„Siðmennt“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Morten7an (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:


Siðmennt tekur ekki beina afstöðu í [[stjórnmál]]um og [[félagsmál]]um. Undantekning er þó ósk félagsins um jafna stöðu allra trúarbragða og lífsskoðana sem m.a. hlýtur að hafa í för með sér aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi.
Siðmennt tekur ekki beina afstöðu í [[stjórnmál]]um og [[félagsmál]]um. Undantekning er þó ósk félagsins um jafna stöðu allra trúarbragða og lífsskoðana sem m.a. hlýtur að hafa í för með sér aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi.

==Meðlimir==
Þann 1. janúar voru meðlimir 1020 talsins.


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==

Útgáfa síðunnar 6. júní 2015 kl. 18:53

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari mannúðarstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir borgaralegum athöfnum.

Siðmennt skipuleggur borgaralega fermingu með tilheyrandi námskeiði og leiðbeinir fólki um fleiri athafnir svo sem borgaralega útför og nafngjöf án skírnar og hefur gefið út bæklinga í því skyni. Það hefur tekið ýmis mál til umræðu, haldið fundi og gengist fyrir blaðaskrifum.

Siðmennt hefur unnið að því að kynna fólki hvernig hægt er að standa að borgaralegri útför. Fyrstu starfsárin var saminn bæklingur um það efni og fóru fróðir menn um lög og reglur gaumgæfilega yfir efni hans. Síðar gaf félagið út bækling um borgaralega nafngjöf til að leiðbeina þeim sem ekki láta skíra börn sín.

Félagið hefur gengist fyrir umræðufundum um ýmis mál er tengjast mannúðarstefnu (siðrænum húmanisma) eða borgaralegum athöfnum. Má þar nefna málefni eins og stefnu félagsins, trúarbragðafræðslu í skólum, mannréttindi samkynhneigðra, trúarskoðanir Schuberts, um að taka dauðann í sátt, sorg og sorgarviðbrögð, hugsanlegt trúfélag trúlausra, um erlend félög siðrænna húmanista o.fl.

Siðmennt tekur ekki beina afstöðu í stjórnmálum og félagsmálum. Undantekning er þó ósk félagsins um jafna stöðu allra trúarbragða og lífsskoðana sem m.a. hlýtur að hafa í för með sér aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi.

Meðlimir

Þann 1. janúar voru meðlimir 1020 talsins.

Tengt efni