„Yngveldur fagurkinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:
[[Flokkur:Svarfaðardalur]]
[[Flokkur:Svarfaðardalur]]
[[Flokkur:Persónur Íslendingasagna]]
[[Flokkur:Persónur Íslendingasagna]]
[[Flokkur:Svarfdæla saga]]

Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2013 kl. 13:06

Yngveldur fagurkinn Ásgeirsdóttir er helsta kvenhetja Svarfdæla sögu. Hún var dóttir Ásgeirs rauðfelds bónda í Brekku í Svarfaðardal og Þórhildar konu hans. Hún var systir Miðfjarðar-Skeggja. Bræður Yngveldar voru Þorleifur jarlsskáld og Ólafur völubrjótur. Yngveldur var kvenna fegurst. Hún var ástkona Ljótólfs goða en var síðar neydd til að giftast berserknum og skáldinu Klaufa Hafþórssyni. Bræður hennar vógu hann, eftir það giftist hún Skíða ráðsmanni Ljótólfs og átti með honum þrjá syni. Þau bjuggu í Skíðadal. Örlög Yngveldar voru dapurleg. Hún var ofsótt af níðingum, synir hennar voru vegnir og sjálf var hún seld í þrældóm en komst þó aftur heim í Svarfaðardal buguð af harðræði og andaðist þar.

Yngveldar er getið í Landnámu en þar er hún nefnd Yngveldur rauðkinn og hefur að líkindum verið rauðhærð eins og faðir hennar Ásgeir rauðfeldur.

Yngveldur hefur verið mönnum hugstæð. Jóhann Sigurðsson ritaði um hana tveggja binda skáldsögu og hún kemur fyrir í sögu Þórarins Eldjárns Hér liggur skáld. Söngurinn Mál er í meyjar hvílu, sem Karlakór Dalvíkur hefur flutt, er um Yngveldi.