„Normandí“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Flag of Normandy.jpg|thumb|right|Fáni Normandí]]
[[Mynd:Flag of Normandy.jpg|thumb|right|Fáni Normandí]]
'''Normandí''' eða '''Norðmandí''' <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2780925 Íslenzk tunga; grein í Þjóðviljanum 1958]</ref>) ([[franska]]: ''Normandie''; [[normanska]]: ''Normaundie'') er hérað í norðvesturhluta [[Frakkland]]s. Það skiptist í tvö stjórnsýsluleg [[héruð Frakklands|héruð]]: [[Efri Normandí]] (umdæmin [[Seine-Maritime]] og [[Eure]]) og [[Neðri Normandí]] (umdæmin [[Orne]], [[Calvados]] og [[Manche]]). Gamla [[sýsla]]n Normandí innihélt, auk núverandi héraða, landshluta sem nú tilheyra umdæmunum [[Eure-et-Loir]], [[Mayenne]] og [[Sarthe]].
'''Normandí''' eða '''Norðmandí''' <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2780925 Íslenzk tunga; grein í Þjóðviljanum 1958]</ref> ([[franska]] ''Normandie''; [[normanska]] ''Normaundie'') er hérað í norðvesturhluta [[Frakkland]]s. Það skiptist í tvö stjórnsýsluleg [[héruð Frakklands|héruð]]: [[Efri Normandí]] (umdæmin [[Seine-Maritime]] og [[Eure]]) og [[Neðri Normandí]] (umdæmin [[Orne]], [[Calvados]] og [[Manche]]). Gamla [[sýsla]]n Normandí innihélt, auk núverandi héraða, landshluta sem nú tilheyra umdæmunum [[Eure-et-Loir]], [[Mayenne]] og [[Sarthe]].
Menn frá Normandí heita ''Norðmandingar'' eða ''[[Normannar]]'', en hið síðarnefnda er einnig haft um norræna menn sem þar tóku sér bólfestu u.þ.b. á 9. öld. Í [[Gerpla|Gerplu]] eftir [[Halldór Laxness]] segir svo í upphafi 28. kafla: ''Normandíbúar, þeir er vér köllum rúðubændur''...
Menn frá Normandí heita ''Norðmandingar'' eða ''[[Normannar]]'', en hið síðarnefnda er einnig haft um norræna menn sem þar tóku sér bólfestu u.þ.b. á 9. öld. Í [[Gerpla|Gerplu]] eftir [[Halldór Laxness]] segir svo í upphafi 28. kafla: ''Normandíbúar, þeir er vér köllum rúðubændur''...



Útgáfa síðunnar 13. mars 2015 kl. 09:46

Fáni Normandí

Normandí eða Norðmandí [1] (franska Normandie; normanska Normaundie) er hérað í norðvesturhluta Frakklands. Það skiptist í tvö stjórnsýsluleg héruð: Efri Normandí (umdæmin Seine-Maritime og Eure) og Neðri Normandí (umdæmin Orne, Calvados og Manche). Gamla sýslan Normandí innihélt, auk núverandi héraða, landshluta sem nú tilheyra umdæmunum Eure-et-Loir, Mayenne og Sarthe. Menn frá Normandí heita Norðmandingar eða Normannar, en hið síðarnefnda er einnig haft um norræna menn sem þar tóku sér bólfestu u.þ.b. á 9. öld. Í Gerplu eftir Halldór Laxness segir svo í upphafi 28. kafla: Normandíbúar, þeir er vér köllum rúðubændur...

Áður var Normandí sjálfstætt hertogadæmi sem náði yfir ósa Signu frá Pays de CauxCotentin-skaganum. Ermarsundseyjar voru hluti af hertogadæminu og fylgdu titlinum (sem Bretadrottning ber nú) þótt héraðið væri innlimað í Frakkland. Lénið var upphaflega sett á stofn af Karli einfalda sem lausnargjald handa víkingnum Göngu-Hrólfi sem herjaði á Frakka árið 911. Nafnið er dregið af því að þar ríktu norrænir greifar.

Einn afkomenda Hrólfs, Vilhjálmur sigursæli, lagði England undir sig árið 1066 í orrustunni við Hastings og gerðist þar konungur en hélt Normandí áfram sem lén. Í tíð Jóhanns landlausa lagði Filippus Ágústus Frakkakonungur meginlandshluta greifadæmisins undir sig og Hinrik 3. Englandskonungur viðurkenndi þau yfirráð í Parísarsáttmálanum 1259. Englendingar gerðu síðar kröfu til héraðsins og lögðu það undir sig í Hundrað ára stríðinu, fyrst 1346 til 1360 og síðan 1415 til 1450.

6. júní 1944 hófu bandamenn allsherjarinnrás á meginland Evrópu á strönd Normandí. Orrustan um Normandí er enn stærsta innrás sögunnar af hafi þar sem nær þrjár milljónir hermanna fóru yfir Ermarsund.

Tilvísanir

  1. Íslenzk tunga; grein í Þjóðviljanum 1958

Tenglar

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG