Munur á milli breytinga „Tröllaskógur“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
 
'''Tröllaskógur''' er bæjarstæði og friðlýstar [[fornminjar]] á [[Móberg (jarðfræði)|móbergsöldu]] í [[Skógshraun]]i, um 8km8 km norðaustan við [[Keldur á Rangárvöllum]]. Í [[Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns]] segir: „Stóre skógur (Tröllaskógur) er sem rúmlega hálf bæjarleið frá Litla skógi í Arbæjar landi, sem nú er haldið. Hefur án efa byggður verið til forna, og kirkja þar staðið, sem bevisa girðingar og mannabein, er uppblása í stórviðrum. Nú er bæjarstæðið og landið um kring sumpart kafið sandi, sumpart komið í blásið hraun og vatnsból ekkert og þar fyrir aldeilis óbyggilegt.“ Tröllaskógar koma fyrir í [[Njálssaga|Njálssögu]].
 
Silfurnæla frá miðri 11. öld fannst í Tröllaskógi og er varðveitt í [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafni Íslands]]. Nælan er með [[kynjadýr]]i, er hefur framfætur og tvo hala, og vefjast um það ormar. Nælan er talin erlend smíð en líkar nælur hafa fundist í [[Noregur|Noregi]], [[Svíþjóð]] og [[Danmörk]]u.
50.763

breytingar

Leiðsagnarval