hefur samþykkt og staðfestir þau sem lög. Hann skipar meðlimi ríkistjórnarinnar (e. Cabinet) og ríkistjóra fylkja (e.provincial governors). Þingið getu lýst yfir vantrausti á forsetan og leiðtoginn síðan svipt hann embætti í kjölfarið. Íranska þingið situr í einni deild og er kallað Majles. Það samanstendur af 290 þingmönnum sem eru kosnir í allsherjar kosningum til fjögurra ára í senn. Allir nema fimm af meðlimum þingsins þurfa að vera múslimar. Stjórnarskrá Íran kveður á um að Kristnir eigi að hafa þrjá fulltrúa á þingi, Gyðingar einn og Zaraþústrar einn. Þingið hefur löggjafarvald en löggjöfin má ekki ganga gegn stjórnarskránni eða Islam.<ref>H.E. Chahabi & Arang Keshavarzian,  „Politics in Iran“ í ''Comparative Politics Today,'' 10. útg., ritstj. G.Bingham Powell, Russel J Dalton og Kaare Strom. (New York: Longman, 2012), 520-534.</ref> Samkvæmt 156.grein stjórnarskrár Íran er dómsvaldið óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Leiðtoginn skipar æðsta yfirmann dómkerfisins sem útnefnir síðan forseta hæstaréttar (e. head of the supreme court).<ref>Omar Sial, „A Guide to the legal system of the Islamic Republic of Iran,“ <nowiki>http://www.nyulawglobal.org/globalex/Iran.html</nowiki> (sótt 8. Apríl 2010).</ref>
Íslamska lýðveldið Íran er eina klerkaveldið (e.theocracy) í heiminum. Klerkaveldi sem stjórnskipan flokkast undir [[einræði]]. Klerkaveldi er stjórnarform þar sem æðsti valdhafi er sagður fara með vald Guðs, öll löggjöf byggir á trúarbrögðum og á að tjá vilja Guðs. Íslamska lýðveldið Íran var sett á fót árið 1979 í kjölfari byltingar gegn einveldisstjórn Mohammad-Reza Shah Pahlavi. Tvær tegundir stjórnsýslu stofnanna eru við lýði í Íran. Embætti sem er kosið í og embætti sem er skipað í. Kerfið flækist síðan vegna tilvistar hinna mörgu valdakjarna (e.multiple power centers). Hinir svokölluðu valdakjarnar eru stofnanir sem eru hugsaðar sem trúarleg viðbót við hinar hefðbundnu ríkistofnanir. Þar af leiðandi deila valdakjarnarnir ábyrgð með þeim stofnunum sem þeir eru viðbót við. Æðsta yfirvald íslamska lýðveldisins Íran er embætti leiðtogans (e.supreme leader). Embættið sameinar trúarlegt og veraldlegt yfirvald. Leiðtoginn er skipaður ævilangt af samkundu sérfræðinga. Samkundan samanstendur af 86 klerkum sem eru kosnir til átta ára í senn. Forsetinn er kosin með allsherjar kosningu á fjögurra ára fresti. Hann verður að vera twelver Shiite og karlkyns. Hann þarf ekki að vera klerkur þrátt fyrir að það sé algengast. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu fyrir utan þau málefni sem Leiðtoginn sér um. Forsetinn skrifar undir frumvörp sem þingið hefur samþykkt og staðfestir þau sem lög. Hann skipar meðlimi ríkistjórnarinnar (e. Cabinet) og ríkistjóra fylkja (e.provincial governors). Þingið getu lýst yfir vantrausti á forsetan og leiðtoginn síðan svipt hann embætti í kjölfarið. Íranska þingið situr í einni deild og er kallað Majles. Það samanstendur af 290 þingmönnum sem eru kosnir í allsherjar kosningum til fjögurra ára í senn. Allir nema fimm af meðlimum þingsins þurfa að vera múslimar. Stjórnarskrá Íran kveður á um að Kristnir eigi að hafa þrjá fulltrúa á þingi, Gyðingar einn og Zaraþústrar einn. Þingið hefur löggjafarvald en löggjöfin má ekki ganga gegn stjórnarskránni eða Islam.<ref>H.E. Chahabi & Arang Keshavarzian,  „Politics in Iran“ í ''Comparative Politics Today,'' 10. útg., ritstj. G.Bingham Powell, Russel J Dalton og Kaare Strom. (New York: Longman, 2012), 520-534.</ref> Samkvæmt 156.grein stjórnarskrár Íran er dómsvaldið óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Leiðtoginn skipar æðsta yfirmann dómkerfisins sem útnefnir síðan forseta hæstaréttar (e. head of the supreme court).<ref>Omar Sial, „A Guide to the legal system of the Islamic Republic of Iran,“ <nowiki>http://www.nyulawglobal.org/globalex/Iran.html</nowiki> (sótt 8. Apríl 2010).</ref>


'''Israel.'''
'''Israel.'''

Útgáfa síðunnar 12. apríl 2016 kl. 23:33

Heimskort sem sýnir staðsetningu Mið-Austurlanda (græn).

Mið-Austurlönd er samheiti yfir svæði sem nær frá botni Miðjarðarhafsins, meðfram RauðahafinuArabíuskaganum og teygir sig frá Persaflóa að Indlandi. Mismunandi forsendur geta legið fyrir því hvaða lönd tilheyra Mið-Austurlöndum. Saga mismunandi ríkja getur þannig gert það að verkum að þau eru talin til Mið-Austurlanda á meðan önnur hafa tengingu á grundvelli tungumáls, menningar eða trúar. Hefðbundið er hins vegar að flokka eftirfarandi lönd innan Mið-Austurlanda:

Tyrkland, Sýrland, Líbanon, Írak, Íran, Palestína, Ísrael, Jórdanía, Egyptaland, Súdan, Líbýa, Sádí-Arabía, Kúveit, Jemen, Óman, Barein, Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Seinna meir bættust við Túnis, Alsír og Marokkó sem voru öll áður fyrr tengd við Frakkland en hafa þau orðið náin Arabíu-ríkjunum bæði í kennd (e. sentiment) og utanríkisstefnu (e. foreign policy). Einnig gera landfræðilegar ástæður það að verkum að Afganistan og Pakistan séu flokkuð við og tengd við málefni Mið-Austurlanda.[1]

Menningarsvæði Mið-Austurlanda nær allt aftur til fornaldar og hefur haft mikil áhrif á þann menningarheim sem við búum við í dag. Eins og gefur að skilja einkennist svæðið af gífurlegum fjölbreytileika sem hefur þó orðið töluvert fyrir barðinu á einföldun af hálfu Vesturlanda í umfjöllun sinni og nálgun að þeim fjölmörgu samfélagögum sem þar er að finna.

Hugtakanotkun

Málverkið Snákatemjarinn eftir Jean-Léon Gérôme. Málverkið prýddi forsíðu bókar Edward Saids, Orientalism og þykir lýsa dæmigerðri óríentalískri senu.

Ekki er fullkomin eining um hvernig á að skilgreina Mið-Austurlönd og hvaða ríki falla innan vébanda svæðisins. Það hefur verið lagt til að best sé að skilgreina Mið-Austurlönd sem landfræðilegt hugtak sem á við það svæði sem fyrsta bylgja landvinninga múslima náðu yfir. Sé svo gert, nær það frá Marokkó yfir til Afganistan, Pakistan og Tyrklands.[2]

Notkun orðsins Mið-Austurlönd hefur sætt gagnrýni þar sem hugtakið þykir miðast um of við Evrópu- og Norður-Ameríkubúa. „Svæðisbundin landfræðiheiti byggð á leiðbeiningum eru alltaf vandkvæðum háð,” segir Karen Pinto í Encyclopedia of the Modern Middle East & North Africa. „Þau komast ekki hjá því að ýja að sjónarhorni, og í þessu tilfelli er sjónarhornið augljóslega Vestrið”.[2] Hugtakið er upprunið frá nýlendutímabilinu en það var bandarískur flotaforingi sem kom fyrstur fram með hugtakið.[3]

Áður fyrr var miðja landsvæðisins sem um ræðir nefnt Austurlönd nær en það nafn var gefið af vestrænum landfræðingum sem skiptu Austurlöndum, það er óríentinum, niður í þrjú landsvæði.[3] Fræðimaðurinn Edward Said kom fram með hugtakið óríentalismi í samnefndri bók sinni er kom út árið 1978 en í henni gagnrýndi hann meðal annars slíkar hugmyndir um óríentinn og lýsti því hvernig þær viðhalda ákveðnum ójöfnum valdatengslum.[4]

Landafræði

Mynd:Landafræði.jpg
Svæðislýsing á Mið-Austurlöndum.

Landslag Mið-Austurlanda er margbreytilegt, enda um stórt svæði að ræða. Mið-Austurlönd eru í þremur heimsálfum, Asíu, Afríku og Evrópu.[5] Þetta svæði er fyrst og fremst eyðimörk. Einnig má finna þar fjallagarða, hásléttu sem og miklar ár og fljót (t.d. Tígrís, Níl og Efrat).[6] Þrátt fyrir miklar eyðimerkur má einnig finna frjó svæði þar sem landbúnaður er hentugur, eins og nálægt Miðjarðarhafinu og það svæði sem áður var Mesapotamia. Margt má finna á landsvæði Mið-Austurlanda, og þá er olían líklega þekktasta dæmið. Annars staðar má finna land auðugt af gulli, eins og í Norður Afríku og enn annars staðar land auðugt af steinefnum eins og í Levant.[7]

Þjóðernishópar og tungumál

Í Mið-Austurlöndum býr ekki einsleitur hópur fólks heldur má finna þar marga og fjölbreytta þjóðernishópa (e. ethnic groups) og enn fleiri tungumál.[8] Helstu þjóðernishópanir eru Arabar, Tyrkir, Persar (Íranir) og Kúrdar. Í sumum heimildum er fólkinu skipt í Evrópubúa eða Asíubúa.[9] Sú skipting er of mikil einföldun þar sem þetta eru ekki þjóðernishópar.

Tungumál Mið-Austurlanda eru semitísk (þá aðallega arabíska, hebreska og arameíska), indóevrópsk (aðallega persneska, kúrdíska, Luri og Baluchi) og Altaí (aðallega tyrkneska, turkmenska og Azeri).[10] Innan hvers lands má oft á tíðum finna fjöldan allan af tungumálum. Þess má þó geta að til eru mismunandi mállýskur hinna ýmsu tungumála í Mið-Austurlöndum, eins og í arabísku. Og þar með er t.d. arabíska í einu landi ekki endilega töluð eins og arabíska í öðru landi.

Hér fyrir neðan má sjá helstu þjóðernishópa og tungumál hvers lands fyrir sig í Mið-Austurlöndum.[11][12] Sá þjóðernishópur eða tungumál sem er gefið upp fremst er hið útbreiddasta.

Fáni Afghanistans Afganistan

Mynd:Margir þjóðernishópar Mið-Austurlanda.jpg
Margir og fjölbreyttir þjóðernishópar Mið-Austurlanda. Á myndina vantar Pakistan.
  • Þjóðernishópar: Pashtun, Tajik, Hazara, Uzbek, Baluch, Turkmen, Nuristani, Pamiri, Arabar, Gujar, Barhui, Qizilbash, Aimaq, Pashai, Wakhi, Sheghni, Zebaki og Kyrghyz.
  • Tungumál: Dari (opinbert), Pushtun (opinbert), Hazaragi, túrknesk tungumál (þá aðallega Uzbek og Turkmen) en einnig eru yfir 30 önnur tungumál töluð í Afganistan.

Fáni Alsír Alsír

  • Þjóðernishópar: Arabar, Berbar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), Tamazight (Berbísk mállýska, opinber), franska (lingua franca). Einnig eru ýmsar mállýskur af arabísku og berbísku, eins og Shawiya berbíska (Tacawit) Mzab berbíska og Tuareg berbíska (Tamahaq).

Fáni Barein Barein

  • Þjóðernishópar: Bareinar, Arabar, Afríkubúar og Evrópubúar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska, Farsi, Urdu.

Fáni Egyptalands Egyptaland

  • Þjóðernishópar: Egyptar í stórum meirihluta.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska og franska (bæði vítt skilin).

Fáni Íraks Írak

  • Þjóðernishópar: Arabar, Kúrdar, Túrkmenar, Assyríar, Armenar, Yazidis
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), kúrdíska (Sorani og Karmanji), turkmenísk mállýska og assýríska, armeníska.

Fáni Íran Íran

  • Þjóðernishópar: Persar, Kúrdar, Lur, Baloch, Arabar, Túrkmenar (e. turkmen),Turkir, Azerar, Qashqa'is, Bakhtiaris, Shahsevans, Afshars, Boyer Ahmadis.
  • Tungumál: Persneska (opinbert), turkískar mállýskur (t.d. Azeri), kúrdíska, Gilaki, Mazandarani, Luri, Balochi, arabíska.

Fáni Ísraels Ísrael

  • Þjóðernishópar: Meirihlutinn Gyðingar, Arabar.
  • Tungumál: Hebrew (opinbert), arabíska (opinbert fyrir arabíska minnihlutan), enska (vítt skilið).

Fáni Jemen Jemen

  • Þjóðernishópar: Arabar í meirihluta, Afro-Arab, Suður Asíubúar, Evrópubúar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), Socotri, Marhi.

Fáni Jórdaníu Jórdanía

  • Þjóðernishópar: Arabar í meirihluta, Circassian, Armenar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (víða töluð).

Fáni Katar Katar

  • Þjóðernishópar: Arabar, Indverjar, Pakistanar, Íranar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (vítt skilin).

Fáni Kúveit Kúveit

  • Þjóðernishópar: Kúveitar, Arabar, Asíbúar, Afríkubúar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (víða töluð).

Fáni Líbanon Líbanon

  • Þjóðernishópar: Stór meirihluti Arabar, Armenar, Phoenicians.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), franska, enska, armeníska.

Fáni Líbýu Líbýa

  • Þjóðernishópar: Arabar, Berbar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), berbíska (aðallega Nafusi, Ghadamis, Suknah, Awjilah, Tamasheq), ítalska og enska (bæði víða skilin).

Fáni Marokkó Marokkó

Mynd:Tungumal M-A.png
Ýmis tungumál Mið-Austurlanda. Á myndina vantar Pakistan.
  • Þjóðernishópar: Arab-Berbar; Arabar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), ýmis tungumál berba (Tamazight, Tachelhit, Tarifit), franska (mál verslunar, ríkisstjórnarinnar og diplómata).

Fáni Óman Óman

  • Þjóðernishópar: Arabar, Baluchi, Afríkubúar, Suður Asíbúar (frá Indlandi, Pakistan, Sri Lanka og Bangladesh).
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska, Baluchi, Urdu, indverskar mállýskur.

Fáni Pakistan Pakistan

  • Þjóðernishópar: Punjabi, Pashtun, Sindhi, Sariaki, Muhajirs, Balochi.
  • Tungumál: Punjabi (mest talað), Sindhi, Saraiki (mállýska af punjabi), Pashto, Urdu (opinbert), Balochi, Hindko, Brahui, enska (lingua franca), Burushaki.

Fáni Palestínu Palestína

  • Þjóðernishópar: Arabar, Gyðingar.
  • Tungumál: Arabíska, hebrew, enska (vítt skilin).

Fáni Sameinuðu arabísku furstadæmanna Sameinuðu arabísku furstadæmin

  • Þjóðernishópar: Suður Asíubúar, Arabar, Íranar, Emirati.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), persneska, enska, Hindi, Urdu.

Fáni Sádí-Arabíu Sádí-Arabía

  • Þjóðernishópar: Arabar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (vítt skilin).

Fáni Súdan Súdan

  • Þjóðernishópar: Súdanskir Arabar, Fur, Beja, Nuba, Fallata.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (opinbert), Nubian, Ta Bedawie, Fur.

Fáni Sýrlands Sýrland

  • Þjóðernishópar: Arabar, kúrdar, Armenar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), kúrdíska, armeníska, Aramaic, Cicrassian (víða skilin), franska, enska (nokkuð skilin).

Fáni Túnis Túnis

  • Þjóðernishópar: Stór meirihluti Arabar, Gyðingar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert sem og mál viðskipta), franska (mál viðskipta) og Tamazight.

Fáni Tyrklands Tyrkland

  • Þjóðernishópar: Tyrkir, Kúrdar.
  • Tungumál: Tyrkneska, kúrdíska.

Saga

Allt frá upphafi mannkynssögunnar (3500-3000f.kr) hefur svæðið sem við þekkjum í dag sem Mið-Austurlönd verið miðpunktur heimsmála hvort sem um er að ræða í menningarlegum, trúarlegum, stjórnmálalegum eða efnahagslegum skilningi. Forsögu svæðisins má rekja til elstu samfélaga manna í Mesópótamíu (Súmerar, Akkadíumenn, Assyringar, Babýlóníumenn) og Egyptalandi (Egyptar). Mesópótamía átti upptök sín á milli ánna Efrat og Tígris á því svæði sem Irak er í dag en Egyptaland liggur við ánna Níl. Landfræðileg lega gerði svæðin einstaklega hentug til ræktunar sem skipti sköpum fyrir fyrstu samfélög manna sem áttu allt sitt undir landbúnaði.[13]

Um 3000f.kr. áttu sér stað miklar breytingar í Mesópótamíu í kjölfar þess að borgir urðu að miðstöðum stjórnkerfis mannnlegs samfélags. Dregið var úr mikilvægi ættartengsla í pólitík, vart var við aukna verkaskiptingu og sérhæfingu, og stéttaskipting þróaðist með samþjöppun auðs. Upphaf þessara breytinga má rekja til Súmera sem stofnuðu nokkrar borgir í suðurhluta Mesópótamíu. Fyrstir til að þróa með sér ritmál í formi fleygleturs lögðu þeir jafnframt grunninn að félagslegum- efnahagslegum og vitsmunalegum grundvelli Mesópótamíu.[14]

Mesópótamía var sameinuð bæði stjórnmála- og menningarlega af Babýlóníyumönnum undir stjórn Hammurabi (r. 1792-1750f.kr) sem er þó fyrst og fremst hvað þekktastur fyrir lagabálk sinn sem er sá elsti sem varðveist hefur. Lögin gefa merkilega vísbendingu um daglegt líf íbúa auk þess sem þar kemur bersýnilega í ljós hve ríkjandi stéttaskipting var í samfélagi Babýlóníumanna. Hvað merkilegast þykir þó vera krafa laganna þess efnis að refsing væri í samræmi við þann glæp sem framinn var; auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.[15] 

Mörg stórveldi hafa litið dagsins ljós í Austurlöndum nær og eiga þau það nær öll sameiginlegt að hafa söðlað undir sig gífurlegt landsvæði. Merkilegt er að líta til þess hve gífurlega fjölbreytt menningarsvæði áttu uppruna sinn að rekja til þessa svæðis og hve ríkjandi þau eru fyrir áhugasvið nútímamanna.

Egyptaland

Um svipað leyti og menningarsvæði Súmera hóf útþenslu var Egyptaland sameinað úr tveimur aðskildum ríkjum, Neðra- og Efra-Egyptalandi, árið 3150f.kr. Sögu Forn-Egyptalands er að jafnaði skipt í þrjú tímabil sem kennd eru við konungsættir.[13]

  • Fornöld (3100-2660 f.Kr.)
  • Gamla ríkið (2660-2180 f.Kr)
    • Tímabil píramídanna
    • Helsta borg Memphis (Menefer)
  • Mið-ríkið (2080-1640 f.Kr)
    • Helstu konungar: Amenemhet, Sensuret
    • Helstur borgir: Þeba og Memphis)
  • Nýja ríkið (1570-1075 f.Kr)
    • Tími faraóanna: Hatshepsut, Tutmosis, Akhenaten, Ramses II

Persía

Persneska heimsveldið undir stjórn Darius mikla (552-584 f.Kr)

Persar ruddu sér til rúms á 6.öld f.Kr. Valdatíð þeirra entist frá 559 f.Kr. og allt til 330 f.Kr þegar þeir litu í lægra haldi fyrir Makedóníumönnum með Alexander mikla í broddi fylkingar. Hefðbundið er að tengja upphaf Persaveldis við Kýrus milda (576-530 f.Kr.) sem lagði grunninn að fjölmenningarlegu heimsveldi Persa sem átti síðar eftir að verða það stærsta í sögu fornaldar undir stjórn Daríusar mikla (552-486 f.Kr.). Alexander mikli lagði áherslu á að viðhalda stærð og styrk Persaveldis eftir að hann hafði sigrað það og tekið sér stöðu Persakonungs árið 330 f.Kr. Veldi Alexanders varð þó tiltölulega skammlíft en hann lést af veikindum árið 323f.kr. og þar með liðaðist gríðarlegt veldi hans í sundur.[16]

Grikkir

Saga Grikklands til forna er jafnan miðuð við upphaf hins grískumælandi heims um 1600 f.Kr. Vísun til Forn-Grikkja takmarkast ekki við það landsvæði sem við þekkjum sem Grikkland í dag heldur nær yfir víðfeðmra svæði þar sem grískumælandi íbúar dvöldu í fornöld. Grísk menningarsaga er jafnan álitin bera með sér rætur vestrænnar menningar nútímans sem Rómverjar hafi borið með sér til Evrópu.[17]

Rómarveldi og Býsansríkið

Rómarveldi stærst árið 117 undir stjórn Trajanusar

Róm varð lýðveldi um 510 f.Kr. og varð í kjölfarið að stórveldi. Landvinningar á Appenínaskaganum og sigrar á grískum nýlendum á Ítalíu kom þeim í kjörstöðu á toppi Miðjarðarhafs. Rómverjar háðu síðar þrjú stríð, púnversku stríðin (264-241 f.Kr.), sem tryggðu þeim yfirráð fyrir botni- og um vestanvert Miðjarðarhaf. Frekari landvinningar skiluðu þeim jafnframt yfirráðum á Spáni og í Frakklandi.[18]

Borgarastyrjöld um miðja 1.öld f.Kr leyddi til þess að í Róm var komið á keisaraveldi um 27 f.Kr. Rómarveldi náði hámarki sínu undir stjórn Trajanusar 98-117 e.Kr. Hnignunartímabil heimsveldisins hófst á 2.öld f.Kr. sem endaði með því að ríkinu var skipt í tvennt árið 293 og varð sú skipting varanleg frá árinu 395. Upp úr þessum klofningi varð Austurrómverska keisaradæmið, stundum nefnt Býsansríkið, til en höfuðborg þess var í Konstantínópel sem þekkist í dag sem Istanbul.[19]

Islam og kalífatið

Myndin sýnir úþenslu kalífatsins

Á 6.öld var Austurlöndum nær skipt milli tveggja ríkja, Austurrómverska keisaradæmisins í vestri og Sassanída veldisins í austri. Pattstaða hafði myndast í harðvígum deilum ríkjanna sem rekja mátti til langvarandi hernaðar milli Rómarveldis og Persíu. Við þessar kringumstæður reis nýtt afl sem gerði tilkall til valda í Mið-Austurlöndum; arabískt veldi Islam.[20] Í kjölfar andláts spámannsins Múhameð (570-632) hófu eftirmenn hans umtalsverða landvinninga sem teigðu sig langt út fyrir upptök sín á Arabíuskaganum. Árangurinn reyndist undraverður og innan við 100 árum eftir fráfall spámannsins hafði útþensla Araba náð að Indlandi í austri og til Spánar. Stjórnskipun ríkisins var til að byrja með í höndum Rashidun kalífanna (623-661) en að valdatíð þeirra lokinni er hefðbundið að miða við valdatíð Umayyad kalífatsins (661-750) og síðar Abbasída kalífatsins (750-1258).[21] Á 10. öld gekk kalífatið í gegnum hnignunartímabil. Landsvæðamissir og efnahagserfiðleikar gerðu það að verkum að heimsveldið liðaðist í sundur og forsenda myndaðist fyrir nýja aðila til að taka við stjórnartaumunum.[22]

Ottómanaveldið

Ottómanar risu til valda á fyrri hluta 15.aldar í Anatólíu á því svæði sem við þekkjum í dag sem Tyrkland. Eftir að hafa náð Konstantínópel á sitt vald árið 1453 og gert hana að höfuðborg sinni hófu Ottómanar reglubundna útþenslu ríkisins til austurs inn í Mið-Austurlönd árið 1514. Áður en langt um leið var fyrrum Býsansríkið innlimað í heild sinni í Ottómanaveldið og á 16.öld beindu þeir augum sínum niður með Miðjarðarhafinu og inn í Norður-Afríku. Á hápunkti sínum náði veldi Ottómana til Ungverjalands í Evrópu, Alsír í Norður-Afríku, umkringdi Rauðahafið og teygði sig einnig niður Persaflóa. Ottómanaveldið var eitt stærsta, best skipulagða og langlífasta heimsveldi sögunnar en valdatíð þess náði til 6.alda (1299-1922)[23]

20.öldin og þjóðríkið

Í upphafi 20.aldar áttu sér stað miklar hræringar sem leyddu m.a. til þess að svæðið sem við þekkjum í dag sem Mið-Austurlönd tekur á sig núverandi mynd. Eftir nokkuð stöðuga hnignun á 19.öld leið Ottómanaveldið endanlega undir lok árið 1922 eftir að hafa beðið ósigur í heimsstyrjöldinni fyrri (1914-1918). Með falli Ottómana skapaðist hins vegar tækifæri fyrir Frakka og Breta til að efla enn frekar ítök sín á svæðinu sem rekja mátti aftur til upphafs 19.aldar. Formlegri íhlutun lauk hins vegar með seinni heimsstyrjöldinni og eiginlegt sjálfsstæðistímabil hófst í sögu Mið-Austurlanda. Sjálfstæðið kom þó ekki vandkvæðalaust því tímabilið hefur einkennst að vissu leyti af milliríkjadeilum og baráttu fyrir fótfestu þjóða.[24]   

Trúarbrögð

Gyðingdómur

Gyðingdómur er flókinn lífsháttur gyðinga, sem tengir saman guðfræði, lög og óteljandi menningarhefðir.

Gyðingdómur staðfestir guðlegt drottinsvald sem afhjúpast í sköpuninni og í sögunni. Hann fullyrðið að samfélagið hafi mætt guðdóminum í persónu og hafið við hann samband. Hugmyndafræði Tórah (mósebækurnar) gefur til kynna efnisskrá mannlegrar aðgerðar sem á rætur sínar í þessu persónulega sambandi.

Ennfermur eru viðbrögð þessarar tilteknu þjóðar við guði talin vera einstök. Samfélagið er ákallað til þess að sýna fram á tryggð sína við guð og sáttmálann með því að sýna samstöðu í semeiginlegu lífi sínu á hverju stigi, þar með talið á öllum þáttum mannlegrar hegðunnar, frá því almenna til hins nánasta.

Því er gyðingleg tilbeiðsla sameiginlegur fögnuður yfir samkomunni við guð í sögunni. Tilvera sáttmálans er ekki talin bera á móti heldur frekar efla mannlega samstöðu. Þessi þjóð er kölluð til þess að koma á pólitískum, fjárhagslegum og félagslegum aðgerðum sem staðfesta guðlegt drottinsvald. Þessu hlutverki fylgir sú trú að ekki munu allir menn ná árangri einungis út frá eigin verðleika heldur eigi þessi eftirsóknarverðu sambönd uppruna sinn í guði, sem tryggir uppfyllingu þeirra. Í hverju samfélagi er hver og einn gyðingur ákallaður til þess að uppfylla sáttmálann í sínum persónulegu áfórmum og hegðun.[25]

Kristni

Kristni er eingyðistrú sem á uppruna sinn í lífi, kennslu og dauða Jesú Krists. Hún er fjölmennasta trúin í heiminum með yfir tvo milljarða fylgjenda. Stærstu kirkjudeildirnar eru Rómversk-kaþólska kirkjan, Austur-rétttrúnaðar kirkjurnar og Mótmælendakirkjan en ásamt þeim er mikil fjöldi minni kirkjudeilda.

Sem trúarhefð hefur kristni orðið meira en átrúnaður, hún hefu gefið af sér menningu, hugmyndafræði og lífsstíl sem hefur gengið á milli kynslóða allt frá því að Jesú varð að trúartákni. Kristni er því bæði lifandi hefð og menning sem trúin skilur eftir. Umboðsmaður kristninnar er kirkjan, samfélag þeirra sem trúa.

Eitt einkenni trúarhefðar kristninnar er, með nokkrum undantekningum, hugmyndin um frelsun, það er að segja að fylgjendur kirkjunnar sjá sig í einhvers konar nauð og þurfa að fá björgun. Af einhverri ástæðu hafa þeir verið fjarlægðir frá guði og þurfa frelsun. Fulltrúi frelsunarinnar er Jesús Kristur

Þó svo að það sé afar einfalt að sjá Jesús sem miðju átrúnaðarins þá er það einnig mjög flókið. Það sést í þeim þúsundum kirkjudeilda sem saman halda uppi nútíma kristinni hefð.[26]

Austur rétttrúnaðar kirkjan

Austur rétttrúnaðar kirkjan er sá fjöldi kristinna sem fylgir þeim trúarkenningum og hefðum sem settar voru fram á fyrstu sjö kirkjuþingunum. Kirkjan kallar sig rétttrúnaðar kirkju (e. orthodox) til þess að ítreka stöðu sína innan kristins samfélgas að þeir hafi viðhadið réttri trú og að annað sé villutrú. Ólíkt rómversk kaþólsku kirkjunni þá skipaði Býsans keisari patríarka, eða páfa, kirkjunnar og var hann staðsettu í Konstantínópel (Istanbúl).

Eftir kirkjuþingið í Kalkedon var til önnur hreyfing sem kallast Oríental rétttrúnaður og undir hana fellur meðal annars Koptíska kirkjan í Egyptalandi.

Á sjötta áratug  síðustu alda hófust viðræður á milli Rómversku, Austur og Oríental kirknanna og leystu þær úr ýmisum af deilum sínum um eðli Krists.[27]

Koptíska rétttrúnaðar kirkjan

Koptíska rétttrúnaðar kirkjan í Alexandríu, eða Koptíska rétttrúnaðar kirkjan, á flesta sína fylgjendur í Egyptalandi. Nafnið er dregið af arabíska orðinu qibt sem þýðir egypskur. Eftir að Arabar tóku yfir Egyptaland átti nafnið við um alla kristna en á nítjándu og tuttugustu öld fóru fylgjendur kirkjunnar að kalla sig koptísk rétttrúnaðarmenn.       Arabíska er í dag notuð í messum og guðsþjónustum og bækurnar sem þeir nota eru eftir st.Markús páfa, st.Cyril af Alexandríu og st.Gregory af Nazianzus.

Aðskilnaður koptísku kirkjunnar á rætur sínar að rekja til kirkjuþingsins í Kalkedon, en kirkjan hafnaði niðurstöðu þingsins um eðli krists, ásamt fleiri austrænum kirkjum. Rómverska og Austur rétttrúnaðarkirkjan fordæmdu þær kirkjur sem höfnuðu niðurstöðunni. Koptíska kirkjan tók aftöðu með st.Cyril sem sagði að guðdómleiki og mennska krists væru jöfn í holdgun hans og af einu eðli.

Eftir að kirkjan hætti að tala grísku og tók upp arabísku jukust deilurnar. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að ná sáttum við Býsans en þar náðu aldrei neinum árangri. Arabísku kalífarninr skiptu sér ekki af kirkjunni og leyfði henni að vera, að mestu, í friði. Svo lengi sem kirkjan og meðlimir hennar greiddu jizya skattinn sem allir þeir sem ekki voru múslimar þurftu að greiða.

Æðsti yfirmaður kirkjunnar er patríarkinn yfir Alexandríu og er staðsettur í Kaíró. Hann kallar sig páfa og tekur postullegt vald sitt frá st. Markús. Patríarkinn er kosinn úr hópi þriggja fyrirfram ákveðinna munka sem eru minnst fimmtíu ára gamlir.[28] 

Islam

Islam er trú sem komið var á fót af spámanninum Múhameð í Arabíu á sjöundu öld c.e. Arabíska orðið islam þýðir undirgefni og sýnir fram á grundvallar hugmyndafræði trúarinnar, sá sem trúir samþykkir undirgefni við vilja guðs. Allah er talinn vera eini guðinn og er skapari, viðhaldari og endurreisari heimsins. Vilja allah er kunngjört í gegnum  heilögu ritninguna Qur‘an, eða kóran, sem guð hefur opinberað spámanni sínum Múhameð.

Í Islamskri hefð er Múhameð talinn vera síðastur úr röðum spámanna guðs, þar með talið Abraham, Móse og Jesú, og boðskapur hans samtímis fullgerir og lýkur opinberunum fyrri spámanna.

Kenningin um guð í Kóraninum er afgerandi eingyðisleg, guð er einn og einstakur, hann á sér engan samstarfsmann eða jafningja. Múslimar trúa því að það séu engir milliliðir á milli guðs og sköpunnarinnar. Þó er vera hans talin vera alls staðar þá er hann ekki bundinn í neinu. Guð er réttlátur og  miskunsamur, réttlæti hans tryggir skipulag í sköpuninni. Að hann hafi skapað heiminn er talið vera hans mesta miskunnarverk og fyrir það syngur allt honum til dýrðar. Guð Kóransins er persónulegur guð og hverjum þeim sem kallar til hans í nauð er svarað. Ofar öllu öðru þá er hann guð leiðbeiningar og leiðir hann allt og alla á hina réttu braut.

Í sögu sköpunnarinnar í Kóraninum mótmælir engillinn Iblis, eða satan, sköpun mannsins, sem hann telur að muni eyðileggja jörðina. En hann tapar fyrir Adam í keppni um þekkingu. Kóraninn lýsir því manninn sem göfugastan af allri sköpuninni. Ólíkt kristnum og gyðingum þá fyrirgefur Allah Adam upprunalegu syndina

Þrátt fyrir allt lof þá lýsir Kóraninn mannlegu eðli sem viðkvæmu. Á meðan að allt í sköpuninni hefur sitt eðli og takmörk þá var manninum gefið frelsi og hefur þar af leiðandi tilhneigingu til mótlætis og stolts, jafnvel að því marki að lýsa sig sjálfbæran. Stolt er því talið vera dauðasind. Með því að viðurkenna ekki eigin takmörk eru menn sekir um að setja sig á jafnan stall og guð. 

Fimm stoðir Islam

Shahadah

            Fyrsta stoðin er trúarjátningin: Það er enginn guð nema guð og Múhameð er spámaður hans. Á henni hvílir þáttaka í samfélagi múslima. Trúarjáninguna skal fara með að minnsta kosti einu sinni á ævinni, upphátt, rétt , viljandi og með skilning á merkingu hennar og viðurkenningu í hjartanu.

Bænin

Önnur stoðin er bænirnar fimm sem fara skal með yfir daginn. Það er í lagi að fara með þær í einrúmi ef ekki er möguleiki á því að fara í mosku. Fyrstu bænina skal fara með fyrir sólarupprás, aðra rétt eftir hádegi, þriðju seinni part eftirmiðdegisins, þá fjórðu eftir sólsetur og þá fimmtu áður enn farið er í rúmið. Þó það sé ekki skylda þá er hvatt til næturbæna. Áður en bænin getur átt sér stað skal þvo hendur, fætur og andlit.

Á föstudögum fer fram sérstök samkoma í moskunni. Hæun fer fram á því tungumáli sem er talað á hverjum stað. Á samkomunni fer predikarinn með nokkur vers úr kóraninum og prédikar út frá þeim. Prédikunin kann að hafa siðferðisleg, félagsleg eða pólitísk skilaboð.

Zakat

Þriðja stoðin er ölmusa. Zakat er skattur sem er ekki rukkaður, nema í undantekningar tilfellum, af ríkinu, árlega, og tekur fasta prósentu af heildar eignum einstaklings. Zakat á að nota til þess að hjálpa fátækum en Kóraninn leyfir einnig að peningurinn sé notaður til þess að frelsa múslímska stríðsfanga, greiða þrálátar skuldir, greiða tollheimtugjöld, fjármagna jihad (þar meðtalið mentun og heilbrigði) og búa til aðstöðu fyrir ferðamenn(pílagríma).

Fastan

Fjórða stoðin er fastan í ramadan mánuðinum. Fastan byrjar við sólarupprás og endar við sólsetur. Á meðan á föstunni stendur er bannað að borða, drekka og reykja. Samkvæmt Kóraninum var það í ramadan mánuði sem Kóraninn var opinberaður.

Þeir sem eru veikir eða á ferðalögum mega fresta föstunni en þurfa samt sem áður að fasta í jafn marga daga. Gamalmenni og dauðvona sjúklingar fá undanþágu.

Hajj

Fimmta stoðin er hin árlega pílagrímsferð til Mekka sem allir Múslimar skulu taka sér fyrir hendur einu sinni á ævinni, svo framarlega sem þeir hafi efni á því og geti yfirgefið fjölskyldu sína. Sérstök þjónusta er haldin í hinni heilögu mosku sjöunda dag síðasta mánaðar dagatals múslima. Pílagrímsathafnir hefjast hinn áttunda og ljúka tólfta eða þrettánda dag.

Allir tilbiðjendur eiga að klæðast tveimur saumlausum klæðum og forðast kynlíf, að skera hár og neglur ásamt fleiri athöfnum. Aðal athöfnin er að ganga sjö sinnum í kringum Ka‘bah, sem er helgiskrín innan moksunnar, kissa og snerta svarta steininn, klifur og hlaup á milli fjallanna Safa og Marwah sjö sinnum.

Næsta stig er að fara frá Mekka, til Mina sem er í nokkura kílómetra fjarlægð, þar skal fara til Arafat, hlusta á predikun og eyða einum eftirmiðdegi.

Loka stigið er að eyða nótt í Muzdalifah, sem er á milli Mina of Arafat, og bjóða fórn til guðs.[29]

Súnní

Súnnítar eru stærri hópurinn af tveimur fjölmennustu hreyfingunum innan Islam. Þeir viðurkenna fyrstu fjóra kalífana sem réttláta arftaka spámannsins ólíkt Shi‘tum sem telja réttmætan arftaka vera tengdason Múhameðs, Ali. Súnnítar hafa lengi talið theokratíska ríkið sem Múhameð reisti vera jarðneskt og telja því að leiðtogar Islam séu því ekki ákveðnir að guðlegri tilskipun heldur af pólitíkinni í múslímska heiminum. Þetta varð til þess að Súnnítar meðtóku leiðbeiningar frá ríkustu fjölskyldunum í Mekka og umburðalyndi fyrir ómerkum eða útlendum kalífum, svo lengi sem þeir réðu með virðingu fyrir trúnni og trúarhefð.

Súnnítar viðurkenna ennfremur hinar sex bækur Hadith, sem eru sagðar vera rit af því sem Múhameð sagði en eru ekki hluti af Kóraninum, ennfremur viðurkenna þeir einn af fjórum kennslum Shari‘ah.

Á tuttugustu öld voru Súnnítar í meirihluta í öllum múslimaríkjum nema Írak, Íran og Jemen.[30]

Shía

Snemma í sögu Islam myndaðist pólitísk hreyfing sem kallaðist stuðningsmenn Ali eða á arabísku Shi‘at ‘Ali. Þeir studdu Ali, sem ver tengdasonur Múhameðs, og unnu að því að gera hann að kalífa og seinna meir afkomendur hans. Með tímanum þróaðist hreyfingin yfir í trúarsöfnuð sem fékk nafnið Shi‘ah.

Stuðningsmenn Alis fóru að þrengja kröfurnar varðandi hver gæti verið leiðtogi múslima og hver ekki. Þessi nýi leiðtogi kallaðist Imam. Þeir settu afkomendur Alis á hærri stall, og fullyrtu að á hverri stundu væri karlkyns afkomandi Ali tilnefndur af guði til þess að leiða Múslima og væri óskeikull í málum trúar og löggjafar. Imam hafði yfirmannlega þekkingu og skilning og þjáning þeirra var guðleg miskunn til fylgjenda hans. Með tímanum fór Shi‘ta kennsla að fullyrða að Imam væri guðlegur frelsari.

Flestir Shi‘ah múslimar fóru að lokum að styðja eina af tveimur fjölskyldum sem áttu rætur að rekja til Ali. Annar hópurinn studdi Isma‘il sem var sjöundi Imaminn og sá seinasti frá þessari ætt. Þeir eru kallaðir Sjöungar og nutu þeir ekki mikils stuðnings á meðal múslima.

Flestir Shi‘tar viðurkenna annan afkomenda Alis, Muhammad al-Mahdi al-Hujjah sem var tólfti Imaminn en hann hvarf árið 878. Þarf af leiðandi eru þessir Shi‘tar kallaðir Tólfungar. Al-Hujjah er einnig þekktur sem faldi Imaminn og trúa fylgjendur hans því að hann muni snúa aftur sem mahdi áður en að loka dómurinn yfir jörðinni hefst.[31]

Wahhabi

Wahhabi er hreintrúar (e. puritan) hreyfing innan Súnní Islam sem var stofnuð af Muhammad ibn ‘Abd al-Wahhab á átjándu öld í mið Arabíu og var síðar tekin upp af Saudi fjölskyldunni. Þegar leið á tuttugustu öldina höfðu Saud fjölskyldan lagt undir sig allt Najd svæðið og gert nokkrar tilraunir til þess að mynda sitt eigið ríkidæmi en þeir voru alltaf stöðvaðir af Ottómannaveldinu. Loks árið 1932 náðu þeir að fá sitt eigið konungsveldi undir leiðsögn Ibn Saud sem tryggði að trúarlegt og pólítískt vald Wahhabi trúarinna væri algjört í Saudi Arabíu.

Meðlimir Wahhabi hreyfingarinnar kalla sig al-Muwahhidun, eða únitara (e. unitarian), sem þeir draga af áherslu sinni á algera einingu guðs. Þeir hafna öllum aðgerðum sem gefa í skyn fjölgyðistrú, svo sem að dýrka dýrlinga, og tala fyrir því að snúa aftur til upprunalegra kenninga Islam eins og þær koma fyrir í Kóraninum og Hadith ásamt því að fordæma allar nýjungar (e. innovation). Guðfræði og lögfræði Wahhabi byggir hver um sig á kenningu Ibn Taymiyah og lögskóla Ahmad ibn Hanbal. Þessar kenningar leggja áhesrslu á bókstafs trú á Kóraninn og  Hadith ásamt nauðsyn stofnunar múslímsk ríkis sem byggir einungis á íslömskum lögum.[32]

Druze

Druze á uppruna sinn í Egyptalandi en flestir fylgjendur þessarar trúarhreyfingar búa  í Líbanon. Þeir aðskildu sig frá Isma‘ili Shi‘isma á valdatíð sjötta Fatimid kalífsins (996-1021) al-Hakim bi-Amr Allah. Nokkrir Isma‘ili guðfræðingar lýstu al-Hakim guðdómlegan og fóru að mynda hreyfingu í kringum þá hugsjón. Guðdómleika al-Hakim var lýst sem villutrú af  trúarstofnunum sem fullyrtu af al-Hakim hefði verið valinn að guðdóminum en væri ekki guðlegur sjálfur. Grunur liggur fyrir því að al-Hakim hafi sjálfur ýtt undir hugmyndir Druze manna.

1017 var fyrsta opinbera predikunin frá Druze mönnum í Kaíró og olli hún uppþoti. Einnig var klofningur innan hreyfingarinnar þar sem leiðtogi hennar, Hamzah ibn ‘Ali ibn Ahmad al-Zuzani, var að kljást um völd frá lærisveini sínum, Muhammad al-Darazi. Hamzah vann og Al-Darazi var lýsur villutrúarmaður og hvarf, talið er að al-Hakim hafi skipað að hann yrði drepinn.

Eftir að Al-Hakim hvarf 1021 var hreyfingin ofsótt af eftirmanni hans, al-Zahir. Hamzah fór í felur og al-Muqtana Baha‘ al-Din tók við sem leiðtogi hreyfingarinnar. Druze menn hurfu smátt og smátt frá Egyptalandi og héldu til afskekktra svæða í Sýrlandi og Líbanon, þar sem trúboðar höfðu náð þó nokkru fylgi. 1037 fór al-Muqtana í felur en hélt áfram að skrifa predikanir fram til 1043. En þá hættu Druze menn að taka við trúskiptingum.

Í upphafi 21. aldar voru rétt yfir ein milljón fylgismenn Druze og eru flestir þeirra í Líbanon. Þar sjást þeir mest í stjórnmálum undir forystu tveggja fjölskyldna, Jumblatt og Arslan.[33]

Ibadi

Ibadi er sér trúarhreyfing innan Islam og er hvorki hluti af Súnní né Shí‘ah. Þeir eru fyrst og fremst í Oman. Þeir eiga rætur sínar að rekja til sjöundu aldar hreyfingar sem kallast Khawarji og deila með þeim þrá til þess að mynda réttlátt múslímskt samfélag og trúa þeir því að einungis sé að finna sanna múslíma innan þeirra eigin raða.

Þrátt fyrir það telja Ibadi múslimar sig vera öðruvísi en Khawarij. Því þeir, Kkawarij, lýta á alla múslima sem gerast sekir um sind án iðrunar sem mushrikun, eða vantrúaða sem eru jafn sekir og þeir sem stunda skurðgoðadýrkun og eiga skilið dauðadóm. Ibadi líta á slíkt fólk sem kuffar ni‘ma eða vantrúaða sem eru vanþakklátir fyrir gjafir guðs. Þeir gera greinarmun á skurðgoðadýrkun og syndar án iðrunar. Sú refsing sem Ibadi múslimar beita er bara‘a eða halda sig við að slíta á vináttubönd frekar en að nota ofbeldi. Þeir múslimar sem eru ekki Ibadi og byðja í átt á Ka‘ba, Mekka, eru ekki skurðkoðadýrkendur en eru samt sekir um að vera kuffar ni‘ma.

Áhugavert er að refsingin bara‘a þýðir samt ekki fjandskapur á milli Ibadi múslima og vantrúaða, og er þeim meðal annars heimilt að giftast, erfa, blessa, biðja með og fyrir og að eiga almenn samskipti við svo framarlega sem þeir eru eingyðismen. Enn fremur hafa breskir fulltrúar sem fylgst hafa með völdum Ibadi múslima í austur Afríku sagt þá vera  minnst ofstækisfulla og opna fyrir öðrum trúarhópum af öllum múslímskum trúarhreyfingunum. Ofbeldi skal eingungis beita gegn óréttlátum yfirvöldum sem neita að breytast eða gefa eftir völd sín.

Ibadi múslimar hafna bókstaflegri túlkun á mannlegum (e. anthropomorphic) lýsingum á guði, og neita möguleikanum á því að hægt sé að sjá guð í þessu lífi eða því næsta. Enn fremur hafna þeir möguleikanum á björgun frá vítiseldi, refsing í helvíti er eilíf. Þegar kemur að því að velja á milli frjáls vilja og forlaga segja þeir að guð sé skapari allra mannlegra aðgerða.

Þó svo að Ibadi múslima biðji oft með Súnní múslimum er smá munur á bænasið þeirra. Ibadi múslimar líkt og Shi‘ah múslimar biðja með hendurnar niðum með síðum. Þeir telja að föstudagsbænin eigi einungis að fara fram í stórborgum þar sem réttlæti ræður ríkjum. Sem þýðir að í margar aldir héldu þeir ekki föstudagsbænir vegna þess að það vantaði réttlátan Imam.[34]

Hagkerfi

Olíu- og gasforði Mið-Austurlanda

Hagkerfi Mið-Austurlanda eru margbreytileg þar sem þau liggja yfir vítt og sundurleitt landsvæði. Katar telst efnaðasta ríki Mið-Austurlanda (og heimsins) en landsframleiðsla Katar miðað við höfðatölu eru 12,100 dollarar sem miðað við gengi í mars 2016 jafngildir 12,6 milljónum íslenskra króna.[35] En jafnt við gríðarlega efnuð ríki má finna mjög fátæk ríki í Mið-Austurlöndum. Jemen er í neðsta sæti á lista CIA factbook á landsframleiðslukvarða miðað við heiminn. Þá lifa jafnframt 54% þegna Jemens undir fátæktarmörkum.[36]

Sum ríki í Mið-Austurlöndum, sérstaklega við persaflóann, eru algerlega háð olíuiðnaðinum. Til að mynda kemur 80% af innkomu Sádí-Arabíska ríkisins frá olíuiðnaði. Kúvæt og Sameinuðu arabísku furstadæmin falla einnig undir þennan flokk. Önnur ríki innan Mið-Austurlanda hafa mun fjölbreytilegri uppsprettur innkomu. Þau hagnast meðal annars á landbúnaði, bómull, búfénaði, vefnaði, leðurvinnslu, skurðlækningatækjum og hernaðarbúnaði. Í hagkerfum Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein eru bankaviðskipti einnig mikilvæg uppspretta innkomu. Ferðamennska hefur einnig verið stór liður í hagkerfi ríkja á borð við Tyrkland, Egyptaland, Líbanon og Ísrael.

Stjórnarfar

Afganistan.

Íslamska lýðveldið Afganistan er lýðræðisríki, nánar tiltekið forsetaræði. Ríkisvald Afganistan skiptist skv. Stjórnarskrá ríkisins í þrjá hluta. Framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er þjóðhöfðingi og æðsti ráðamaður varnarliðs Afganistan. Forsetinn er kosinn í allsherjarkosningum en hann þarf hreinan meirihluta atkvæða til að ná kjöri. Forsetinn skipar ríkistjórn Afganistan. Þjóðþingið fer með löggjafarvaldið. Þjóðþing Afganistan situr í tveimur deildum. Neðri deildin kallast Wolesi Jirga eða deild fólksins (e. House of people). Fulltrúar neðri deildarinnar eru kosnir í allsherjarkosningum. Efri deildinn kallast Merhrano Jirga eða öldungardeildinn (e. House of elders). Fulltrúar hennar eru skipaðir. Dómsvaldið er óháð framkæmdar- og löggjafarvaldinu en það samanstendur af þremur dómsstigum. Áfrýjunarrétt (e. Appeal Court), Hárétt (e.High Court) og Hæstarétt (e. Supreme Court).[37]

Barein.

Barein er einræðisríki, nánar tiltekið konungsríki sem er bundið af stjórnarskrá. Barein er konungsríki þar sem konungurinn (e. the amir) fer fyrir framkvæmdarvaldinu og velur í ríkistjórn. Konungurinn er þjóðhöfðingi jafnt sem æðsti stjórnandi varnarliðs Barein. Þrátt fyrir að konungurinn fer með framkvæmdarvaldið hefur hann framselt það að miklu leiti til ríkisstjórnarinnar frá með 1956. Konungurinn skipar forsætisráðherra sem skipar í og fer fyrir ríkistjórninni sem er skipuð 18 ráðherrum. Konungur og Forsætisráðherra hafa báðir neitunarvald þegar að það kemur að ákvörðunum ríkistjórnarinnar. Stór hluti ráðherra Barein eru meðlimir Al Khalifa Konungsfjölskyldunnar.[38] Embætti Konungs gengur frá föður til sonar en konungur getur þó ákveðið að framselja embættið til annars ættingja hans sem er karlkyns. Dómstólar Barein eru aðskildir frá framkvæmdarvaldinu. Löggjafarvald Barein er í höndum Þjóðþingsins (e. the National Assembly) Þjóðþingið situr í tveimur deildum fulltrúardeildin (e. the chamber of deputies) sem hefur 40 kjörna meðlimi og Shura Ráðið (e. the Shura council) sem hefur 40 meðlimi skipaða af konungi.[39]

Egyptaland.

Egyptaland er formlega lýðræðisríki með forsetaþingræði. Stjórnskipan Egyptalands hvílir á stjórnarskrá sem var sett árið 1971, en endurbætt og aðlöguð að hinni nýju stjórnskipan í þjóðaratkvæðagreiðslu 19.mars 2011. Egypska þingið samanstendur af tveimur deildum. Samkunda Fólksins eða Majlis al Shaab er neðri deild þingsins. Hún samanstendur af 498 kjörnum og 10 skipuðum fulltrúum. Efri deildin kallast Shura Ráðið (e. the Shura Council) og samanstendur af 270 kjörnum og 90 skipuðum fulltrúum. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er kosinn í allsherjarkosningum.[40] Forsetinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars þarf hann að vera Egypskur ríkisborgari, báðir foreldrar hans þurfa að vera Egypskir, hann þarf að hafa sinnt herskyldu og hafa náð 40 ára aldri. Dómsvaldið í Egyptalandi er óháð framkvæmdar og löggjafarvaldinu. Egypska dómskerfið samanstendur af veraldlegum og trúarlegum dómstólum.[41]

Írak.

Írak er lýðræðisríki, nánar tiltekið sambandsríki sem býr við þingræði. Forsætisráðherra Írak fer með framkvæmdarvaldið ásamt forsetanum og ríkistjórn Írak sem kallast ráðherraráðið (e. Council of Ministers) Löggjafarvaldið er í honum tveggja löggjafarsamkundna, fulltrúaráðsins (e. Council of representatives) og Sambandsráðsins (e. Federation Council). Dómsvaldið í Írak er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.[42]

Íran.

Íslamska lýðveldið Íran er eina klerkaveldið (e.theocracy) í heiminum. Klerkaveldi sem stjórnskipan flokkast undir einræði. Klerkaveldi er stjórnarform þar sem æðsti valdhafi er sagður fara með vald Guðs, öll löggjöf byggir á trúarbrögðum og á að tjá vilja Guðs. Íslamska lýðveldið Íran var sett á fót árið 1979 í kjölfari byltingar gegn einveldisstjórn Mohammad-Reza Shah Pahlavi. Tvær tegundir stjórnsýslu stofnanna eru við lýði í Íran. Embætti sem er kosið í og embætti sem er skipað í. Kerfið flækist síðan vegna tilvistar hinna mörgu valdakjarna (e.multiple power centers). Hinir svokölluðu valdakjarnar eru stofnanir sem eru hugsaðar sem trúarleg viðbót við hinar hefðbundnu ríkistofnanir. Þar af leiðandi deila valdakjarnarnir ábyrgð með þeim stofnunum sem þeir eru viðbót við. Æðsta yfirvald íslamska lýðveldisins Íran er embætti leiðtogans (e.supreme leader). Embættið sameinar trúarlegt og veraldlegt yfirvald. Leiðtoginn er skipaður ævilangt af samkundu sérfræðinga. Samkundan samanstendur af 86 klerkum sem eru kosnir til átta ára í senn. Forsetinn er kosin með allsherjar kosningu á fjögurra ára fresti. Hann verður að vera twelver Shiite og karlkyns. Hann þarf ekki að vera klerkur þrátt fyrir að það sé algengast. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu fyrir utan þau málefni sem Leiðtoginn sér um. Forsetinn skrifar undir frumvörp sem þingið hefur samþykkt og staðfestir þau sem lög. Hann skipar meðlimi ríkistjórnarinnar (e. Cabinet) og ríkistjóra fylkja (e.provincial governors). Þingið getu lýst yfir vantrausti á forsetan og leiðtoginn síðan svipt hann embætti í kjölfarið. Íranska þingið situr í einni deild og er kallað Majles. Það samanstendur af 290 þingmönnum sem eru kosnir í allsherjar kosningum til fjögurra ára í senn. Allir nema fimm af meðlimum þingsins þurfa að vera múslimar. Stjórnarskrá Íran kveður á um að Kristnir eigi að hafa þrjá fulltrúa á þingi, Gyðingar einn og Zaraþústrar einn. Þingið hefur löggjafarvald en löggjöfin má ekki ganga gegn stjórnarskránni eða Islam.[43] Samkvæmt 156.grein stjórnarskrár Íran er dómsvaldið óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Leiðtoginn skipar æðsta yfirmann dómkerfisins sem útnefnir síðan forseta hæstaréttar (e. head of the supreme court).[44]

Israel.

Ísrael er lýðræðisríki, nánar tiltekið þingræðisríki. Ísraelska ríkisvaldið skiptist í þrjá hluta. Framkvæmdarvald, Löggjafarvald og Dómsvald. Forsætisráðherra Ísrael fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Ísraelska þingið fer með löggjafarvaldið og kallast Knesset. Þingið situr í einni deild og hefur 120 fulltrúa sem er kosnir í allsherjarkosningum. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Þrátt fyrir að Ísrael hefur ekki stjórnaskrá hefur ríkið svokölluð grunnlög sem þjóna á vissan hátt sama hlutverki. Forseti Ísrael er kosinn af þinginu til 7 ára í senn. Hann talar fyrir hönd Ísrael í alþjóðakerfinu en hefur lítil raunveruleg völd.[45]

Jemen.

Stjórnarfar í Jemen er óljóst í dag vegna yfirtöku vopnaðra samtaka sem kallast Houthis eða Ansar Allah á árunum 2014-2015. Samtökin tóki ríkið yfir og tilkynntu að þau myndu leysa upp þáverandi stjórnfyrirkomulag.[46]

Jórdanía.

Jórdanía er einræðisríki, nánar tiltekið konungsríki sem er bundið af stjórnarskrá. Stjórnarskráin skiptir völdum ríkistjórnarinnar í framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald. Löggjafarvaldið er bæði í höndum konungs og þingsins. Konungurinn fer líka með framkvæmdarvaldið með aðstoð ríkistjórnarinnar sem er kölluð Ráðherraráðið (e. Council of Ministers). Dómsvaldið er falið sjálfstæðum dómstólum sem eru óháðir framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.[47] Löggjafarþingið er kallað þjóðþingið og situr í tveimur deildum. Efri deildin kallast Öldungadeild (e. House of Notbles). Hún hefur 30 fulltrúa skipaða af konungi. Konungur skipar þingmennina til 4 ára í senn í tveimur helmingum, annan helminginn þegar tvö ár eru liðin af kjörtímabilinu. Þeir þingmann sem þá eru skipaðir sinna embætti þangað til tvö ár eru liðinn af næsta kjörtímabili. Neðri deildin kallast Fulltrúadeildin. Fulltrúadeildin hefur 30 kjörna fulltrúa. Þingið er í raun frekar valdalaust og konungur fer að mestu leiti með löggjafavaldið.[48] Dómskerfið í Jórdaníu byggir á Sharia lögum Íslamstrúar ásamt lögum með evrópskan uppruna. Það eru þrjár tegundir dómstóla í Jórdaníu: Borgararéttur, Trúarréttur og sérstakir dómstóla (e.special courts).[49]

Líbanon.

Líbanon er lýðræðisríki, nánar tiltekið þingræðisríki. Ríkisvaldinu er skipt eftir stjórnarskrá landsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og óháð dómsvald. Löggjafarvaldið liggur hjá Fulltrúaþinginu (e. Chamber of deputies) sem saman stendur af 128 fulltrúum sem eru kosnir á 4 ára fresti í allsherjarkosningum. Ríkistjórn Líbanon fer með framkvæmdarvaldið með forsætisráðherra landsins í forsvari. Dómsvaldið liggur hjá sjálfstæðum dómstólum.[50]

Marokkó.

Marokkó er einræðisríki, nánar tiltekið Konungsríki sem gengur í arf og er bundið af stjórnarskrá. Konungur fer með framkvæmdarvaldið hann skipar ríkistjórnina. Konungur getur rofið þing, ógilt stjórnarskránna og komið á kosningum. Hann er einnig æðsti yfirmaður hersins. Þingið situr í tveimur deildum fulltrúadeildinni og ráðgjafadeildinni. Þingið hefur samt í raun enginn völd. Valdið liggur allt hjá konungi. Dómstólar eru formlega sjálfstæðir í Marokkó. Konungur hefur hins vegar mikil áhrif í dómskerfinu.[51]

Óman.

Óman er einræðisríki nánar til tekið konungsríki. Í Oman er Soldánin (konungur) bæði þjóðarleiðtogi og forsætisráðherra ríkistjórnarinnar, sem fer með framkvæmdarvaldið. Soldánin fer með löggjafarvaldið en hefur ráðgefandi ráð kallað ráðherraráðið (e.Council of  Ministers) sem er skipað 27 meðlimum. Ráðherraráðið hefur þó engin raunverulög völd. Dómskerfi Oman byggir á túlkun Ibadi á hinum Íslömsku sharia lögum. Dómstólar fara eftir héruðum og er stjórnað í samvinnu við gadi. Gadi er dómari sem hefur fengið stöðu sína annað hvort með því að útskrifast frá háskóla með gráðu í Íslömskum lögum eða með því að hafa stundað nám hjá innlendum trúarbragða sérfræðingum. Þrátt fyrir að stýrast mest af sharia lögum reynir dómskerfið að komast að niðurstöðu sem er sanngjörn öllum aðilum. Þar af leiðandi hafa ættbálkalög í mörgum tilvikum blandast trúarlegum lögum.[52]    

Pakistan.

Pakistan er lýðræðisríki, nánar tiltekið sambandsríki sem býr við þingræði. Þing sambandsríkisins kallast Majlis-is-shoora eða ráðgjafaráðið. Ráðgjafaráðið fer með löggjafarvaldið. Það samanstendur af öldungadeild sem er efri deildin og Þjóðþinginu sem er neðri deildin. Forsetinn er þjóðhöfðingi og hann skipar forsætisráðherrann. Forsætisráðherrann er alltaf valin úr hópi þingmanna þjóðþingsins. Hann fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Dómstólar í Pakistan eru óháðir framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Forseti Pakistan skipar dómara Hæstaréttar.[53]

Palestína.

Formlega er Palestína lýðræðisríki, Nánar tiltekið forsetaþingræði. Hins vegar er stjórnarfar í Palestínu í mikilli óvissu bæði vegna átaka hagsmunahópa innan ríkisins og vegna þess að ekki öll ríki viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki t.d. nágrannaríki þeirra Ísrael.[54]

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin.

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin eru sambandsríki sem samanstendur af sjö ríkjum sem búa við einræði. Þau eru: Abu Dhabi, Ajman, Dubai,Fujairah, Ras al-khaimah, Sharjah og  Umm al-Quwain. Ríkin búa við bráðabirgða stjórnarskrá sem var sett 1972. Stjórnarskráin skiptir ríkisvaldinu í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Hún skiptir einnig löggjafar- og framkvæmdarvaldinu í alríkislögsögu og lögsögu furstadæmanna. Ríkistjórnin fer með utanríkisstefnu sambandsríkjanna, vörn þeirra og öryggismál, innflytjendamál og samskiptamál. Furstarnir fara með önnur völd. Framkvæmdarvaldið samanstendur af Æðsta ráði sambandsins( e.supreme council), Ráðherraráðinu (e.Cabin of Ministers) og forsetanum. Æðsta ráðið fer með löggjafar og framkvæmdarvaldið á alríkisstiginu. Æðsta ráðið samanstendur af furstum ríkjanna sjö. Það kýs innan sinna raða formann og varaformann til fimm ára í senn. Æðsta ráðið sér um alla stefnumótun og löggjöf fyrir alríkið. Forsetinn er stjórnarformaðu æðsta ráðsins, hann er þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi varnarliðs furstadæmanna. Forsetinn skipar forsætisráðherrann, Vara forsætisráðherrana tvo, ráðherra ríkistjórnarinnar og alla æðstu yfirmenn hersins. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Það samanstendur of forseta dómsvaldsins og fimm öðrum dómurum sem eru skipaðir af Forseta furstadæmanna. Skipan þeirra er hins vegar einnig háð samþykki æðsta ráðsins.[55]    

Sádí-Arabía

Konungsríkið Sádí-Arabía er einræðisríki sem gengur í arf. Árið 1992 vöru sett lög um rétt og ábyrgð ríkistjórnarinnar sem kallast Grunn lög um stjórnunarhætti (e. Basiv Law of Governance). Konungur Sádí-Arabía er einnig forsætisráðherra, þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi hersins. Embætti konungs gengur í arf. Ríkistjórnin eða Ráðherraráðið (e.Council of Ministers) er skipað af konungi á fjögurra ára fresti og er oftast mannað meðlimum konungsfjölskyldunnar. Löggjafarvaldið er í höndum konungs en hann hefur ráðgefandi þing (e. Consultive Counsil) sem er þekkt sem Majlis as-Shura eða Shura Ráðið (e. Shura Council). Ráðið samanstendur af 150 meðlimum sem eru skipaðir til 4 ára. Árið 2011 tilkynnti konungur að konur mættur sitja í ráðinu og skipaði 30 konur í ráðið. Löggjafarvald Sádí-Arabíu fylgir Sharia lögum Íslamstrúar. Réttarkerfi Sádía-Arabíu samanstendur af þremur megin hlutum. Fyrsta tilfellis dómstólum (e. Courts of the First Instance) sem eru almennir dómstólar. Dómstólar ógildinga (e.Courts of Cassation) og æðstu dómstólar (e. Supreme Judicial Council).[56]    

Súdan.

Súdan er formlega lýðræðisríki, nánar tiltekið ríki sem býr við forsetaræði. Forsetin er þjóðarleiðtogi og fer með framkvæmdarvaldið. Forsetinn fer í forsvari fyrir ríkistjórnina. Hann er einnig æðsti stjórnandi hersins. Bæði ríkistjórnin og þingið fara með löggjafarvaldið. Þingið skiptist í tvær deildir. Neðri deildin kallast Þjóðþingið (e. the National Assembly) og efri deildin kallast Ríkisráðið (e. the Council of States). Dómsvaldið er sjálfstætt en Stjórnarskrárrétturinn(e. Constitutional Court) fer með það.[57] 

Sýrland.

Sýrland er formlega lýðræðisríki sem býr við forsetaþingræði. Forsetinn er þjóðhöfðingi, hann fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt því að vera æðsti yfirmaður hersins. Forsetinn er kosin í allsherjarkosningum á 7 ára fresti. Forsetinn skipar forsætisráðherra. Þing fólksins eða Majlis al-shaab fer með löggjafarvald í sýrlandi. Þingið situr í einni deild og er kosið í allsherjarkosningum á 4 ára fresti. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu, dómarar eru tilnefndir af forsetanum en síðan skipaðir af æðsta dómsráðinu (e. supreme judical council.)[58]

Túnis.

Túnis er lýðræðisríki, nánar tiltekið ríki sem býr við forsetaþingræði. Forsetinn fer með framkvæmdarvaldið en hann er kosinn í allsherjarkosningum til 5 ára í senn. Forsetinn skipar forsætisráðherrann og ríkisstjórnina. Þingið fer með löggjafarvaldið í Túnis en það kallast Samkunda fulltrúa fólksins (e. Assembly of the representatives of the People). Á þinginu sitja 217 fulltrúar sem eru kosnir í allsherjarkosningum. Löggjöf í túnis byggist á frönskum lögum og Sharia lögum Íslams trúar. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Æðsti dómstóll Túnis nefnist Hæstiréttur (e.Supreme Court).[59]

Tyrkland.

Tyrkland er lýðræðisríki, nánar til tekið þingræðisríki. Forseti ásamt ríkistjórninni fara með framkvæmdarvaldið. Völd forseta eru þó lítil. Forsetinn er þjóðhöfðingi og er kosinn til sjö ára í senn. Þjóðþingið (e.Grand national assembly) fer með löggjafarvaldið en það er skipað 450 fulltrúum sem eru kosnir í alsherjakosningum til fimm ára í senn.  Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.[60]


  1. Gwinn, R. P., Swanson, C. E. og Goetz, P. W. (ritstjórar). (1985). The New Encyclopædia Britannica: Micropædia (15. útgáfa, 8. bindi). Chicago: Encyclopædia Britannica.
  2. 2,0 2,1 Karen Pinto. (2004). The Middle East. Í Philip Mattar (ritstjóri), Encyclopedia of the Modern Middle East & North Africa (bls. 1522-1523). Bandaríkin: Thomson Gale.
  3. 3,0 3,1 Gwinn, R. P., Swanson, C. E. og Goetz, P. W. (ritstjórar). (1985). The New Encyclopædia Britannica: Micropædia (15. útgáfa, 8. bindi). Chicago: Encyclopædia Britannica.
  4. Said, E. W. (1978). Orientalism. New York: Pantheon Books.
  5. Fisher, W. B. (2013). The Middle East : a physical, social, and regional geography. New York: Routledge.
  6. Chaurasia, R. S. (2005). History of the Middle East. New Delhi: Atlantic.    
  7. Anderson, E. (2000). Middle East: Geography and geopolitics. New York: Routledge.
  8. Anderson, E. (2000). Middle East: Geography and geopolitics. New York: Routledge.
  9. [1] CIA. Sótt 6. apríl 2016
  10. Takac, S. A. og Cline, E. H. (ritstjórar). (2015). The Ancient world. London: Routledge.
  11. [2] CIA. Sótt 5. apríl 2016
  12. Mattar, P. (ritstjóri). (2004). Encyclopedia of the Modern Middle East & North Africa. (2. útgáfa). Detroit: Thomson Gale.
  13. 13,0 13,1 McKay, A History of World Societies, bls. 44-46.
  14. Bulliet, The Earth and Its Peoples: A Global History, bls. 32
  15. McKay, A History of World Societies, bls. 42-44
  16. McKay, A History of World Societies, bls. 58-59
  17. McKay, A History of World Societies, bls. 116-117
  18. McKay, A History of World Societies, bls. 143-146
  19. McKay, A History Of World Societies, bls. 153-160
  20. Esposito, The Oxford History of Islam, bls. 1-3
  21. Cleveland, Bunton, A History of the Modern Middle East, bls. 4-15
  22. Esposito, The Oxford History of Islam, bls. 351
  23. McKay, A History of World Societies, bls. 587-595
  24. Cleveland, Bunton, A History of the Modern Middle East, bls. 138-161
  25. Judaism. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Judaism
  26. Christianity. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Christianity
  27. Eastern Orthodoxy. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved fromhttp://www.britannica.com/topic/Eastern-Orthodoxy
  28. Coptic Orthodox Church of Alexandria. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Coptic-Orthodox-Church-of-Alexandria
  29. Islam. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved fromhttp://www.britannica.com/topic/Islam
  30. Sunnite. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Sunnite
  31. Shi'ite. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Shiite
  32. Wahhabi. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved fromhttp://www.britannica.com/topic/Wahhabi
  33. Druze. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved fromhttp://www.britannica.com/topic/Druze
  34. Ibadi Islam: An introduction. (2016). In Islam and Islamic Studies Resources. Retrieved from http://islam.uga.edu/ibadis.html
  35. [3] Aneki. (2014). Richest countries in the Middle East. Sótt 6. apríl 2016
  36. [4] CIA. Sótt 6. apríl 2016
  37. Afghanistan online, „Afghanistan: Branches of Government,“ http://www.afghan-web.com/politics/government.html (sótt 8. Apríl 2016).
  38. Countrystudies, „Bahrain: Government and Politics“, http://countrystudies.us/persian-gulf-states/41.htm (sótt 8.apríl 2016)
  39. The Economist, „Bahrain“, http://country.eiu.com/article.aspx?articleid=981597882&Country=Bahrain&topic=Summary&subtopic=Political+structure (sótt. 8.apríl 2016)
  40. OECD, „e-Government studies“  http://www.oecd-ilibrary.org/governance/oecd-e-government-studies-egypt-2012_9789264178786-en (sótt 8. Apríl 2016)
  41. „Egypt‘s new constitution to be followed by tackling key political lawshttp,“ahramonline, 19.Janúar 2014 ://english.ahram.org.eg/News/91969.aspx (sótt 6.apríl 2016)
  42. Irfad, „Iraq Goverment“ http://www.irfad.org/iraq-government/# (Sótt 6.apríl 2016)
  43. H.E. Chahabi & Arang Keshavarzian,  „Politics in Iran“ í Comparative Politics Today, 10. útg., ritstj. G.Bingham Powell, Russel J Dalton og Kaare Strom. (New York: Longman, 2012), 520-534.
  44. Omar Sial, „A Guide to the legal system of the Islamic Republic of Iran,“ http://www.nyulawglobal.org/globalex/Iran.html (sótt 8. Apríl 2010).
  45. „Israeli Politics,“ My Jewis learning, http://www.myjewishlearning.com/article/israeli-politics/ (Sótt 8.apríl2016)
  46. „Houthis take charge in yemen,“Al Arabiya, 5.febrúar 2015, http://english.alarabiya.net/en/News/middle-east/2015/02/06/Yemen-s-Houthi-to-issue-constitutional-decree.html (sótt 6.apríl 2016)
  47. Countrystudies, „Jordan: The Government“, http://countrystudies.us/jordan/54.htm (sótt 8.apríl 2016)
  48. Countrystudies, „Jordan: The Legislature“, http://countrystudies.us/jordan/56.htm (sótt 8.apríl 2016)
  49. Countrystudies, „Jordan: The Judiciary“, http://countrystudies.us/jordan/57.htm (sótt 8.apríl 2016)
  50. Presidency of the Republic of Lebanon,“Overview of the Lebanese System“ http://www.presidency.gov.lb/English/LebaneseSystem/Pages/OverviewOfTheLebaneseSystem.aspx (Sótt 10.apríl 2016)
  51. Moulay Driss El-Maarouf, Mourad el Fahli and Jerome Kuchejda,“Morocco- Analisys of the Moroccan political system“ http://www.academia.edu/1788294/Morocco_-_Analysis_of_the_Moroccan_political_system (Sótt 10.apríl 2016)
  52. Countrystudies, „Oman: Government Institutions“, http://countrystudies.us/persian-gulf-states/66.htm (sótt 8.apríl 2016)
  53. Countrystudies, „Pakistan: Government Structure“, http://countrystudies.us/pakistan/65.htm (sótt 8.apríl 2016)
  54. Gaza the dear wee place, List of countries recognising Palestine. http://www.gazathedearweeplace.com/list-of-countries-recognising-palestine/ (Sótt 10.apríl 2016)
  55. Countrystudies, „The United Arab Emirates: Government and Politics“, http://countrystudies.us/persian-gulf-states/90.htm (sótt 8.apríl 2016)
  56. Helen Siegler and associates,“The Political System of Saudi Arabia,“ http://www.hziegler.com/articles/political-system-of-saudi-arabia.html (Sótt 9 apríl.2016)
  57. Bekele, Yilma "Chickens are coming home to roost!" Ethiopian Review. 2008.07.12, http://www.ethiopianreview.com/index/2929 (Sótt 9.04.2016.)
  58. Global Edge, „Syria Government“ http://globaledge.msu.edu/countries/syria/government (Sótt 9 apríl 2016)
  59. Sujit Choudry and Richard Stacey, „ Semi‘presidential government in Tunisia and Egypt“, Constution Building: A global review“ 2013, http://www.idea.int/publications/constitution-building-a-global-review/upload/cbgr_c5.pdf (Sótt 10.apríl 2016)
  60. Columbia, „ Turkey at a Glance: Government and legar system“ http://www.columbia.edu/~sss31/Turkiye/gov-system.html (sótt 9 apríl 2016)