„Heimsvaldastefna“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: eo:Imperiismo er gæðagrein; útlitsbreytingar
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Punch_Rhodes_Colossus.png|thumb|right|[[Cecil Rhodes]] sem [[risinn á Ródos]] gnæfir yfir Afríku.]]
[[Mynd:Punch_Rhodes_Colossus.png|thumb|right|[[Cecil Rhodes]] sem [[risinn á Ródos]] gnæfir yfir Afríku.]]
'''Heimsvaldastefna''' er [[stjórnmál]]astefna [[stórveldi]]s, sem miðar að því að gera það að [[heimsveldi]]. [[Utanríkisstefna]]n byggist á [[útþenslustefna|útþenslustefnu]], þ.a. stórveldið reynir hafa aukin áhrif á önnur ríki (eða reynir afla sér [[nýlenda|nýlendna]]). Lykilatriði getur verið yfirráðum yfir [[náttúruauðlind]]um landsins eða ítökum í stjórnmálalífi þess.
'''Heimsvaldastefna''' er [[stjórnmál]]astefna [[stórveldi]]s, sem miðar að því að gera það að [[heimsveldi]] með því seilast til áhrifa í öðrum löndum og hagnýta þau áhrif til fjárfestinga eða annarra efnahagslegra umsvifa, til dæmis við nýtingu [[náttúruauðlind]]a eða [[markaður|markaða]]. Oft er þeim hagsmunum fylgt eftir með [[utanríkisstefna|utanríkisstefnu]] landsins, og/eða með [[her]]valdi, stundum til að fá ríkisstjórnir annarra landa til að láta af andstöðu sinni en stundum til þess að leggja viðkomandi land undir heimsveldið sem [[skattland]], [[Nýlenda|nýlendu]] eða [[verndarsvæði]].


Nútímakenningar um heimsvaldastefnu urðu til á [[19. öld]] meðal vestrænna [[hagfræði]]nga og annarra fræðimanna, og stjórnmálamanna sem fengust við stjórn nýlenduvelda Breta, Frakka og fleiri þjóða. Bretinn [[John A. Hobson]], sem gaf út bók sína ''Imperialism'' (''Heimsvaldastefna'') árið [[1902]]. Hún hafði mikil áhrif á samtímamenns hans, meðal annars [[Lenín]], sem gaf út bók með sama nafni árið [[1917]], og aftur gaf tóninn í kenningum [[Marxismi|marxista]] um heimsvaldastefnu. Samkvæmt Lenín lauk tímabili nýlendustefnunnar við upphaf [[Fyrri heimsstyrkjöld|fyrri heimsstyrjaldar]], en þá hófst tímabil eiginlegrar heimsvaldastefnu, sem hann kallar „hæsta þróunarstig [[auðvald]]sskipulagsins“ og jafnframt síðasta stig þess. Að mati marxista stendur það tímabil mannkynssögunnar enn. Muninn segir Lenín felast í því að á nýlendutímanum séu enn til lönd sem stórveldin hafi ekki brotið undir sig, þau geti því keppt um áhrif án þess endilega að troða hvert öðru um tær. Á tímabili heimsvaldastefnunnar sé ekki pláss fyrir frekari útþenslu stórveldanna nema á kostnað hvers annars, og sú innbyrðis barátta leiði til heimsstyrjaldar, „uppskiptastyrjaldar“ sem hann kallar svo. Rót útþenslunnar rekja Lenín og fleiri til samþjöppunar [[auðmagn]]s: Vegna hennar myndist [[Auðhringur|auðhringa]], sem komist á endanum í [[einokun]]arstöðu á markaði heimalands síns. Þegar þeir eigi ekki fleiri fjárfestingartækifæri í heimalandinu, þurfi þeir að leita út fyrir landamærin eftir nýjum fjárfestingartækifærum svo þeir geti haldið áfram að græða peninga.
Kenningin um heimsvaldastefnu var þróuð í kjölfarið á [[nýlendutímabilið|nýlendutímabilinu]] sem hófst á [[19. öld]] og lauk, samkvæmt algengri söguskoðun, um miðja [[20. öld]]ina {{fact}}.


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==

Útgáfa síðunnar 4. mars 2015 kl. 04:53

Cecil Rhodes sem risinn á Ródos gnæfir yfir Afríku.

Heimsvaldastefna er stjórnmálastefna stórveldis, sem miðar að því að gera það að heimsveldi með því að seilast til áhrifa í öðrum löndum og hagnýta þau áhrif til fjárfestinga eða annarra efnahagslegra umsvifa, til dæmis við nýtingu náttúruauðlinda eða markaða. Oft er þeim hagsmunum fylgt eftir með utanríkisstefnu landsins, og/eða með hervaldi, stundum til að fá ríkisstjórnir annarra landa til að láta af andstöðu sinni en stundum til þess að leggja viðkomandi land undir heimsveldið sem skattland, nýlendu eða verndarsvæði.

Nútímakenningar um heimsvaldastefnu urðu til á 19. öld meðal vestrænna hagfræðinga og annarra fræðimanna, og stjórnmálamanna sem fengust við stjórn nýlenduvelda Breta, Frakka og fleiri þjóða. Bretinn John A. Hobson, sem gaf út bók sína Imperialism (Heimsvaldastefna) árið 1902. Hún hafði mikil áhrif á samtímamenns hans, meðal annars Lenín, sem gaf út bók með sama nafni árið 1917, og aftur gaf tóninn í kenningum marxista um heimsvaldastefnu. Samkvæmt Lenín lauk tímabili nýlendustefnunnar við upphaf fyrri heimsstyrjaldar, en þá hófst tímabil eiginlegrar heimsvaldastefnu, sem hann kallar „hæsta þróunarstig auðvaldsskipulagsins“ og jafnframt síðasta stig þess. Að mati marxista stendur það tímabil mannkynssögunnar enn. Muninn segir Lenín felast í því að á nýlendutímanum séu enn til lönd sem stórveldin hafi ekki brotið undir sig, þau geti því keppt um áhrif án þess endilega að troða hvert öðru um tær. Á tímabili heimsvaldastefnunnar sé ekki pláss fyrir frekari útþenslu stórveldanna nema á kostnað hvers annars, og sú innbyrðis barátta leiði til heimsstyrjaldar, „uppskiptastyrjaldar“ sem hann kallar svo. Rót útþenslunnar rekja Lenín og fleiri til samþjöppunar auðmagns: Vegna hennar myndist auðhringa, sem komist á endanum í einokunarstöðu á markaði heimalands síns. Þegar þeir eigi ekki fleiri fjárfestingartækifæri í heimalandinu, þurfi þeir að leita út fyrir landamærin eftir nýjum fjárfestingartækifærum svo þeir geti haldið áfram að græða peninga.

Tengt efni

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill GG