Munur á milli breytinga „Minnihlutamál“

Jump to navigation Jump to search
1.050 bætum bætt við ,  fyrir 6 árum
ekkert breytingarágrip
'''Minnihlutamál''' er [[tungumál]] sem er talað af minnihluta fólks á ákveðnu svæði. Þar sem ríki heimsins eru um 193, og talið er að tungumál heimsins séu frá 5.000 til 7.000, eru langflest tungumál minnihlutamál í löndunum þar sem þau eru töluð. Nokkur minnihlutamál eru líka [[opinbert tungumál|opinber tungumál]], til dæmis [[írska]] á [[Írland]]i. Svo má [[þjóðarmál]] vera talið minnihlutamál í því tilfelli að þjóðin sem talar það er [[ríkislaus þjóð|ríkislaus]].
 
Í [[Evrópa|Evrópu]] er gert ráð fyrir minnihlutamál með [[Evrópusáttmáli um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa|Evrópusáttmálanum um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa]]. Hugtakið er skilgreint svona samkvæmt sáttmálanum:<blockquote>''„svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa“ eru tungumál sem:''</blockquote><blockquote>''1. eru notuð samkvæmt hefð á ákveðnu svæði ríkis af borgurum þess ríkis sem eru meðlimir í hóp sem eru tölulega minni en afgangur íbúa ríkisins; og''</blockquote><blockquote>''2. eru öðruvísi en opinber tungumál þess ríkis''</blockquote>Í flestum evrópskum löndum eru minnihlutamál tilgreind í lögum eða [[stjórnarskrá|stjórnarskránni]] og þeim er veitt einhver aðstoð frá ríkinu. Árið [[1992]] tók [[Evrópuráðið]] upp sáttmálann um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa til að vernda og efla minnihlutamál í Evrópu.
 
 
Þau ríki sem ekki hafa staðfest sáttmálann frá og með [[2012]] eru [[Aserbaídsjan]], [[Frakkland]], [[Írska lýðveldið|Írland]] (því þar er írska fyrsta opinbera tungumálið og það eru engin önnur minnihlutamál), [[Ísland]], [[Ítalía]], [[Lýðveldið Makedónía|Makedónía]], [[Malta]], [[Moldóva]] og [[Rússland]].
{{stubbur|tungumál}}
 
18.098

breytingar

Leiðsagnarval