Fara í innihald

„Knattspyrnufélag Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
:„Völlurinn var á melunum þar sem íþróttavöllurinn er nú - var ógirtur, ósléttur, grýttur og holóttur og illa strikaður. [...] Jafnvel stærð hans var með öllu óákveðin, því takmörk voru sett af handahófi, sín í hvert skiptið.“ <ref name="Fyrsta öldin">Ellert B. Schram (ábyrgðarmaður, margir höfundar). Fyrsta öldin - saga KR í 100 ár. Knattspyrnufélag Reykjavíkur, 1999. ISBN 9979-60-439-5</ref>
 
Þrátt fyrir þessar slæmu aðstæður tóku nokkrir piltar sig saman og stofnuðu, hinn [[16. febrúar]] [[1899]], '''Fótboltafélag Reykjavíkur''' í verslun Guðmundar Olsens í [[Aðalstræti]]. Þetta staðfestir [[Morgunblaðið]], því að hinn [[16. febrúar]], [[1924]] skrifar Kristján L. Gestsson grein þess efnis að Knattspyrnufélag Reykjavíkur ætti 25 ára afmæli<ref>Morgunblaðið, laugardaginn 16. febrúar 1924, bls. 2: http://www.timarit.is/?issueID=403137&pageSelected=0&lang=0</ref>, um mánuði fyrr en áður hafði verið talið. Félagið var stofnað með það að leiðarljósi að búa til aðstöðu fyrir unga drengi til að iðka knattspyrnu. Stofnendur og félagsmenn Fótboltafélags Reykjavíkur voru fyrstu árin eftirtaldir<ref>=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?issId=78113&pageId=1148474&lang=is&q=K.R.fjörtíu ára.''Vísir'' 10. mars 1939, bls. 5.</ref>,: Pétur Á. Jónsson, Þorsteinn Jónsson, bróðir hans, Jón Antonsson, Þorkell Guðmundsson, Kjartan Konráðsson, Geir Konráðsson,bróðir hans, Björn Pálsson Kalman, Davíð Ólafsson, Bjarni Ívarsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur Þorláksson, Guðmundur Þórðarson, Jón Björnsson, Bjarni Pétursson, Kristinn Pétursson,bróðir hans, Sigurður Guðjónsson, Guðmundur Stefánsson, glímukappi og Kristinn Jóhannesson. Síðar bættust við smám saman þeir Jón Halldórsson, Pétur Halldórsson,bróðir hans, Richard Thors, Skúli Jónsson, Símon Þórðarson, Jón Þorsteinsson, Árni Einarsson, Lúðvíg Einarsson,bróðir hans og Ben. G. Waage.
 
Starfsemi félagsins var ekki sérlega öflug fyrstu árin. Skipulögð stjórn félagsins var á undanhaldi og var enginn formlegur formaður félagsins fyrr en 1910. Einn maður bar þó höfuð og herðar yfir aðra menn í starfi KR fyrstu árin, hann Þorsteinn Jónsson. Þorsteinn sá um að boða til æfinga og panta bolta, en það gerði hann frá fyrirtæki í Liverpool en treyjur fyrir leikmenn voru ekki keyptar sökum þess hve dýr slíkur fatnaður var. Félagsgjöld voru borguð, en þau voru notuð til þess að kaupa knetti, en tveir slíkir voru yfirleitt keyptir á ári. Vakningarfundur var haldinn árið 1910 og var fyrsta formlega stjórn KR kosin. Þorsteinn Jónsson var kjörinn formaður, Árni Einarsson gjaldkeri, Guðmundur Þórðarson ritari og Jón Halldórsson varaformaður og umsjónamaður áhalda. <ref name="Fyrsta öldin"/>
Óskráður notandi