Munur á milli breytinga „Grikkland hið forna“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
'''Grikkland hið forna''' vísar til hins [[Forngríska|grískumælandi]] heims í [[fornöld]]. Það vísar ekki eingöngu til þess landsvæðis sem [[Grikkland]] nær yfir í dag, heldur einnig landsvæða þar sem grískumælandi fólk bjó í fornöld: [[Kýpur]] og [[Eyjahaf]]seyja, [[Jónía|Jóníu]] í [[Litla Asía|Litlu Asíu]] (í dag hluti [[Tyrkland]]s), [[Sikiley]]jar og Suður-[[Ítalía|Ítalíu]] (nefnt Stóra Grikkland eða ''[[Magna Graecia]]'' í fornöld) og til ýmissa grískra nýlendna til dæmis í [[Kolkis]] (við botn [[Svartahaf]]s), [[Illyría|Illyríu]] (á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] við strönd [[Adríahaf]]s), í [[Þrakía|Þrakíu]], [[Egyptaland]]i, [[Kýrenæka|Kýrenæku]] (í dag [[Líbýa]]), suðurhluta [[Gallía|Gallíu]] (í dag Suður-[[Frakkland]]), á austur og norðaustur [[Íberíuskagi|Íberíuskaga]], í [[Íbería|Íberíu]] (í dag [[Georgía|Georgíu]]) og [[Táris]] (í dag [[Krímskagi|Krímskaga]]).
 
Tímabilið nær frá því er grískumælandi menn settust fyrst að í Grikklandi á 2. árþúsundi f.Kr. og nær til loka fornaldar og upphafs [[kristni]] (kristni varð til áður en fornöld lauk en kristin menning er venjulega ekki talin til klassískrar fornaldarmenningar Grikklands). Flestir [[sagnfræði]]ngar telja að í Grikklandi hinu forna liggi rætur vestrænnar menningar. Grísk menning hafði mikil áhrif á [[Rómaveldi]], sem miðlaði menningunni áfram til margra landa [[Evrópa|Evrópu]]. Aukinheldur hafði enduruppgötvun Vestur-Evrópubúa á forngrískri menningu á [[14. öld|14.]]-[[17. öld]] afgerandi áhrif á evrópska menningu. Hún hefur haft gríðarlega mikil áhrif á [[tungumál]], [[stjórnmál]], [[menntun]], [[heimspeki]], [[vísindi]] og [[listir]] Vesturlanda. Hún var megininnblástur [[Endurreisnin|endurreisnarinnar]] í [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]] en hafði aftur mikil áhrif á ýmsum [[Nýklassisismi|nýklassískum]] skeiðum á [[18. öld|18.]] og [[19. öld]] í Evrópu og [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]].
 
== Tímabil ==
== Sögulegt yfirlit ==
=== Uppruni ===
Talið er að Grikkir hafi komið niður [[Balkanskagi|Balkanskaga]] úr norðri í nokkrum bylgjum frá þriðja árþúsundi f.Kr. Síðasta bylgjan var hin svonefnda „innrás“ Dóra. Tímabilið frá [[1600 f.Kr.]] til um 1100 f.Kr. kallast [[Mýkenumenningin|mýkenskur tími]]. Á þessum tíma á [[Agamemnon]], konungur í [[Mýkena|Mýkenu]], að hafa leitt grískan her til [[Trója|Tróju]], setið um borgina og lagt hana í rúst. Frá þessu segir m.a.meðal annars í [[Hómer]]skviðum. Tíminn frá 1100 f.Kr. til [[8. öld f.Kr.|8. aldar f.Kr.]] er nefndur [[Myrku aldirnar í sögu Grikklands|„myrkar aldir“ í sögu Grikklands]] en engar ritaðar heimildir eru varðveittar frá þessum tíma. Fornleifar frá þessum tíma eru einnig fátæklegar. Í síðari tíma heimildum á borð við [[Heródótos]], [[Pásanías (rithöfundur)|Pásanías]] og [[Díodóros frá Sikiley]] eru stundum stutt yfirlit yfir sögu tímabilsins og konungar taldir upp.
 
=== Ris Grikklands ===
Á [[6. öld f.Kr.]] voru nokkur borgríki orðin ráðandi í Grikklandi: [[Aþena]], [[Sparta]], [[Kórinþa]] og [[Þeba]].<ref>Sjá Kitto (1991), 79-109.</ref> Þau höfðu öll náð völdum yfir sveitunum í kringum sig og smærri borgum í nágrenni við sig. Aþena og Kórinþa voru orðin mikil sjóveldi og verslunarveldi að auki. Aþena og Sparta urðu keppinautar í stjórnmálum en metingur þeirra varði lengi og hafi mikil áhrif á grísk stjórnmál.
 
Í Spörtu hélt landeignaraðallinn völdum og völd þeirra voru treyst í stjórnarskrá [[Lýkúrgos frá Spörtu|Lýkúrgosar]] (um [[650 f.Kr.]]).<ref>Finley (1991), 40-41. Um sögu Spörtu, sjá Forrest (1968). Einnig Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=6054 „Hvar var Sparta? Er einhver borg í dag sem hét áður Sparta?“]. ''Vísindavefurinn'' 10.7.2006. (Skoðað 10.12.2006).</ref> Sparta komst undir varanlega herstjórn með tveimur konungum. Sparta drottnaði yfir öðrum borgríkjum á [[Pelópsskagi|Pelópsskaga]], að [[Argos]] og [[Akkaja|Akkaju]] undanskildum.
 
Konungdæmið var á hinn bóginn lagt niður í Aþenu árið [[683 f.Kr.]] og umbætur [[Sólon]]s komu á hófstilltri stjórn aðalsins.<ref>Finley (1991), 42-43.</ref> Aðalsmenn misstu síðar völdin í hendur harðstjórans [[Peisistratos]]ar og sona hans, sem gerðu borgina að miklu sjó- og verslunarveldi. Þegar sonum Peisistratosar var velt úr sessi kom [[Kleisþenes]] á fyrsta [[Aþenska lýðræðið|lýðræði]] heims í Aþenu ([[500 f.Kr.]]). Þjóðfundur allra frjálsra borgara (karla) fór með völdin. Þó ber að hafa í huga að einungis hluti af karlmönnum borgarinnar höfðu borgararéttindi; þrælar, frelsingjar og aðfluttir nutu ekki stjórnmálaréttinda.

Leiðsagnarval