„Stjórnarskrá Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
17 síðari viðaukar hafa verið samþykktir eftir að Réttindaskráin tók gildi. Þeir hafa flestir endurspeglað áframhaldandi viðleitni til að víkka út borgaralegt og stjórnmálalegt frelsi, en aðrir eru tæknilegra eðlis og breyta litlu um undirstöðu og uppbyggingu [[Stjórnvöld|stjórnvalda]] sem sett var í stjórnarskrána [[1787]]. Elstur þessara viðauka er frá árinu [[1795]], en sá nýjasti öðlaðist gildi árið [[1992]].
 
Aðeins einn viðauki viðauki hefur verið felldur úr gildi, en það er [[Átjándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|átjándi viðaukinn]], sem tók gildi 16. janúar 1919 en var afnuminn afnuminn 5. desember 1933. Kvað hann á um bann við áfengissölu í Bandaríkjunum.
 
Af síðari viðaukum eru viðaukar [[Þrettándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|þrettán]], [[Fjórtándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|fjórtán]] og [[Fimmtándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|fimmtán]] áhrifamestir en þeir voru samþykktir í kjölfar þrælastríðsins og tryggðu m.a. afnám [[Þrælahald|þrælahalds]] í Bandaríkjunum, og hinum sigruðu Suðurríkjum var gert að samþykkja viðaukana áður en þau fengu að ný fulla inngöngu í ríkjasambandið. Á ensku er talað um "The Reconstruction Amendments".
 
Mismunandi er hve lengi það tekur fylkin að samþykkja viðauka sem samþykktir hafa verið af þinginu. Síðasti viðaukinn við stjórnarskrá Bandaríkjanna, sá [[TuttuguastiTuttugasti og sjöundi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|tuttuguastituttugasti og sjöundi]] öðlaðist gildi 1992, en hann kveður á um að breytingar á launum þingmanna taki ekki gildi fyrr en eftir næstu kosningar. Sá viðauki var samþykktur af þinginu árið 1789, alls 202 ár 7 mmánuðimánuði og 12 daga. Til samanburðar tók það fylkin aðeins þrjá mánuði og átta daga að samþykkja þann [[Tuttugasti og sjötti viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|tuttugasta og sjötta]], en hann kveður á um að kosningaréttur skuli miðast við átján ára aldur. Þingið hafði samþykkt viðaukann og sent til fylkjanna þann 23. mars 1971, en 1 júlí sama ár öðlaðist hann gildi eftir að þrír fjórðu fylkja Bandaríkjanna höfðu samþykkt hann.
 
Aðeins sex breytingar af þrjátíu og þremur sem þingið hefur samþykkt hafa ekki verið samþykktar af tilhlýðilegum fjölda fylkja<ref>NARA (e.d.) [http://www.archives.gov/exhibits/charters/charters.html "National Archives Article on the Entire Constitutional Convention"]. Sótt 22. október 2010.</ref>.
587

breytingar

Leiðsagnarval