Fara í innihald

„Henry Ford“: Munur á milli breytinga

Ekkert breytingarágrip
Eftir þriggja ára starf í verksmiðjunni taldi hann sig hafa lært allt sem hann gat þarna svo hann sagði upp vinnunni. Hann sótti um vinnu á öðrum stað og vann þar þangað til hann taldi sig hafa lært allt. En þá flutti hann heim aftur og breytti smiðjunni í smáverkstæði þar sem hann dundaði sér við að smíða fyrstu gufuvélina sem átti að koma í stað hestsins. Hann kveikti undir katlinum, [[þrýstingur]]inn jókst og hjólin fóru að snúast en vélin komst ekki lengra en 20 metra því að ketillinn var of lítill. Stuttu síðar kynntist hann sprengihreyflinum og vildi ólmur fá svoleiðis í sinn „hestvagn“. Síðar setti hann [[sprengihreyfill|sprengihreyfilinn]] í hestvagninn og lét síðan [[bensín]] í staðin fyrir [[ljósgas]] sem hafði áður verið notað á hreyfla. Faðir hans hafði ekki mikla trú á honum og bauð honum 200 hektara land ef hann myndi hætta þessu braski. Hann tók þessu tilboði vegna þess að hann hafði þá kynnst stúlku, að nafni Clara Bryant, sem honum langaði til að giftast og vildi koma sér fyrir svo þau gætu gift sig. En hann gafst ekki upp á bensín hreyflinum og fékk góðan stuðning frá konu sinni sem hafði gríðarlegan áhuga á því sem hann var að gera. Þau urðu að flytja til Detroit til þess að hann gæti einbeitt sér að smíða vélar því að of mikill tími fór í það að rækta upp jörðina. Hann fékk vinnu á rafmagnsverkstæði sem var alveg nýr heimur fyrir hann og á meðan kom hann sér sjálfur upp verkstæði. Þar byrjaði hann á fyrstu vélinni sinni alveg frá grunni.<ref>Amundsen. bls. 21-30.</ref>
 
== Fyrsti bíllinn hnas==
[[Mynd:FordQuadricycle.jpg|200px|thumbnail|hægri|Fyrsti bíllinn sem Ford hannaði.]]
Úti í heimi voru margir sem reyndu að smíða bílinn en enginn hafði sama markmið og Ford það er að smíða ódýra bíla fyrir almenning. Árið 1892 lauk hann við fyrsta vélknúna vagninn, hann vann þó að honum í eitt ár til að fullgera hann áður en nokkur fékk að sjá hann. Þetta var fjögurra hestafla hreyfill sem notaður var í vélina. Vagninn var hægt að aka á tvenns konar hraða annars vegar 16 km/klst og hins vegar 32 km/klst. Vagnstjórinn þurfti að taka í handfang og flytja reim til þess að skipta um hraða. Til þess að koma vélinni af stað var notuð sveif. Tíu árum eftir að hann byrjaði á vélinni var hún tilbúin. Henry fór til borgarstjórans til að fá leyfi til að aka bílnum svo hann yrði ekki handtekinn og það var fyrsta ökuleyfið sem gefið var út í Ameríku.<ref>Amundsen. bls. 31-39.</ref>
Óskráður notandi