Munur á milli breytinga „Thor Jensen“

Jump to navigation Jump to search
(→‎Ævi: Leiðrétti föðurnafn skv. Íslendingabók. Þýddi myndatextana.)
 
[[File:Fríkirkjuvegur 11.png|thumb|Thor Philip Axel Jensen byggði þetta hús 1908 á Fríkirkjuvegi 11, Reykjavík
|alt=Myndartexti á íslensku]] Árið 1886 fluttu Thor og Margrét til Borgarness. Kaupmaðurinn á staðnum Akra Jón lenti í vanskilum við birgja sinn, norska kaupmanninn Johann Lange pg Johann tók reksturinn upp í skuld. Johann kom sjálfur ekki til Íslands. Hann hafði frétt af dugmiklum dönskum búðardreng á Borðeyri og fól honum að annast reksturinn í sínu nafni. Thor var þá aðeins rúmlega tvítugur. Í Borgarnesi fæddust fyrstu fjögur börn þeirra Margrétar. Verslunin var til húsa í elsta húsi Borgarness sem jafnan hefur verið kallað Búðarklettur. Verslunin blómstraði undir stjórn Thors og hann stóð td fyrir að byggja pakkhús við verlsunarhúsið. Í dag er Landnámssetur Íslands til húsa í þessum sögufrægu húsum.
|alt=Myndartexti á íslensku]] Thor og Margrét fluttust til [[Akranes]]s þar sem Thor stofnaði verslun. Fyrst um sinn gekk reksturinn vel en í kringum aldamótin [[1900]] varð Thor gjaldþrota eftir að skip með vörum hans fórust á leið sinni. Thor fluttist þá ásamt fjölskyldu sinni til [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] þar sem þau bjuggu uns Thor kom aftur undir sig fótunum og stofnaði verslun á ný í Reykjavík. Vitað mál var að Thor væri röskur maður og „[t]veir af öflugustu útvegsbændum á Seltjarnarnesi, Guðmundur Einarsson í Nesi og Þórður Jónasson í Ráðagerði sögðust skyldu kaupa af honum útgerðarvörur ef hann byði þær á samkeppnishæfu verði.“<ref>Guðmundur Magnússon. ''Thorsararnir''. bls 37</ref> Guðmundur þessi veitti honum afnot af húsnæði sínu á horni Austurstrætis og Veltusunds og báðir bændurnir skrifuðu [[víxill|víxil]] upp á 500 kr. til þess að koma fyrirtækinu á laggirnar. Verslunina nefndi hann ''Godthaab''-verzlunina eftir Godthaabsvegi í [[Friðriksberg]]i í Kaupmannahöfn. Rekstur verslunarinnar gekk vel og Thor varð á stuttum tíma einn ríkasti maður á Íslandi. Þá byggði hann sér veglegt hús að [[Fríkirkjuvegur 11|Fríkirkjuvegi 11]] við [[Tjörnin]]a.
 
|alt=Myndartexti á íslensku]] Thor og Margrét fluttust síðan til [[Akranes]]s þar sem Thor stofnaði eigin verslun. Fyrst um sinn gekk reksturinn vel en í kringum aldamótin [[1900]] varð Thor gjaldþrota eftir að skip með vörum hans fórust á leið sinni. Thor fluttist þá ásamt fjölskyldu sinni til [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] þar sem þau bjuggu uns Thor kom aftur undir sig fótunum og stofnaði verslun á ný í Reykjavík. Vitað mál var að Thor væri röskur maður og „[t]veir af öflugustu útvegsbændum á Seltjarnarnesi, Guðmundur Einarsson í Nesi og Þórður Jónasson í Ráðagerði sögðust skyldu kaupa af honum útgerðarvörur ef hann byði þær á samkeppnishæfu verði.“<ref>Guðmundur Magnússon. ''Thorsararnir''. bls 37</ref> Guðmundur þessi veitti honum afnot af húsnæði sínu á horni Austurstrætis og Veltusunds og báðir bændurnir skrifuðu [[víxill|víxil]] upp á 500 kr. til þess að koma fyrirtækinu á laggirnar. Verslunina nefndi hann ''Godthaab''-verzlunina eftir Godthaabsvegi í [[Friðriksberg]]i í Kaupmannahöfn. Rekstur verslunarinnar gekk vel og Thor varð á stuttum tíma einn ríkasti maður á Íslandi. Þá byggði hann sér veglegt hús að [[Fríkirkjuvegur 11|Fríkirkjuvegi 11]] við [[Tjörnin]]a.
 
Thor kom að stofnun [[Miljónafélagið|Miljónafélagsins]] árið [[1907]] og sá um kaup á og tók þátt í hönnun á [[Jón forseti (togari)|Jóni forseta]], fyrsta togara Íslendinga. Hann var einn af forystumönnum um stofnun [[Eimskipafélag Íslands|Eimskipafélags Íslands]] en var ekki kosinn í stjórn sökum uppruna síns og var hann því fráhverfur Eimskipafélaginu síðan.

Leiðsagnarval