„Jón Espólín“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Sylgja (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti
Lína 44: Lína 44:


== Tenglar ==
== Tenglar ==
* [http://m.baekur.is/is/bok/000207142 Árbækur Espólíns á Baekur.is]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2316057 ''Jón Espólín''; greinarbrot í Tímariti hins íslenska bókmenntafélags 1882]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2316057 ''Jón Espólín''; greinarbrot í Tímariti hins íslenska bókmenntafélags 1882]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2310593 ''Svona eiga sýslumenn að vera''; grein í Verkamanninum 1962]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2310593 ''Svona eiga sýslumenn að vera''; grein í Verkamanninum 1962]

Útgáfa síðunnar 13. febrúar 2015 kl. 22:19

Jón (Jónsson) Espólín (22. október 17691. ágúst 1836) var sýslumaður, fræðimaður og íslenskur annálaritari og er einna frægastur fyrir að hafa tekið saman Íslands Árbækur í söguformi.

Æviágrip

Jón Espólín var fæddur á Espihóli í Eyjafirði og kenndi sig við þann bæ. Foreldrar hans voru Jón Jakobsson sýslumaður og kona hans Sigríður Stefánsdóttir. Jón lærði í heimaskóla hjá Jóni presti Jónssyni í Núpufelli og fór síðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla.Hann var skipaður sýslumaður í Snæfellsnessýslu frá 19. september 1792. Hann tók við sýslunni seint í nóvember sama ár. Árið 1797 hafði hann sýsluskipti við Finn Jónsson sýslumann í Borgarfjarðarsýslu og var þar í fimm ár en þá skipti hann um sýslu við Jónas Scheving og fékk Skagafjarðarsýslu, þar sem hann var síðan sýslumaður til dauðadags. Hann bjó fyrst á Flugumýri í Blönduhlíð 1803–1806, síðan í Viðvík í Viðvíkursveit til 1822 og síðast á Frostastöðum í Blönduhlíð. Kona Jóns var Rannveig Jónsdóttir (6. janúar 1773 - 8. ágúst 1846). Sonur þeirra, Hákon, gaf út þrjár bækur með efni eftir föður sinn að honum látnum.

Jón hafði mikinn áhuga á sagnfræði og ættfræði frá unglingsárum og skrifaði mikið um þau efni. Annállinn Íslands Árbækur í sögu-formi, sem venjulega gengur undir nafninu Árbækur Espólíns, kom út í 12 bindum á árunum 1821–1855. Árbækurnar eru yfirlit yfir sögu Íslands frá því um 1262 til samtíma höfundarins, og eru beint framhald af Sturlungu. Þær höfðu mikil áhrif, enda um langt skeið eina prentaða yfirlitið um sögu Íslands eftir 1262.

Jón var afkastamikill höfundur. Eftir hann liggja meiri ættfræðiupplýsingar en nokkurn annan mann frá fyrri tíð og við hann er kennt ættfræðiforritið Espólín. Hann tók saman fjöldamörg rit um mannkynssögu, einkum sögu fornaldar, en einnig sögu síðari alda. Langbarða sögur, Gota og Húna og þýðingarnar eftir Plútarkos eru sýnishorn af því safni. Hann orti sálma og skrifaði einnig eina fyrstu skáldsögu á íslensku, þ.e. Sagan af Árna yngra ljúfling.[1]

Sagt hefur verið um Jón að hann hafi skrifað óvenju góða íslensku á tíð þegar málfar embættismanna var æði dönskuskotið. Gísli Konráðsson, lærisveinn og vinur Jóns Espólíns, lýsti honum svo:

Fríður var hann sýnum og mikill vexti; hæð hans var 73 þumlungar, en yfir axlir og brjóst 50 þumlungar að dönsku máli; armaþrekinn, fögur höndin, í smærra lagi eftir vexti og skófætur snotrir [...] ljóseygur og augun í stærra lagi og opineygur og heldur rýnd á efri árum, en sá lengst af afarvel á bók.

Ritstörf

Eftir Jón Espólín liggja fjöldamörg ritverk, bæði frumsamin og þýdd. Flest þeirra hafa aldrei verið gefin út og eru aðeins til í handritum.

  • Íslands árbækur í söguformi 1–12, Kaupmannahöfn 1821–1855. — Ljósprentað í Reykjavík 1942–1947, með formála eftir Árna Pálsson: „Um Espólín og Árbækurnar“.
  • Sjö miðvikudaga predikanir á föstunni, samanteknar af sál. sýslumanni J. Espólín, Viðeyjarklaustri 1839. — Hákon Espólín gaf út.
  • Andlegir sálmar, orktir af sál. sýslumanni J. Espólín, Viðeyjarklaustri 1839. — Hákon Espólín gaf út.
  • Tilraun til skiljanlegrar útleggingar Opinberunar Jóhannis, Akureyri 1855, 254 s. — Hákon Espólín gaf út.
  • Langbarða sögur, Gota og Húna, Akureyri 1859, 230 s.
  • Saga Jóns Espólíns hins fróða, sýslumanns í Hegranesþingi, rituð af sjálfum honum í dönsku máli, en Gísli Konráðsson sneri henni á íslenskt mál, jók hana og hélt henni fram, Kaupmannahöfn 1895, 211 bls. — Endurprentað í ritsafninu: Merkir Íslendingar 5, Rvík 1951:126–292.
  • Jón Espólín og Einar Bjarnason: Saga frá Skagfirðingum 1647–1847 1–4, Rvík 1976–1979. — Fyrri hlutinn, til 1835, er eftir Jón Espólín, framhaldið eftir Einar Bjarnason á Mælifelli.
  • Ættatölubækur Jóns Espólíns 1–8, Samskipti 1980–1983, gefnar út í ljósriti. — Árni Zophoníasson sá um útgáfuna, Rósinkrans Á. Ívarsson gerði nafnaskrá.
  • Jón Espólín og Gísli Konráðsson: Húnvetninga saga 1–3, Rvík 1998. — Fyrri hlutinn, til 1833, er eftir Jón Espólín, viðaukar og framhald eftir Gísla Konráðsson. Jón Torfason sá um útgáfuna.
  • Sagan af Árna ljúfling yngra er lifði í miðri 18. öld. Fyrstu sögur, Rvík 2007:91–207. — Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir gáfu út.

Greinar

  • Udkast til kort synchronisme over nordens sagaer. Tidsskrift for nordisk oldkyndighed 2, Kbh. 1829:349–366.
  • Nogle bemærkninger af prof. og ridder Dr. P. E. Müllers Saga-Bibliothek. Tidsskrift for nordisk oldkyndighed 2, Kbh. 1829, 35 s. — Sérprent.

Þýðingar

  • Galletti, Johann Georg August: Kennslubók í sagnafræðinni fyrir viðvaninga, Leirárgörðum 1804. — Á bls. 151–171 er kafli um Íslandssögu eftir Jón Espólín.
  • Plútarkos: Saga Scipions hins afríkanska eður mikla, Akureyri 1858, 44 s.
  • Plútarkos: Sögur Sólons hins spaka, löggjafa Athenuborgarmanna, og Platons heimspekings, Akureyri 1858, 55 s.

Tilvísanir

  1. Sagan af Árna yngra ljúfling, Skoðað 12. febrúar 2015.

Heimildir

  • Árni Pálsson: Um Espólín og Árbækurnar. Á víð og dreif, ritgerðir, Rvík 1947.
  • Ingi Sigurðsson: The historical works of Jón Espólín and his contemporaries. Aspects of Icelandic historiography, Edinburgh 1972, vii+446 s. — Doktorsritgerð.
  • Ingi Sigurðsson: Upplýsing og saga, Rvík 1982:37–43 (umfjöllun um Espólín) og 119–173 (úrval úr ritum hans).
  • Ingi Sigurðsson: Sagnfræði. Upplýsingin á Íslandi, Rvík 1990:244–268.

Tenglar