„Hryðjuverkin í Noregi 2011“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 4: Lína 4:
== Bakgrunnur ==
== Bakgrunnur ==
=== Tilefni ===
=== Tilefni ===
Skömmu áður en hann framkvæmdi árásirnar hafði Breivik dreift ítarlegri skýrslu sem kölluð var í fjölmiðlunum „stefnuyfirlýsingu Breiviks“. Í henni skrifaði hann margt um pólitísk sjónarmið sín og skoðanir á [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]].
Skömmu áður en hann framkvæmdi árásirnar hafði Breivik dreift ítarlegri skýrslu sem kölluð var í fjölmiðlunum „stefnuyfirlýsingu Breiviks“. Í henni skrifaði hann margt um samfélagsskipulagsleg sjónarmið sín og skoðanir á [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]].


== Árásirnar ==
== Árásirnar ==

Útgáfa síðunnar 9. janúar 2014 kl. 11:07

Miðborg Ósló eftir sprenginguna.

Hryðjuverkin í Noregi 2011 áttu sér stað 22. júlí þegar sprengja sprakk í miðborg Ósló í grennd við húsasamstæðu sem hýsir norsk ráðuneyti.[1] Skömmu síðar hóf maður skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins á Útey (n. Utøya) í sveitarfélaginu Hole í Buskerud. [2]

Bakgrunnur

Tilefni

Skömmu áður en hann framkvæmdi árásirnar hafði Breivik dreift ítarlegri skýrslu sem kölluð var í fjölmiðlunum „stefnuyfirlýsingu Breiviks“. Í henni skrifaði hann margt um samfélagsskipulagsleg sjónarmið sín og skoðanir á Vestur-Evrópu.

Árásirnar

Fjöldamorðið í Útey

Skömmu eftir sprenginguna hóf maður dulbúinn sem lögregluþjónn skotárás á eyjunni Útey í Buskerud. Í fyrstu taldi norska ríkissjónvarpið NRK að fjórir hefðu orðið fyrir skotum,[2] en síðar kom í ljós að allt að 91 manns gætu verið látnir. Á heimasíðu Morgunblaðsins er talið að 77 hafa látist, 68 í Útey og 9 í sprengingunni [1]. [3] Talið er að allt að 700 manns hafi verið á eyjunni, en eyjan er í eigu ungaliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hafði áætlað að heimsækja eyjuna daginn eftir að skotárásin átti sér stað.[3] Lögreglan handtók mann að nafni Anders Behring Breivik, sem talið er að hafi komið að bæði skotárásinni og sprengingunni. Hann er talinn kristilegur öfgahægrimaður. Ekki er vitað til þess að Breivik hafi unnið voðaverk sín í samvinnu við nein skipulögð samtök. Hann hefur játað fjöldamorðin. Að sögn lögreglunnar er Breivik samvinnugóður og áfram um að greina frá tilgangi sínum með óhæfuverkunum sem hann telur pólitískan gjörning.

Tilvísanir

  1. „Mannfall í hryðjuverkum í Ósló“. Sótt 22. júlí 2011.
  2. 2,0 2,1 „Skotárás hjá ungliðahreyfingu“. Sótt 22. júlí 2011.
  3. 3,0 3,1 „Vísir - Allt að 30 myrtir í Útey“. Sótt 22. júlí 2011.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.