„Wikipedia:Wikimedia Ísland/Undirbúningur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 80: Lína 80:
=== Auglýsingar og kynningarstarf ===
=== Auglýsingar og kynningarstarf ===
Fulltrúar félagsins gætu haldið kynningu á Wikimedia wiki verkefnunum við ýmis tækifæri. T.d. í háskólum, menntaskólum og grunnskólum, á ráðstefnum o.fl.. Einnig væri hægt að standa fyrir auglýsingum á starfseminni í ýmsum formum.
Fulltrúar félagsins gætu haldið kynningu á Wikimedia wiki verkefnunum við ýmis tækifæri. T.d. í háskólum, menntaskólum og grunnskólum, á ráðstefnum o.fl.. Einnig væri hægt að standa fyrir auglýsingum á starfseminni í ýmsum formum.

Undirbúa kynningarstarf með því að þýða bæklingana á [[outreach:Bookshelf/Wikipedia]] og [[outreach:Other Wikimedia Projects]].


=== Meðlimir gætu kynnt sig sem fulltrúar félagsins ===
=== Meðlimir gætu kynnt sig sem fulltrúar félagsins ===

Útgáfa síðunnar 12. júní 2013 kl. 00:40

Þessi síða er ætluð til umræðna um mögulega stofnun Wikimedia-félags á Íslandi.

Á Meta er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum um stofnun slíkra félaga:

Nústarfandi Wikimedia-félög:

Þátttakendur

Þeir sem áhuga hafa á að koma að starfsemi íslensks Wikimedia-félags geta skráð sig hér að neðan.

Fá tilkynningar og fundarboð á notendaspjall

Ritið notandanafnið ykkar hér undir og takið fram á hvaða wiki það er (eða tengið beint inn á spjallið). T.d. Notandanafn @ is.wikipedia

Fundir og hittingar í kjötheimum

2013-02-03 - Hittingur (staðsetning: Glætan)

2013-02-17 - Undirbúningsfundur fyrir stofnun Wikimedia Ísland og önnur mál (staðsetning: Glætan)

2013-04-04 - Undirbúningsfundur fyrir stofnun Wikimedia Ísland (staðsetning: Glætan)

2013-05-12 - Undirbúningsfundur fyrir stofnun Wikimedia Ísland (staðsetning: Mánagata 8, Reykjavík)

Netsamskipti

Samþykktir félagsins

Verkefni

Möguleg verkefni eru t.d. (bætið við listann):

Fjáröflun

Félagið ætti auðveldara með það en einstaklingar að afla fjár til þess að sinna kynningarstarfi, útgáfu og svo framvegis varðandi Wikimedia-verkefnin. Það á bæði við um fjáröflun innanlands frá opinberum aðilum, skólum, fyrirtækjum og einstaklingum og einnig um fjáröflun erlendis frá í gegnum Wikimedia sem úthlutar hluta af því söfnunarfé sem þangað berst til einstakra landsfélaga.

Aðkoma að nýtingu léna og annarra réttinda sem tengjast verkefnunum

Til dæmis: wikimedia.is og wikipedia.is (bæði eru skráð vörumerki WMF). Sú skráning er gild á Íslandi og sem leyfishafi vörumerkjanna á Íslandi hefði Wikimedia Ísland forgangsrétt að þessum lénum.

Auglýsingar og kynningarstarf

Fulltrúar félagsins gætu haldið kynningu á Wikimedia wiki verkefnunum við ýmis tækifæri. T.d. í háskólum, menntaskólum og grunnskólum, á ráðstefnum o.fl.. Einnig væri hægt að standa fyrir auglýsingum á starfseminni í ýmsum formum.

Undirbúa kynningarstarf með því að þýða bæklingana á outreach:Bookshelf/Wikipedia og outreach:Other Wikimedia Projects.

Meðlimir gætu kynnt sig sem fulltrúar félagsins

T.d. ef væri verið að biðja um að efni væri gert frjálst, t.d. frá ríkisstofnunum eða einstaklingum, væri gott að geta sagst tala fyrir Wikimedia frekar en að vera einstaklingur úti í bæ. Menntamálaráðuneytið t.d. borgar fyrir Britannica og það væri mun auðveldara að fá eitthvað þannig í gegn með formlegt andlit en ella.

Formlegt samstarf með menntastofnunum

Hægt er að semja um við menntastofnanir um ýmis fríðindi, eins og að fá aðstöðu til fundarhalda, hafa vinnustofur eða hvaðeina sem okkur dettur í hug. Gætum haldið WikiMedia námskeið eða verið með kennslu í samstarfi við ýmsar menntastofnanir. Þá gætum við reynt að koma á samstarfi varðandi viðbætur og breytingar á greinum í þeim tilgangi að þær endurspegli þekkingu hvers tíma og nái yfir sem flest fög.

Redda hlutum sem félagsskapur

Stundum þurfum við að horfast í augu við að hafa ekki upplýsingar og gögn sem við þurfum á að halda til að gera greinar eins góður og völ er á. Sem félagsskapur getum við farið í samvinnuverkefni meðal eigin félaga og hreinlega redda þeim. Eins og taka ljósmyndir sem vantar fyrir greinar, sem ella væru ekki í boði undir commons-samhæfu leyfi, eða vera í samskiptum við hið opinbera. Framangreint er auðvitað hægt að framkvæma sem einstaklingsframtak en gæti orðið skilvirkara sem hópframtak.

Samskipti við hið opinbera

Samskiptin geta verið í formi þess að veita umsagnir um þingmál í meðförum Alþingis og einnig á stjórnsýslustigi, sérstaklega þegar hagsmunir WikiMedia verkefnanna eru í húfi. Opinberir aðilar eru að fara að opna gögn í meiri mæli en áður sbr. framkvæmdaáætlun um upplýsingasamfélagið 2013-2016 en slíkt ætti auðvitað að framkvæma í samstarfi við aðila sem gætir hagsmuna WikiMedia verkefna. Líklegra er að slíkt samstarf eigi sér stað ef WikiMedia Ísland er opinberlega skráð félag heldur en óformlegur félagsskapur.

Alþjóðasamskipti

Félagsskapurinn getur ýtt undir frekari samskipti milli áhugamanna um Wikimedia á Íslandi og i öðrum löndum og myndað tengsl við áþekk félög erlendis.