Munur á milli breytinga „Mannanafnanefnd“

Jump to navigation Jump to search
m
m (hlekkur á færslu um lög)
Frumvarp um að leggja Mannanafnanefnd niður var lagt fram á þingi haustið 2006, af [[Björn Ingi Hrafnsson|Birni Inga Hrafnssyni]], [[Guðlaugur Þór Þórðarson|Guðlaugi Þór Þórðarsyni]], [[Guðjón Ólafur Guðjónsson|Guðjóni Ólafi Guðjónssyni]] og [[Sæunn Stefánsdóttir|Sæunni Stefánsdóttur]]. Frumvarpið varð ekki að lögum.
 
Á þingi vetrarins 2013–2014 lagði þingflokkur [[Björt framtíð|Bjartrar framtíðar]] fram nýtt frumvarp að lögum á Alþingi, um að fella niður mannanafnanefnd. Sagði í rökstuðningi meðal annars: „Réttur foreldra til að ráða nafni barns síns er mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöfum er að sama skapi takmarkaður. Núgildandi lög um mannanöfn hafa sætt gagnrýni, þá sér í lagi hvað varðar mannanafnanefnd og úrskurði hennar. Dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu í íslensku samfélagi og tungu og hafi jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu í margar kynslóðir.“ Almennt ætti að gera ráð fyrir að nöfn séu leyfð, sagði í rökstuðningi, og aðeins í sérstökum undantekningatilfellum ætti ríkisvaldið að geta hlutast til gegn mannanafni. Þá var í rökstuðningi lögð áherslu á að í því fælist mismunun að ákveðnir hópar íbúa hefðu rétt til ættarnafna en aðrir ekki. Var í frumvarpinu lagt til að öllum yrði heimilt að taka upp ættarnafn. Frumvarpið er enn til þingmeðferðar.<ref name="frumvarpbf">[http://www.althingi.is/altext/143/s/0251.html Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, 143. löggjafarþing 2013–2014]</ref> Flutningsmaður frumvarpsins var Óttar Proppé.<ref name="proppe">[http://www.althingi.is/altext/raeda/143/rad20131203T200542.html Óttar Proppé mælir fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mannanöfn]</ref>
 
== Fyrri lög um mannanöfn ==
752

breytingar

Leiðsagnarval