„Tangen-málið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Tangen-málið''' var mál sem kom upp árið 1988 vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins (RÚV) um aðdraganda þess að Ísland gerðist stofnaðili að ...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. apríl 2013 kl. 21:39

Tangen-málið var mál sem kom upp árið 1988 vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins (RÚV) um aðdraganda þess að Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu árið 1949. Í kvöldfréttum RÚV þann 9. nóvember 1987 sagði Jón E. Guðjónsson, fréttaritari RÚV í Osló í Noregi, frá rannsóknum Norðmannsins Dag Tangen sem hafði að sögn komist að því að Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra Íslands 1947-9, hefði haft náið samráð við bandarísku alríkisþjónustuna (CIA). Seinna kom í ljós að ekki var fótur fyrir þessum ásökunum og olli málið talsverðum álitshnekki fyrir trúverðugleika RÚV.

Tengill

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.