„Kambhænsn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q222951
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q222951
 
Lína 28: Lína 28:


[[Flokkur:Kambhænsn| ]]
[[Flokkur:Kambhænsn| ]]

[[id:Ayam hutan]]

Nýjasta útgáfa síðan 20. mars 2013 kl. 10:38

Kambhænsn
Nytjahænsn (Gallus gallus domesticus)
Nytjahænsn (Gallus gallus domesticus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Hænsnfuglar (Galliformes)
Ætt: Fashanaætt (Phasianidae)
Ættkvísl: Gallus
Brisson, 1766
Tegundir

Kambhænsn (fræðiheiti: Gallus) eru ættkvísl hænsnfugla af fashanaætt sem er upprunnin á Indlandi, Srí Lanka og Suðaustur-Asíu.

Kambhænsn eru fremur stórir fuglar og karlfuglinn með skrautlegan fjaðraham. Þetta eru felugjarnir fuglar sem halda sig á jörðinni í þykkum hávöxnum gróðri. Kvenfuglinn fellur betur inn í umhverfið enda sér hún alfarið um að unga út eggjunum og koma ungum á legg.

Kambhænsn borða fyrst og fremst fræ en yngri fuglar leggja sér stundum skordýr til munns.

Ein tegund af þessari ættkvísl, bankívahænsn (Gallus gallus), er talin næsti forfaðir nytjahænsna sem ræktuð eru um allan heim.