Munur á milli breytinga „Þverstæður Zenons“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
=== Akkilles og skjaldbakan ===
Þverstæðan er á þessa leið:
:''„Í kapphlaupi getur besti hlauparinn aldrei tekið fram úr þeim hægasta, vegna þess að sá sem er á eftir þarf fyrst að komast að þeim punkti þar sem sá sem er á undan hóf hlaupið. Sá hægfarari heldur því ávallt forskotinu.“'' (Aristóteles, ''Eðlisfræðin'' VI:9, 239b15)''
 
Í þverstæðunni um [[Akkilles]] og skjaldbökuna ímyndum við okkur að gríska hetjan Akkilles etji kapphlaup við hægfara skjaldböku. Af því að Akkilles hleypur svo hratt leyfir hann skjaldbökunni að fá dálítið forskot. Þegar hlaupið hefst hleypur Akkilles hraðar en skjaldbakan og kemst á endanum þangað sem skjaldbakan hóf hlaupið. Á þeim tíma hefur skjaldbakan náð að mjakast svolítið áfram. Akkilles þarf þá að komast þangaðtil að ná henni. En þegar hann kemst þangað hefur skjaldbakan mjakast pínulítið lengra og til þess að ná henni þarf Akkilles að hlaupa enn eina vegalengdina. Alltaf þegar Akkilles kemst þangað sem skjaldbakan var, þá hefur hún náð að mjaka sér ofurlítið lengra. Þar af leiðandi, segir Zenon, mun Akkilles aldrei ná að taka fram úr skjaldbökunni. Almenn skynsemi segir okkur að auðvitað geti sá sem hleypur hraðar tekið fram úr þeim sem hleypur hægar en samkvæmt sögunni að ofan er það ekki hægt.
 
=== Tvískiptingin ===
:''„Það sem er á hreyfingu verður að fara hálfa leiðina áður en það getur komist á leiðarenda.“'' (Aristóteles, ''Eðlisfræðin'' VI:9, 239b10)''
 
Ef einhver er inni í herbergi og vill komast út þarf viðkomandi fyrst að fara hálfa leiðina að dyrunum. En áður en hann kemst þangað þarf hann að fara hálfa leiðina að miðjunni milli upphafsstaðar síns og dyranna. Og áður en viðkomandi kemst þá leið þarf hann að fara helminginn af henni. Með öðrum orðum þarf maður sem vill komast frá A til B að fara fyrst hálfa leiðina, og þar áður fjórðung hennar og þar áður einn áttunda hluta leiðarinnar og svo framvegis út í hið óendanlega. Þverstæðan sýnir, gæti Zenon sagt, að maður kemst aldrei af stað.
 
=== Örin ===
:''„Ef allt er kyrrt þegar það er á sama stað og það sem er á hreyfingu er ávallt á einhverjum stað á hverjum augnabliki, þá er ör á flugi hreyfingarlaus.“'' (Aristóteles, ''Eðlisfræðin'' VI:9, 239b5)''
 
Í örinni ímyndum við okkur ör á flugi. Á sérhverju augnabliki er örin á einhverjum tilteknum stað. En ef hún er á einhverjum tilteknum stað á því augnabliki, þá er hún kyrrstæð á því augnabliki. En það sama má segja um sérhvert augnablik í flugi örvarinnar. Hún er því kyrrstæð allan tímann. Dæmið á að sýna að hreyfing sé blekking.

Leiðsagnarval