Munur á milli breytinga „Vladímír Lenín“

Jump to navigation Jump to search
m (Vélmenni: hr:Vladimir Lenjin er úrvalsgrein; útlitsbreytingar)
Langstærsta vandamál Rússlands átti hins vegar eftir að leysa og það var staða Rússlands í fyrri heimsstyrjöldinni. Það var hins vegar eitt fyrsta verk bolsévísku stjórnarinnar, með Lenín í forystu, að semja vopnahlé við Þjóðverja. En margir telja að með því hafi Rússar svikið Bandamenn, sem voru aðallega Bretar og Frakkar. Lenín var búinn að vera í góðu sambandi við Þjóðverja og má segja að hann hafi verið ákveðið vopn í þeirra höndum gegn Bandamönnum en þeir höfðu styrkt hann með fjármagni og fleiru til að tryggja að hann kæmist til valda. Það varð svo að friðarsamningar voru undirritaðir í pólsku borginni Brest-Litovsk í mars 1918 og þurftu Rússar að gangast undir harða friðarskilmála Þjóðverja.<ref>Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2008), bls. 217.</ref><ref>Skúli Sæland. „Hver var Vladimir Lenín?“. Vísindavefurinn 2.6.2005. http://visindavefur.is/?id=5029. (Skoðað 21.4.2010).</ref>
 
Í kjölfar friðarsamningana blossaði upp mikill hiti í Rússlandi og fannst andstæðingum bolsévíka að samningarnir væru afar óhagstæðir fyrir Rússland. Í kjölfarið varð borgarastyrjöld þar sem rauðliðar (her bolsévíka) og hvítliðar (her andstæðingana) börðust í hörðum bardaga í þrjú ár. Þrátt fyrir að hvítliðar hafi notið stuðnings Bandamanna, fór það svo að rauðliðar báru sigur úr býtum og var það ekki síst fyrir tilstilli herkænsku Trotskys og pólitískpólitískrar viskavisku Leníns. Í þessu stríði voru mörg ódæðisverk framin af hálfu beggja aðila, það sýndi þó betur fram á að Lenín var tilbúinn að beita öllum brögðum til þess að sjá Rússland sem sósíalískt ríki. Bolsévíkar stofnuðu sérstaka leynilögreglu sem nefndist Cheka en var einnig kölluð rauða ógnvaldið. Hennar verkefni voru að elta niðri pólitíska andstæðinga og í raun alla sem bolsévíkar töldu óvini sína og taka þá af lífi. Ekki er vitað með vissu hversu mörg mannslíf þetta ógnvald kostaði en tölur á bilinu 13 þúsund til 140 þúsund hafa verið nefnd.<ref>Skúli Sæland. „Hver var Vladimir Lenín?“. Vísindavefurinn 2.6.2005. http://visindavefur.is/?id=5029. (Skoðað 21.4.2010).</ref>
 
Vald Leníns hafði stóraukist á frekar skömmum tíma og þann 30. ágúst, árið 1918 var hann skotinn, hann lifði þó af, en mjög líklegt er að þessi meiðsl hafi átt þátt í dauða hans nokkrum ára seinna.<ref>http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5029</ref>
Óskráður notandi

Leiðsagnarval