Munur á milli breytinga „Holger Jacobaeus“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
'''Holger Jacobaeus''' (f. [[16. október]] [[1733]] -, d. [[7. júní]] [[1788]] í [[Sandvík]] í [[Noregur|Noregi]]) var fyrsti kaupmaður [[einokunarverslunin|dönsku einokunarverslunarinnar]] í [[Keflavík]]. Hann starfaði á vegum [[Almenna verslunarfélagið|Almenna verslunarfélagsins]]. Hann reisti fyrsta veglega timburhúsið í Keflavík árið [[1766]]. Stofnár Keflavíkurbæjar er miðað við árið [[1772]] þegar hann var skipaður kaupmaður þar. Sonur hans [[Christian Adolf Jacobæus]] sem fæddist í Keflavík tók við versluninni af honum. Um skeið var [[Carl Pontoppidan]] (1748-1822) nemi við verslun hans, hann átti síðar eftir að vera borgarráðsmaður í [[Kaupmannahöfn]], koma að styrktarsöfnun til handa Íslendinga vegna [[Móðuharðindin|Móðuharðindanna]] og gefa út bækur um Ísland.
 
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4052722 Fast þeir sóttu sjóinn] Tíminn, 1. apríl 1989
 
[[Flokkur:Íslenskir kaupmenn|Jacobaeus, Holger]]
[[Flokkur:Keflavík|Jacobaeus, Holger]]
{{fde|1733|1768|Jacobaeus, Holger}}

Leiðsagnarval