486
breytingar
m (→Tenglar) |
|||
== Æviágrip ==
Jón Espólín var fæddur á [[Espihóll|Espihóli]] í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]] og kenndi sig við þann bæ. Foreldrar hans voru [[Jón Jakobsson]] sýslumaður og kona hans Sigríður Stefánsdóttir. Jón lærði í heimaskóla hjá Jóni presti Jónssyni í [[Núpufell]]i og fór síðan til náms við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]].Hann var skipaður sýslumaður í [[Snæfellsnessýsla|Snæfellsnessýslu]] frá [[19. september]] [[1792]]. Hann tók við sýslunni seint í nóvember sama ár. Árið 1797 hafði hann sýsluskipti við Finn Jónsson sýslumann í [[Borgarfjarðarsýsla|Borgarfjarðarsýslu]] og var þar í fimm ár en þá skipti hann um sýslu við Jónas Scheving og fékk [[Skagafjarðarsýsla|Skagafjarðarsýslu]], þar sem hann var síðan sýslumaður til dauðadags. Hann bjó fyrst á [[Flugumýri]] í [[Blönduhlíð]] 1803–1806, síðan í [[Viðvík]] í [[Viðvíkursveit]] til 1822 og síðast á [[Frostastaðir|Frostastöðum]] í Blönduhlíð. Kona Jóns var Rannveig Jónsdóttir ([[6. janúar]] [[1773]] - [[8. ágúst]] [[1846]]). Sonur þeirra, Hákon, gaf út þrjár bækur með efni eftir föður sinn að honum látnum.
Jón hafði mikinn áhuga á sagnfræði og ættfræði frá unglingsárum og skrifaði mikið um þau efni. Annállinn ''Íslands Árbækur í sögu-formi'', sem venjulega gengur undir nafninu ''[[Árbækur Espólíns]]'', kom út í 12 bindum á árunum [[1821]]–[[1855]]. Árbækurnar eru yfirlit yfir sögu Íslands frá því um 1262 til samtíma höfundarins, og eru beint framhald af [[Sturlunga saga|Sturlungu]].
Sagt hefur verið um Jón að hann hafi skrifað óvenju góða íslensku á tíð þegar málfar embættismanna var æði [[Danska|dönskuskotið]]. [[Gísli Konráðsson]], lærisveinn og vinur Jóns Espólíns, lýsti honum svo:
:„''Fríður var hann sýnum og mikill vexti; hæð hans var 73 þumlungar, en yfir axlir og brjóst 50 þumlungar að dönsku máli; armaþrekinn, fögur höndin, í smærra lagi eftir vexti og skófætur snotrir [...] ljóseygur og augun í stærra lagi og opineygur og heldur rýnd á efri árum, en sá lengst af afarvel á bók.''“
* ''Sjö miðvikudaga predikanir á föstunni, samanteknar af sál. sýslumanni J. Espólín'', Viðeyjarklaustri 1839. — Hákon Espólín gaf út.
* ''Andlegir sálmar, orktir af sál. sýslumanni J. Espólín'', Viðeyjarklaustri 1839. — Hákon Espólín gaf út.
* ''Tilraun til skiljanlegrar útleggingar Opinberunar Jóhannis'', Akureyri 1855, 254 s. — Hákon Espólín gaf út.
* ''Langbarða sögur, Gota og Húna'', Akureyri 1859, 230 s.
* ''Saga Jóns Espólíns hins fróða, sýslumanns í Hegranesþingi, rituð af sjálfum honum í dönsku máli, en Gísli Konráðsson sneri henni á íslenskt mál, jók hana og hélt henni fram'', Kaupmannahöfn 1895, 211 bls. — Endurprentað í ritsafninu: ''Merkir Íslendingar'' 5, Rvík 1951:126–292.
* [[Plútarkos]]: ''Saga Scipions hins afríkanska eður mikla'', Akureyri 1858, 44 s.
* [[Plútarkos]]: ''Sögur Sólons hins spaka, löggjafa Athenuborgarmanna, og Platons heimspekings'', Akureyri 1858, 55 s.
== Tilvísanir ==
<references />
== Heimildir ==
|
breytingar