„Heilablóðfall“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:
Meðferð byggist á [[endurhæfing]]u, svo sem talþjálfun, líkamsþjálfun og iðjuþjálfun auk [[lyf]]jameðferðar, sem ætlað er að draga úr líkum á endurteknu heilablóðfalli. Lyfjameðferðin beinist að því að draga úr storknunargetu blóðsins, lækka blóðþrýsting og koma í veg fyrir [[hjartsláttaróregla|hjartsláttaróreglu]] eftir því sem hægt er.
Meðferð byggist á [[endurhæfing]]u, svo sem talþjálfun, líkamsþjálfun og iðjuþjálfun auk [[lyf]]jameðferðar, sem ætlað er að draga úr líkum á endurteknu heilablóðfalli. Lyfjameðferðin beinist að því að draga úr storknunargetu blóðsins, lækka blóðþrýsting og koma í veg fyrir [[hjartsláttaróregla|hjartsláttaróreglu]] eftir því sem hægt er.


Ef hafin er strax (innan þriggja klukkustunda) blóðsegaleysandi meðferð til að opna hina stífluðu æð þá má minnka skaðann og þá fötlun sem hann veldur<ref>http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/05/nr/5495 Björn Logi Þórarinsson, Mikilvægar framfarir í meðferð blóðþurrðarslags, Læknablaðið, 5. tbl. 101. árg. 2015</ref>

== Tilvísanir ==
<references/>
== Tengill ==
== Tengill ==
{{Wikiorðabók|heilablóðfall}}
{{Wikiorðabók|heilablóðfall}}

Útgáfa síðunnar 16. maí 2015 kl. 11:18

Sneið úr heila sjúklings sem lést úr heilablóðfalli.

Heilablóðfall, einnig kallað slag, er skyndileg breyting á heilastarfsemi vegna truflunar á blóðflæði til heilans. Truflunin í blóðflæðinu getur til dæmis stafað af stíflaðri heilaslagæð af völdum blóðtappa (heiladrep) eða þá að æð brestur í heilanum og það blæðir inná heilavefinn (heilablæðing). Heilablóðfall getur valdið lömun öðrum megin í líkamanum, skertum skilningi eða talörðugleikum eða skerðingu sjónsviðs.

Heilablóðfall er í öllum tilvikum neyðartilvik. Það getur valdið viðvarandi skaða á heilavef eða dauða. Áhættuþættir eru til dæmis aldur, hækkaður blóðþrýstingur, fyrri heilablóðföll, sykursýki, hátt kólesteról í blóði, reykingar og gáttatif.

Meðferð byggist á endurhæfingu, svo sem talþjálfun, líkamsþjálfun og iðjuþjálfun auk lyfjameðferðar, sem ætlað er að draga úr líkum á endurteknu heilablóðfalli. Lyfjameðferðin beinist að því að draga úr storknunargetu blóðsins, lækka blóðþrýsting og koma í veg fyrir hjartsláttaróreglu eftir því sem hægt er.

Ef hafin er strax (innan þriggja klukkustunda) blóðsegaleysandi meðferð til að opna hina stífluðu æð þá má minnka skaðann og þá fötlun sem hann veldur[1]

Tilvísanir

  1. http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/05/nr/5495 Björn Logi Þórarinsson, Mikilvægar framfarir í meðferð blóðþurrðarslags, Læknablaðið, 5. tbl. 101. árg. 2015

Tengill

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu