„Bayeux-refillinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 42 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q187483
Antonsusi (spjall | framlög)
Lína 32: Lína 32:


== Myndefni ==
== Myndefni ==
[[Mynd:Tapisserie de Bayeux 31109.jpg||upright=6.5|center|thumb|Bayeux-refillinn í heild.]]
[[File:Teppich von Bayeux.jpg|upright=8|center|thumb|Bayeux-refillinn í heild.]]
<gallery>
<gallery>
Mynd:Tapisserie bato1.jpg|Skip Haralds Guðinasonar siglir yfir [[Ermarsund]].
Mynd:Tapisserie bato1.jpg|Skip Haralds Guðinasonar siglir yfir [[Ermarsund]].

Útgáfa síðunnar 30. mars 2013 kl. 20:39

Hluti af Bayeux-reflinum. Sendiboðar Vilhjálms hertoga koma til Guys greifa af Ponthieu.
Fyrir ofan stendur á latínu: ...UBI:NUNTII:WILLELMI:DU[CI]..
Þ.e.: „Þarna [koma] sendimenn Vilhjálms hertoga ...“

Bayeux-refillinn – (borið fram: bæjö-refillinn) – er 70 metra langt og um 50 cm breitt refilsaumað klæði, sem sýnir orrustuna við Hastings árið 1066. Refillinn er varðveittur í safni skammt frá dómkirkjunni í Bayeux í Normandí, en var áður í dómkirkjunni þar.

Um refilinn

Bayeux-refillinn var líklega gerður samkvæmt pöntun frá Odo biskupi af Bayeux, sem var hálfbróðir Vilhjálms sigursæla. Talið er að hann hafi verið saumaður í nunnuklaustri á Englandi. Á reflinum er aðdragandi orrustunnar við Hastings og orrustan sjálf sýnd í myndasöguformi, sem var skiljanlegt öllum almenningi. Tilgangurinn hefur verið að halda á lofti þessum sögulega atburði, auk þess sem það hafði áróðursgildi að sýna atburðina frá sjónarhóli sigurvegaranna.

Fram á 19. öld töldu flestir að kona Vilhjálms, Matthildur af Flæmingjalandi, hefði látið sauma refilinn, og var hann í Frakklandi oft kallaður „refill Matthildar drottningar“. Nú eru flestir þeirrar skoðunar að Odo biskup hafi pantað hann. Fyrir því eru einkum þrenn rök: 1) Refillinn var eign dómkirkjunnar í Bayeux, sem Odo lét byggja. 2) Þrír af fylgismönnum Odos sem nefndir eru í Dómsdagsbókinni ensku, eru sýndir á reflinum. 3) Refillinn gæti hafa verið sýndur fyrst við vígslu dómkirkjunnar 1077. Fram hafa komið fleiri kenningar, t.d. að Edit af Wessex, ekkja Játvarðar góða, hafi látið gera hann. Á reflinum er skýringartexti á latínu, og koma fram í honum fornensk orð, sem benda til að refillinn sé enskt verk. Enskur útsaumur (Opus Anglicanum) var víðkunnur á miðöldum. Þá hafa slíkir reflar verið algengir, en yfirleitt í smærri stíl – styttri.

Bayeux-refillinn hefur líklega varðveist af því að hann var svo langur, að hann var aðeins hengdur upp við hátíðlegustu tækifæri.

Eftirgerð í fullri stærð var árið 1886 sett upp í safni í Reading á Englandi.

Árið 2000 hóf hópur útsaumskvenna í Álaborg í Danmörku að gera nákvæma eftirmynd, með upprunalegum aðferðum og jurtalituðu garni. Í febrúar 2010 vantaði 20 metra upp á að verkinu væri lokið.

Tengt efni

Heimildir

Tenglar

erlendir

Myndefni

Bayeux-refillinn í heild.

Snið:Link GA