„Thor Heyerdahl“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Haukurlogi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Haukurlogi (spjall | framlög)
Lína 10: Lína 10:
Heyerdahl lagði fram kenningar um uppruna fólks á Pólónesísku eyjunum á árunum sem hann dvaldi á eyjunni Fatu Hiva. Heyerdahl hélt því fram að fornmenn í Suður Ameríku hefðu í raun verið færir um að ferðast mun lengra sjóleiðina en áður hafði verið talið og að uppruni íbúa eyjanna í Suður Kyrrahafi hafi í raun komið frá Suður Ameríku en ekki frá meginlandi Asíu eins og af flestum er talið.
Heyerdahl lagði fram kenningar um uppruna fólks á Pólónesísku eyjunum á árunum sem hann dvaldi á eyjunni Fatu Hiva. Heyerdahl hélt því fram að fornmenn í Suður Ameríku hefðu í raun verið færir um að ferðast mun lengra sjóleiðina en áður hafði verið talið og að uppruni íbúa eyjanna í Suður Kyrrahafi hafi í raun komið frá Suður Ameríku en ekki frá meginlandi Asíu eins og af flestum er talið.


Heyerdahl hélt því fram að í Inka þjóðsögunni hafi verið til sól-guð sem hét Viracocha Con-Tici sem var æðsti guð goðsagnakenndra vera, en þær verur voru taldar bera yfirbragð af fölu skinni, í Perú. Upprunalega nafn Viracocha var Kon-Tiki eða Illa-Tiki, sem þýðir sól-Tiki eða eld-Tiki. Kon-Tiki var æðsti prestur og sól-konungur þessara goðsagnakenndu "hvítu manna" sem skildu eftir sig gríðarlegar rústir á ströndum Lake Titicaca. Goðsögnin hélt áfram um þessa dularfulla "hvítu menn", um að þá hafi verið ráðist og þeir neyðst til að flýja Perú. Goðsögnin endar með að Kon-Tiki og hans menn hverfa vestur um haf að sögn. Heyerdahl hélt einnig því fram að þegar Spánverjar numu land í Perú
Heyerdahl hélt því fram að í Inka þjóðsögunni hafi verið til sól-guð sem hét Viracocha Con-Tici sem var æðsti guð goðsagnakenndra vera, en þær verur voru taldar bera yfirbragð af fölu skinni, í Perú. Upprunalega nafn Viracocha var Kon-Tiki eða Illa-Tiki, sem þýðir sól-Tiki eða eld-Tiki. Kon-Tiki var æðsti prestur og sól-konungur þessara goðsagnakenndu "hvítu manna" sem skildu eftir sig gríðarlegar rústir á ströndum Lake Titicaca. Goðsögnin hélt áfram um þessa dularfulla "hvítu menn", um að þá hafi verið ráðist og þeir neyðst til að flýja Perú. Goðsögnin endar með að Kon-Tiki og hans menn hverfa vestur um haf að sögn.


== Kon-Tiki ==
== Kon-Tiki ==

Útgáfa síðunnar 14. mars 2013 kl. 19:23

Thor Heyerdahl

Thor Heyerdahl (f. 6. október 1914, d. 18. apríl 2002) var norskur könnuður, þjóðfræðingur og vísindamaður. Hann var mikill ævintýramaður og er hann er sennilega þekktastur fyrir að hafa siglt á flekanum Kon-Tiki yfir Kyrrahafið frá Perú til eyjanna í Suður-Kyrrahafi. Heyerdahl trúði því að fólk hafi getað ferðast mun lengri sjóleiðir til forna en talið er og að vöruskipti á milli landa hafi jafnvel verið möguleg. Með ferð sinni á Kon-Tiki tókst honum að sýna fram á að það hafi verið mögulegt, tæknilega séð, löngu fyrr en viðteknar kenningar vilja ætla.

Ævi og störf

Heyerdahl var fæddur í Larvik, litlu sjávarþorpi í Noregi 6. október 1914. Frá ungaaldri hafði hann mikinn áhuga á náttúru og dýrafræði og setti jafnframt upp lítið dýrasafn á æskuheimili sínu. Hann fór síðar í Háskólann í Osló þar sem hann sérhæfði sig í dýrafræði og landafræði.

Heyerdahl hafði mikinn áhuga á eyjunum í Suður Kyrrahafi og stundaði sjálfsnám í pólónesískri menningu og sögu á meðan hann var enn í háskóla. Hann hætti síðan í skólanum árið 1936 og fór í sinn fyrsta leiðangur til Pólónesja þar sem hann rannsakaði náttúruna og dýraríkið á eyjum. Heyerdahl eyddi mestu af þessu ári á eyjunni Fatu Hiva þar sem hann bjó meðal heimamanna ásamt konu sinni. Rannsóknir hans á dýra- og náttúruríkinu meðal sögusagna frá heimamönnum þess efnis að fyrstu íbúar eyjanna hefðu komið frá austri, Suður-Ameríku, en ekki vestri, Suðaustur-Asíu og Indlandi, eins og viðteknar kenningar héldu fram kveiktu síðan áhuga hans til frekari rannsókna. Með því að skoða hafstaumar Kyrrahafsins komst Heyerdahl að því að það hefði verið mögulegt að sigla yfir Kyrrahafið mun fyrr en viðteknar kenningar telja og sannfærðist hann um að fyrstu íbúar eyjanna hefðu getað komið frá Suður Ameríku. Hann gældi jafnvel við þá hugmynd að verslun hafi getað verið möguleg löngu fyrr en talið var og að fyrstu íbúar eyjanna hafi getað haft verslun við bæði Suður- og Norður-Ameríku.

Kenningar Heyerdahl

Heyerdahl lagði fram kenningar um uppruna fólks á Pólónesísku eyjunum á árunum sem hann dvaldi á eyjunni Fatu Hiva. Heyerdahl hélt því fram að fornmenn í Suður Ameríku hefðu í raun verið færir um að ferðast mun lengra sjóleiðina en áður hafði verið talið og að uppruni íbúa eyjanna í Suður Kyrrahafi hafi í raun komið frá Suður Ameríku en ekki frá meginlandi Asíu eins og af flestum er talið.

Heyerdahl hélt því fram að í Inka þjóðsögunni hafi verið til sól-guð sem hét Viracocha Con-Tici sem var æðsti guð goðsagnakenndra vera, en þær verur voru taldar bera yfirbragð af fölu skinni, í Perú. Upprunalega nafn Viracocha var Kon-Tiki eða Illa-Tiki, sem þýðir sól-Tiki eða eld-Tiki. Kon-Tiki var æðsti prestur og sól-konungur þessara goðsagnakenndu "hvítu manna" sem skildu eftir sig gríðarlegar rústir á ströndum Lake Titicaca. Goðsögnin hélt áfram um þessa dularfulla "hvítu menn", um að þá hafi verið ráðist og þeir neyðst til að flýja Perú. Goðsögnin endar með að Kon-Tiki og hans menn hverfa vestur um haf að sögn.

Kon-Tiki

Til að sanna kenningar sínar byggði Heyerdahl flekann Kont-Tiki árið 1947 sem var samskonar fleki og hann taldi fyrstu landnema eyjanna hafa komið á. Kon-Tiki var byggður í Perú og Heyerdahl, ásamt fimm manna áhöfn sinni, náði að sigla honum yfir Kyrrahafið frá Perú til Raroia í Pólónesja. Þeir sigldu á sker við Raroia en þá höfðu þeir þegar ferðast 8000 km á 101 degi og sönnuðu með því að ferð yfir Kyrrahafið hefði verið möguleg á tímum landnema Kyrrahafseyjanna.

Frekari rannsóknir

Eftir að hafa sannað að ferðin yfir Kyrrahafið frá Suður-Ameríku til Kyrrahafseyjanna hafi verið tæknilega mögulega á tímum landnemanna hélt Heyerdahl áfram að reyna að finna sannanir um raunverulegt samband þarna á milli. Hann rannsakaði tungumál, list og menningu bæði í Suður-Ameríku og á eyjunum í Suður-Kyrrahafi í þeirri von að finna einhverjar sannanir. Hann fann aldrei neinar sannanir sem að voru nógu sterkar til að breyta viðteknum skoðunum og kenningar hans voru aldrei samþykktar. Ný sönnunargögn eins og DNA styrktu einnig viðteknu kenninguna að landnemarnir hefðu komið frá vestri, Suðaustur-Asíu og Indlandi.

Heyerdahl var tilbúinn að fallast á það að kenningar hans um að landnemar Kyrrahafseyjanna hefðu komið frá Suður-Ameríku væru rangar en hann stóð fast við þá kenningu að langar sjóferðir og verslun milli meginlanda hafi verið möguleg löngu fyrr en viðteknar kenningar telja.

Til að sanna mál sitt frekar byggði hann bátinn Ra II sem var svipaður bátur og Egyptar til forna voru taldir hafa notað. Á honum tókst Heyerdahl að sigla frá Afríku til Barbados árið 1970 með því að ferðast með Kanarístraumnum og sannaði þannig að samskipti og verslun hefðu getað verið möguleg milli Afríku og Ameríku á tímum forn Egypta.

Hann gerði einnig bátinn Tigris og ætlaði með honum að sanna möguleg samskipti til forna milli Mesópótamíu, Egyptalands og Indus-dalsins en áhöfnin brenndi Tigris í Rauðahafinu í mótmælaskyni við stríðin sem að herjuðu allt í kring um Rauðahafið á þeim tíma.

Þrátt fyrir að flest af verkum og kenningum Heyerdahls séu enn ósamþykkt í heimi vísindanna náði hann að auka áhuga almennings á þessu efni með ævintýralegum siglingum sínum. Honum tókst að sýna fram á að samskipti milli meginlanda hafi verið tæknilega möguleg til forna og verslun þeirra á milli því getað verið möguleg mun fyrr en viðteknar kenningar telja.

Með þessum ævintýralegu könnunum sínum náði Heyerdahl að opna augu fólks fyrir þeirri staðreynd að það sem það telur vera rétt og það sem það trúir um fortíðina þarf ekki alltaf að vera rétt, vísindalegar kenningar sem byggt er á geta mögulega verið rangar.

Heimildir

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG