„Arsinóe 3.“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
MastiBot (spjall | framlög)
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 25 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q40258
Lína 7: Lína 7:
[[Flokkur:Ptólemajaríkið]]
[[Flokkur:Ptólemajaríkið]]
{{d|204 f.Kr.}}
{{d|204 f.Kr.}}

[[arz:ارسينوى التالته]]
[[be:Арсіноя III]]
[[bg:Арсиноя III]]
[[ca:Arsinoe III]]
[[de:Arsinoë III.]]
[[el:Αρσινόη Γ΄ της Αιγύπτου]]
[[en:Arsinoe III of Egypt]]
[[es:Arsínoe III]]
[[eu:Arsinoe III.a]]
[[fi:Arsinoë III]]
[[fr:Arsinoé III]]
[[id:Arsinoe III dari Mesir]]
[[it:Arsinoe III]]
[[ja:アルシノエ3世]]
[[ko:아르시노에 3세]]
[[la:Arsinoë III (regina Aegypti)]]
[[nl:Arsinoë III]]
[[no:Arsinoe III av Egypt]]
[[pl:Arsinoe III]]
[[pt:Arsínoe III]]
[[ru:Арсиноя III]]
[[sh:Arsinoja III od Egipta]]
[[sr:Арсиноја III]]
[[sv:Arsinoe III]]
[[zh:阿爾西諾伊三世]]

Útgáfa síðunnar 9. mars 2013 kl. 11:00

Mynt með mynd Arsinóe 3.

Arsinóe 3. Fílópator (gríska: Ἀρσινόη ἡ Φιλοπάτωρ; 246 eða 245 f.Kr. – 204 f.Kr.) var drottning Egyptalands á tímum Ptólemajaríkisins. Hún var dóttir Ptólemajosar 3. og Bereníku 2. Árið 220 f.Kr. giftist hún bróður sínum Ptólemajosi 4. sem var nýtekinn við konungdómi. Hún tók virkan þátt í stjórn ríkisins sem var annars í höndum hins valdamikla ráðherra konungs, Sósibíosar. Þannig tók hún þátt í orrustunni við Rafíu gegn Antíokkosi mikla. Hún átti soninn Ptólemajos 5.

Eftir lát eiginmanns hennar 204 f.Kr. létu ráðherrarnir Sósibíos og Agaþókles myrða hana af ótta við að hún tæki völdin sem móðir konungs. Agaþókles gerðist ráðsmaður hins unga konungs og myrti síðan Sósibíos en við það gerðu íbúar Alexandríu uppreisn undir stjórn Tlepolemosar. Agaþókles var drepinn af vinum sínum til að forða honum frá verri dauðdaga, og systur hans voru tættar í sundur af æstum múgnum í hefndarskyni fyrir morðið á Arsinóe.