Munur á milli breytinga „Ríkharður 2. Englandskonungur“

Jump to navigation Jump to search
m
Vélmenni: fr:Richard II d'Angleterre er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
m (Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q81000)
m (Vélmenni: fr:Richard II d'Angleterre er úrvalsgrein; útlitsbreytingar)
 
== Uppreisn aðalsmanna ==
Ríkharður tók að hluta við stjórnartaumunum [[1383]] en var mjög háður nánustu ráðgjöfum sínum, einkum Michael de la Pole, sem hann gerði að kanslara (fjármálaráðherra) sínum og síðar jarli af Suffolk, og Robert de Vere, jarli af Oxford, sem gerður var hertogi af [[Írland|Írlandi]]i. Það var ekki síst [[Hundrað ára stríðið|stríðið í Frakklandi]] sem olli deilum. Konungur og ráðgjafar hans vildu ganga til samninga en föðurbræður konungs, John af Gaunt og Thomas hertogi af Gloucester, vildu leggja í hernað til að verja lendur Englendinga í Frakklandi. Næstu ár einkenndust af togstreitu og deilum og samkomulag konungsins og föðurbræðra hans fór síversnandi.
 
Á meðan jókst stöðugt hættan á að [[Frakkland|Frakkar]] gerðu innrás í England. Michael de la Pole vildi fá að leggja á háan skatt til að efla varnir ríkisins en þingið neitaði að samþykkja það og krafðist þess á móti að de la Pole yrði látinn víkja. Konungur neyddist til að láta undan og nefnd var komið á fót sem átti að stýra fjármálum konungs næsta árið. Ríkharður fyrtist mjög við þetta. Hann gerði de Vere að kanslara og fór að reyna að styrkja stöðu sína.
 
== Harðstjórnin ==
Árið [[1397]] hófst tímabilið sem kallað hefur verið harðstjórn Ríkharðs 2. Hann lét þá handtaka frænda sinn, jarlinn af Gloucester, og fleiri aðalsmenn sem höfðu staðið gegn honum á árunum 1386-1388, og taka suma þeirra af lífi, en Gloucester lést áður en hann var leiddur fyrir rétt, hugsanlega drepinn í fangelsi að skipan Ríkharðs. John af Gaunt gerði ekkert til að koma í veg fyrir þetta og kann að hafa stutt konung. Hann var þó, ásamt syni sínum, [[Hinrik 4. Englandskonungur|Henry Bolingbroke]], helsta ógnunin við Ríkharð, enda var [[Lancaster-ætt|Lancaster]]-fjölskyldan]] auðugasta fjölskylda Englands og mjög valdamikil.
[[Mynd:Richard II arrest.jpg|thumb|right|Handtaka Ríkharðs 2.]]
Í desember lenti Bolingbroke í deilum við annan aðalsmann, Thomas de Mowbray, hertoga af Norfolk, og þeir ætluðu að heyja einvígi en konungurinn gerði þá þess í stað báða útlæga.
 
== Afsögn og dauði ==
John af Gaunt dó [[3. febrúar]] [[1399]] en Ríkharður leyfði syni hans ekki að snúa heim, heldur gerði hann arflausan. Ríkharður hefur líklega ekki talið frænda sinn, sem var í [[París]], neina ógnun og hélt í herleiðangur til Írlands í maí. En Bolingbroke sneri aftur til Englands í júnílok og menn flykktust þegar til hans, enda var Ríkharður orðinn mjög óvinsæll. Hann hélt því fyrst í stað fram að hann væri aðeins að vitja föðurarfs síns og tókst að styrkja stöðu sína svo að þegar Ríkharður sneri aftur frá Írlandi réði Bolingbroke lögum og lofum. Hann reyndi að semja við frænda sinn en gafst upp [[19. ágúst]] og hét því að segja af sér ef hann fengi að halda lífi. Hann var svo hafður í haldi í [[Lundúnaturn|Lundúnaturni]]i.
 
Bolingbroke hafði nú einsett sér að verða konungur og hélt því fram að Ríkharður hefði fyrirgert rétti sínum til krúnunnar með harðstjórn sinni og óstjórn. Ríkharður sagði af sér [[29. september]], sennilega þvingaður til þess, og Hinrik 6. var krýndur [[13. október]].
}}
{{Töfluendir}}
{{fd|1367|1400}}
{{Tengill ÚG|en}}
{{Tengill ÚG|fr}}
 
[[Flokkur:Konungar Englands]]
[[Flokkur:Plantagenet-ætt]]
 
{{fd|1367|1400}}
{{Tengill ÚG|en}}
58.121

breyting

Leiðsagnarval