„Genfarsamþykkt um höfundarétt“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 9 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q369989
Lína 17: Lína 17:
[[Flokkur:Höfundaréttur]]
[[Flokkur:Höfundaréttur]]
[[Flokkur:1952]]
[[Flokkur:1952]]

[[bn:ইউনিভার্সাল কপিরাইট কনভেনশন]]
[[de:Welturheberrechtsabkommen]]
[[en:Universal Copyright Convention]]
[[es:Convención Universal sobre Derecho de Autor]]
[[it:Convenzione Universale sul Diritto d'Autore]]
[[ja:万国著作権条約]]
[[ru:Всемирная конвенция об авторском праве]]
[[uk:Всесвітня конвенція про авторське право]]
[[zh:世界版权公约]]

Útgáfa síðunnar 9. mars 2013 kl. 07:08

Genfarsamþykkt um höfundarétt var alþjóðasamningur um gagnkvæma vernd höfundaréttar sem var unninn af Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna og samþykktur í Genf í Sviss árið 1952. Ástæðan fyrir gerð þessa sáttmála var sú að Bandaríkin og Sovétríkin auk margra þróunarríkja vildu ekki staðfesta Bernarsáttmálann frá 1886; Bandaríkin vegna þess að staðfesting hefði þýtt róttækar breytingar á bandarískri löggjöf, og Sovétríkin og þróunarríkin vegna þess að þau töldu Bernarsáttmálann fyrst og fremst þjóna hagsmunum hugverkaútflytjandi vestrænna ríkja. Með Genfarsamþykktinni var þannig komið á alþjóðlegri gagnkvæmri viðurkenningu höfundaréttar.

Genfarsamþykktin gengur mun skemmra en Bernarsáttmálinn í veigamiklum atriðum og er ekki eins ítarleg. Genfarsamþykktin gerir til dæmis ráð fyrir því að hægt sé að skilyrða vernd höfundaréttar við ákveðin formskilyrði eins og skráningu verka í löndum þar sem það tíðkast. Lágmarkstímalengd verndar er 25 ár frá andláti höfundar en í Bernarsáttmálanum var þá kveðið á um vernd í 50 ár frá andláti höfundar.

Mörg lönd sem voru fyrir aðilar að Bernarsáttmálanum gerðust líka aðilar að Genfarsamþykktinni, þar á meðal Ísland sem undirritaði hana 1956.

Með tilkomu Samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum missti Genfarsamþykktin þýðingu sína að miklu leyti.

Tenglar