Munur á milli breytinga „Hilmar Finsen“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
 
== Ævi ==
Hilmar fæddist í [[Kolding]] á [[Jótland]]i. Foreldrar hans voru [[Jón Finsen]], héraðsfógeti, og Katharina Dorothea en Jón var sonur [[Hannes Finnsson|Hannesar Finnssonar]] biskups. Hilmar var uppalinn í [[Danmörk]]u. Árið 1841 útskrifaðist hann frá grunnskóla í Kolding og fimm árum seinna, 1846 lauk hann við embættispróf í lögfræði. Hann tók þátt í [[fyrra Slésvíkurstríðið|fyrra Slésvíkurstríðinu]] (einnig þekkt sem ''Þriggja ára stríðið'') sem [[herdómari]]. Árið 1850 var hann skipaður borgarstjóri [[Sønderborg]], þeirri stöðu gegndi hann í fjórtan ár til [[2. júlí]] [[1864]]. Í tæplega hálft ár, frá mars og fram í nóvember það ár sat Hilmar á [[Þjóðþing Danmerkur|þingi]].
 
Þann [[8. maí]] [[1865]] var hann gerður að stiftamtmanni yfir Íslandi og varð þar með æðsti embættismaður Íslands undir kónginum. Hann kom til Íslands og var gerður að fyrsta landshöfðingjanum [[1. apríl]] [[1873]]. Því embætti gegndi hann í áratug en þá fluttist hann aftur til Danmerkur og tók við embætti yfirborgarstjóra [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. Hilmar var innanríkisráðherra Danmerkur í rétt tæplega ár, 1884-85. Hann lést [[15. janúar]] [[1886]].
 
==Tenglar==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2292340 Óðinn, 1.-6. tölublað (01.01.1924)]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000531961 Æfiágrip Hilmars Finsen landshöfðingja] (1895), eftir Hallgrím Sveinsson
* [http://www.domkirkjan.is/AV176.html Saga Dómkirkjunnar - Umsjónartími Hilmars Finsen stiftamtmanns og landshöfðingja 1865-1882]
* [http://timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=416830&pageSelected=1&lang=0 ''Bernskuminningar stiftamtmannsdótturinnar''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1938]
* [http://www.gravsted.dk/person.php?navn=hilmarfinsen Upplýsingar um leiði Hilmars]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000536531 ''Fimm bréf frá Hilmari Finsen stiftamtmanni til Rosenörn-Teilmanns dómsmálaráðherra Danmerkur''], Saga, 1. tölublað (01.01.1970)
 
{{Stubbur|æviágrip}}
11.619

breytingar

Leiðsagnarval